Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1982, Blaðsíða 22

Ægir - 01.09.1982, Blaðsíða 22
2.5. Það var ánægjulegt að koma á stofnun Rossbys, eins og við kölluðum þessa veðurfræði- deild. Þar vann meðal annarra Geirmundur Árna- son veðurfræðingur, síðar prófessor í háskólanum í Albany. Þar var og Bert Bolin, sem hafði kennt mér áður á námsárum mínum í Stokkhólmi. Minnisstæðastur allra var þó meistarinn Rossby, geislandi af áhuga og hugkvæmni. En mest og best samstarf átti ég við sænskan stúdent, Bo R. Döös að nafni. Einmitt þetta haust var farið að gera tölvuspár um straumana í 500 millibara fletinum. Þeir voru þá í óða önn að semja forrit um þessa spáaðferð, dr. Norman Phillips frá Bandaríkjun- um og sænskur stærðfræðingur, Germund Dahlquist. Fljótlega kom í ljós, að þessar spár mundu að minnsta kosti reynast jafn vel og þær sem veðurfræðingar höfðu áður orðið að vinna í höndunum, eftir hyggjuviti sínu og reynslu. Þá var farið að hugsa til þess að nota aðferðina við dag- legar spár, og má segja að þá hafi komið upp nokkurt kapp milli tölvumanna og hinna gömlu veðurspekinga, til dæmis á sænsku veðurstofunni. En það var býsna tímafrekt að undirbúa 500 mb kortin fyrir tölvuna. Það var þannig gert, að at- huganir voru færðar á kortið á viðeigandi stöðum, en síðan teiknaði veðurfræðingur jafnþrýstilínur (reyndar öllu heldur hæðarlínur 500 mb flatarins). Þá var rúðustrikaður gagnsær pappír lagður yfir kortið, og hæð 500 mb flatarins lesin í hverjum skurðpunkti netsins. Þessar upplýsingar voru síðan gataðar á pappírsræmu, og þá var tölvan loks búin að fá gögnin í því formi sem henni hentaði. 2.6. Það var augljóst að það mundi flýta mikið fyrir spánni ef hægt væri að renna veðurathugun- um beint inn í tölvuna og láta hana síðan sjálfa um að vinna að kortinu sem spána skyldi byggja á, finna sem sagt hæð 500 mb flatarins í hinum reglu- legu netpunktum út frá athugunum á óreglulega dreifðum stöðum. Það var þetta verkefni sem við Döös fengum, að semja forrit að þessari kortagerð tölvunnar. Líklega hef ég þarna notið þess að ég hafði nokkurra ára reynslu af teikningu veður- korta i Reykjavík, en því miður er það svo, að í rannsóknadeildum veðurfræðinnar er fátt um menn sem hafa fengist við dagleg veðurstofustörf. Sams konar vandamál hygg ég að sé algengt i fleiri vísindagreinum. Þetta var ákaflega heillandi verkefni, og við Bo tókum til óspilltra málanna, þegar á veturinn lel Bo hafði þegar nokkra reynslu af forritun ö tölvuna, en ég einbeitti mér öllu meira að Þvlva[. finna út aðferðirnar sem nota skyldi. Okkur efst í huga að láta tölvuna líkja að verulega ef eftir þeim aðferðum, sem vandvirkir veðurn ingar höfðu notað við kortateikningu, aæt'aktj dæmis hver þrýstingurinn væri í hverjum Punog milli tveggja stöðva eftir því hvaða vindur þrýstingur væri á báðum stöðvum. Ekki tókst okkur að leysa þetta verkefni venj^ inn 1953-1954, og um sumarið fór ég heim ú lands með fjölskyldu minni, enda hafði ég a fengið árs leyfi frá störfum á Veðurstofunru- Rossby var ekki á því að láta mig sleppa sv0 lega. Hann skrifaði Teresíu Guðmundsson ve ^ stofustjóra og brýndi fyrir henni nauðsyn þeS^rj ég héldi áfram með þetta verkefni. Þó að ekki' sérlega vel ástatt um starfskrafta á Veðurstotu er ekki að orðlengja það, að ég fékk leyfi tU u ^ ferðar um haustið. Við Bo hófumst nú handa a ^ Það var okkur mikils virði, að nú rak a fj okkar grein sem hinn snjalli norski veður ur, Arnt Eliassen, hafði skrifað. Þar fjallaði a ^ um hvað upplýsingar frá misjafnlega fjar veðurstöðvum ættu að vega mikið í áætlun veðrið í hverjum punkti kortsins. Og þann 23- ^ 1955 rann upp hinn langþráði dagur. Nu ^ tölvan veðurathuganir dagsins óbreyttar til m , ferðar, gerði úr þeim kort og spáði síðan út n ^ um 500 mb kort morgundagsins, allt án besS^0j mannshönd hreyfði sig til kortagerðar. Þetta fiUln ekki gerst annars staðar í heiminum. Við u° orðið fyrstir í kapphlaupinu (2. mynd). Su a . sem við duttum niður á, reyndist furðu h veðurfræðinni. Nokkrum árum síðar tóku B ríkjamenn hana upp að mestu óbreytta, ög ^ ^ haldið sig við hana fram á síðustu tima að þvl best veit. Sá hét Cressman sem fyrir því stóð, ® ^ ekki að orðlengja, að hún er oftast síðan kenn hann, en ekki við okkur Döös. vnrta' Ekki er ástæða að lýsa hér nákvæmlega gerðaraðferð okkar, en í alþjóðlegum umr££pyrst er hún oftast nefnd leiðréttingaraðferðin- mötuðum við tölvuna á upplýsingum um m ^ ára meðaltal 500 mb kortsins á viðkomandi ar ^ Það var hugsað sem neyðarlausn á þeim ^ kortsins, til dæmis á fjarlægum höfum, Þar^ engar nýjar upplýsingar eða athuganir var 470 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.