Ægir - 01.09.1982, Blaðsíða 32
Lélegra hráefni
Þær raddir hafa heyrst frá fiskvinnslumönnum,
að gæðum hafi hrakað undanfarin ár. Sú skoðun
virðist hafa við rök að styðjast. Á árinu 1977 var
meðaleinkunn fyrir óslægðan fisk 8,3 en slægðan
9,6. Þessar tölur má bera saman við framangreind-
ar tölur, 7,7 og 9,3 árið 1981. Fer vart á milli mála,
að útkoman 1981 er talsvert lakari. Eftirfarandi
tölur sýna hlutfallslega gæðaflokkaskiptingu
togara og netabáta 1981 og 1977:
Togarar: 1. Jl. 2. fl. 3. fl.
1981 .............. 89,5 9,7 ,8
1977 .............. 92,3 7,1 ,5
Netabátar:
1981 .............. 58,9 23,8 17,3
1977 .............. 64,1 21,4 14,5
Hjá togurunum jafngildir þetta því, að 255 með-
alfarmar hafi farið í 2. flokk og 21 farmur í 3.
flokk eða að u.þ.b. tíu togarar hafi eingöngu fisk-
að í 2. og 3. flokk.
Það má leika sér með tölurnar um netaaflann á
svipaðan hátt, en eftir stendur að gæðum hefur
farið verulega hrakandi og er það umhugsunar-
efni. Væri vel þess virði að fara í saumana á því,
hvað veldur og hvaða leiðir eru til úrbóta.
Hvað tapast
Til að slá einhverju mati á það, hvaða upphæðir
er um að tefla var aflaverðmæti allra skipa um-
reiknað með hliðsjón af árangri bestu báta með
sama veiðarfæri í sama mánuði. Þetta var gert á
þann hátt, að afli hvers báts var umflokkaður sam-
kvæmt hlutföllum besta báts, og síðan margfaldað
upp með meðalverði því, sem viðkomandi bátur
fékk fyrir hvern gæðaflokk. Eftirfarandi tafla sýn-
ir þær niðurstöður, sem fengust:
Raun- „Mögu- legt Mis-
virði virði“ munur
Bátar 699.778 753.697 53.919
Togarar 651.452 668.838 17.386
Opnir bátar 29.148 29.243 95
Alls 1.380.378 1.451.778 71.400
Ef allir hefðu skilað á land jafngóðum fiski og
þeir bestu úr hverju veiðarfæri í hverjum mánuði
hefði átt að fást 71,4 millj. kr., eða 5,2%, meira
fyrir þorskaflann á árinu 1981, en fékkst í raun.
Miðað við verðlag ársins í ár þýðir þetta um 107
millj. króna. Vert er að ítreka, að hér er eingöngn
reiknað með þorski, en séu þvi gerðir skórnir
svipað ástand sé ríkjandi hvað varðar aðrar
undir má áætla að um 138 milljónir hafi tapas
1981 vegna lélegs hráefnis. Miðað við verðlag ' ar
þýðir það um 207 millj. króna.
BÓKAFREGN
Sigfús Jónsson:
Vistfræði sjávarins og
fiskistofnarnir við ísland
Útgef.: Fiskifélag íslands
Fiskifélag íslands hefur nýlega gefið út bók
ina Vistfræði sjávarins og fiskistofnarnir við 5
land, eftir Sigfús Jónsson. Bók þessi er ætluð "
kennslu í sjávarlíffræði í framhaldsskólum og sern
viðbótarefni við kennslu í sjóvinnu í 9. be
grunnskóla.
Bókin er samin með það fyrir augum að velta
nemendum vitneskju um fiskistofnana sem endur
nýjanlega auðlind. Aðeins þau atriði í haffrseði og
almennri sjávarvistfræði sem skipta miklu ma
fyrir lifnaðarhætti, göngur og stofnstærð f's 1
stofna, eru tekin með í bókinni.
Bókina má því einnig nota við almenna líffræ
kennslu á framhaldsskólastigi og þá líklegt a
kennarar vilji bæta við það efni sem er i IV. kat
bókarinnar, en sleppa e.t.v. einhverju úr VI. kat
hennar. ...
Vegna allrar þeirra umræðu og skrifa um ofve'
og kreppuástand í íslenskum sjávarútvegi sern
fram hefur farið að undanförnu, má ætla að marg
ir íslendingar hafi áhuga á efni þessarar bókar, Þar
sem hún fjallar um á hverju framtíð íslensk efua
hagslífs byggist að mestu leyti.
í inngangi bókarinnar segir m.a.: ,,Fiskveiðar
eru í grundvallaratriðum frábrugðnar flestri ann
arri atvinnustarfsemi. í fyrsta lagi byggja Þaer’
þrátt fyrir mikla tæknivæðingu, fyrst og fremst
veiðimennsku. í öðru lagi endurnýjar auðlindin sl-
sjálf, sem þýðir að sé veiðum haldið innan sky"
samlegra marka, þarf yfirleitt ekki að ha ‘
áhyggjur af að auðlindin þrjóti.“
í bókinni eru 10 myndir og uppdrættir til skýr
ingar. ..
Bókin er til sölu hjá Fiskifélagi íslands og bJ
nokkrum bóksölum og kostar eintakið kr. 70.0
480 — ÆGIR