Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1982, Blaðsíða 30

Ægir - 01.09.1982, Blaðsíða 30
Jónas Blöndal: Hvern vantar 200 milljónir? Loks hillir undir undir þá tið, er hinir svefn- þyngstu fari að vakna til meðvitundar um að sjáv- arauðlindir okkar eru ekki óþrjótandi. Þótt sælu- draumar um útþenslu og landvinninga séu ljúfir eru þeir því miður þeirrar náttúru, að geta breyst í andstæðu sína — martröð, þá er minnst varir. Þetta hafa margir, mætir og ómætir, mátt kenna, þeir er trúðu á drauminn. Þó sú gífurlega aukning herkostnaðar sem lagt hefur verið í á undanförnum árum, hafi skilað ein- hverjum landvinningum í formi aukins afla, er það næsta ljóst þeim, sem sjá vilja, að stríðsgæfan hef- ur snúist. Mjög er vafasamt hverju loðnustofninn skilar í náinni framtíð og ef mat fiskifræðinga á stærð þeirra árganga, sem standa verða undir þorskveiðunum á næstu árum, er nærri lagi, liggur ljóst fyrir, að á þeim vígstöðvum verður að hörfa, hvort sem verr eða betur líkar. Þá má vænta sölu- tregðu, með tilheyrandi þrýstingi á verðlag a.m.k. meðan núverandi efnahagsástand er ríkjandi í heiminum. Jafnvel þótt þar fari að skipast veður í lofti, sem ekki virðast miklar líkur á á næstunni, líður alllangur tími þar til þíðir vindar hagvaxtar fari aftur að blása. Þótt draumurinn sé ef til vill ekki enn orðinn martröð eru svefnfarirnar orðnar þungar. Væri ef til vill ráð að fara að vakna og reyna að komast hjá martröðinni. Hjá henni verður komist með því að lækka til- kostnað eða auka tekjur eða, sem best væri, að gera hvorttveggja. Flestum er nú ljóst orðið, að flotinn er of stór og virkasta leiðin til að bæta af- komuna er að skera hann niður í hæfilega stærð. Ekki verður farið út í það efni hér, en fjallað lítil- lega um gæði fiskafla og áhrif þeirra á tekjur út- vegsins. Þýðing gæða Allir eru í orði sammála um að vinna beri að því með oddi og egg að auka gæði þeirra fiskafurða’ sem við seljum. Aukin gæði þýða þrennt: 1. Hærra verð fyrir afurðir. 2. Tryggari markaðir. 3. Vaxandi markaðir. Hvað fyrsta atriðið varðar nægir að benda þann mismun, sem er á verði íslensks og kanadi freðfisks á bandaríska markaðnum. Kaupe11 þar eru reiðubúnir að leggja út þennan mun í Pel trú að íslenski fiskurinn sé betri. Sé fólk ánægt með þá vöru, sem það he keypt, kaupir það gjarnan aftur sömu vöru Verði það fyrir vonbrigðum, rofnar gjarnan Þe tryggð og þetta fólk snýr sér að annarri vöru, s komið getur í staðinn. Til að binda þessi trygg a bönd verður að bjóða vöru, sem býr yfir mik og ekki síður jöfnum gæðum. Á ferð um Bandaríkin á síðastliðnu ári notaðie tækifærið til að spyrja fólk, sem ég hitti að ma > hvort það keypti íslenskan fisk, og hvermg hana líkaði. Svörin sem ég fékk komu mér nokku óvart. Allmargir höfðu lent í því, að fá fisk. * var lítt neysluhæfur. M.a. hafði íslensk fjölsky ’ sem þarna býr, oftar en einu sinni lent á flök ! sem farið var að slá í. Vegna þeirrar reynslu keyP^ þessi fjölskylda kanadískan fisk. Taldi hún han síst lakari, auk þess sem hann væri ódýrari. Góð vara auglýsir sig sjálf. Þetta sannleiksk á ekki siður við um fisk en aðra vöru. Um ÞeS ^ mundir eru ýmis teikn á lofti sem benda til vaxa^]j gengis fiskafurða. Veitingahús eru í auknum m farin að bjóða ýmiss konar sjávarrétti. Offuu ^ sem gripið hefur um sig kann einnig að stuðl3 aukinni fiskneyslu. í þeim bókmenntum, sem þetta fjalla, er fiskur hátt á blaði yfir neskil^^ fæðutegundir. Mikið er undir þvi komið að verði ekki fyrir vonbrigðum. 478 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.