Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1982, Page 52

Ægir - 01.10.1982, Page 52
Auðun Ágústsson og Stefán A. Kárason: Tæknideild Fiskifélags íslands Nýtni aflbúnaðar NORDFORSK-samstarfsverkefni / framhaldi af umfjöllun í 4. og 9. tbl. Ægis 1982, veröur verkefnið ,,Nýtni aflbúnaðar “ kynnt hér og gerð grein fyrir niðurstöðum þeirra mæl- inga, sem gerðar hafa verið fram til þessa. Inngangur: Markmið þessa verkefnis er tvíþætt. Annars vegar að mæla ,,eyðslustuðul“ véla frá hinum ýmsu framleiðendum, við mismunandi álag. Hins vegar að mæla olínotkun við mismunandi samspil snúningshraða og skurðar skrúfu, miðað við sigl- ingahraða. í sambandi við aðalvélar skipa, er talað um eyðslufrekar vélar og eyðslugrannar vélar, og er ýmist átt við mun milli véla mismunandi framleið- enda eða milli véla frá sama framleiðanda. Ekki eru menn á eitt sáttir um hve mikinn mun hér er um að ræða, og hefur Tæknideild því áhuga á að skoða þetta mál nokkuð. Venjulega gefa framleið- endur véla eyðslustuðul upp við fullt álag á vél en yfirleitt við mismunandi snúningshraða. Þar sem aðalvélar eru sjaldnast keyrðar undir fullu álagi, er að okkar mati áhugavert að sjá hvernig stuðullinn breytist með mismunandi álagi og á mismunandi snúningshraða. Ekki er vist að eyðslumunur véla mismunandi framleiðenda, sem virðist í fljótu bragði vera til staðar, sé eingöngu mismunandi eyðslustuðli um að kenna. Verið getur að við vélar frá ákveðnum vélaframleiðanda sé jafnan valinn skrúfubúnaður frá sama skrúfuframleiðanda, en sá skrúfubún- aður sé ekki notaður annars staðar, og þannig get- ur komið fram munur sem alls ekki er háður vél- inni sem slíkri. Það er því nauðsynlegt í þessu sam- bandi að skoða vélbúnaðinn í heild. Skiptiskrúfubúnaður er ákaflega þægilegur í notkun enda er slíkur búnaður almennt um borð í íslenskum fiskiskipum, nema þeim alminnS Önnur hlið á þessum búnaði er sú, að með ho ^ er hætta á að óþarflega mikilli olíu sé eytt, hefur því skiptiskrúfubúnaðurinn jafnvel ve kallaður olíuþjófurinn. Þekkt er að olíueyðs ^ eykst við aukinn snúningshraða og minnkuu skurði miðað við sama siglingahraða, en hv mikið þetta er í reynd vilja menn sjá. Tækm hefur í hyggju að mæla þetta samspil í y01 skipum, mismunandi að stærð og með mis andi vélabúnað. , Qí Ýmislegt af því, sem hér hefur verið drepið a, ^ fyrirhugað er að mæla, er einfalt að reikna ut^._ okkar reynsla er sú að menn trúa frekar tn ^ niðurstöðum en niðurstöðum fræðilegra utre . inga sem viðkomandi þekkir hvorki haus ne sp á. . þyí í þessari kynningu verður gerð grein fyrir hvernig að mælingum er staðið, mælitækjun1^ ^ mælitækni sem notuð er, og nokkuð fjaha ^ niðurstöður sem fengust í þeim tveim skipun1 mæld hafa verið. 556 —ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.