Ægir - 01.01.1983, Síða 15
einnig varað við þeim hættulegu áhrifum sem verð-
bólgan innanlands og þar afleiðandi kostnaðarhækk-
anir hafa á samkeppnisaðstöðuna erlendis. Þarf
ekki að orðlengja, að á þessu ári hefur heldur sigið
á ógæfuhliðina í þessu efni, sérstaklega þegar þess
er gætt, að ókleift er að flytja hina innlendu verð-
bólgu út með hækkun markaðsverðs afurðanna.
Nú má enginn halda, að erfiðleikar okkar ís-
lendinga i þessu efni séu einsdæmi, þótt verðbólg-
an hjá okkur setji ýmis formerki, þar sem hún er
einsdæmi i þeim heimshluta sem við teljumst til og
höfum langmest viðskipti við.
Utgerðar- og fiskimenn og framleiðendur sjáv-
arafurða annarra þjóða hins vestræna heims eru
einnig í erfiðri stöðu. Hækkun afurðaverðs hefur
yfirleitt ekki fylgt hækkun framleiðslukostnaðar,
einkum verði á orku, en einnig vegna harðnandi
samkeppni frá þjóðum þriðja heimsins. Sá er þó
aðstöðumunur, að ýmsir keppinautar okkar njóta
beinnar og óbeinnar opinberrar fyrirgreiðslu og
styrkja, sem við höfum enganveginn efni á að
greiða.
En þrátt fyrir hinn opinbera stuðning er staða
margra keppinauta okkar erfið, sem væntanlega
raa þá rekja til þess, að þeir nýta hina opinberu
fyrirgreiðslu að miklu eða öllu leyti til að halda
niðri hráefnisverði og til undirboða á mörkuðum.
A s.l. ári hlaut norskur sjávarútvegur um 1.400
milljónir norskra króna úr ríkisjóði, samkv. opin-
berum norskum skýrslum, þar af fóru tæplega 600
milljónir til uppbóta á fiskverði.
Meðalverð á þorski á A-strönd Kanada var á
fyrstu 7 mánuðum þessa árs 36.6 kan. cent pr. kg.
og hafði einungis hækkað um 0.2 cent milli ára.
Þetta verð samsvarar ísl. kr. 3.08 pr. kg. ef notað
er meðalgengi á þessu tímabili. Verð á síld, reiknað
á sama hátt, var kr. 1.77 pr. kg.
Nú er raunar lítið, sem við getum gert við þessu,
annað en að reyna eftir bestu getu að hafa áhrif
innan alþjóðasamtaka, sem hafa frjálsa alþjóða-
verslun og eðlilega viðskiptahætti á stefnuskrá,
þ-e. að reyna að ná fram alþjóðlegum samþykkt-
um um hegðunarreglur i þessu efni.
I því kreppuástandi, sem nú ríkir, stöðnun eða
samdráttur þjóðartekna velflestra þjóða heims og
aukið atvinnuleysi, hefur borið á vaxandi tilhneig-
'ngu til aukinnar verndar fyrir innlenda atvinnu-
vegi, m.a. með auknum opinberum framlögum til
atvinnuveganna, hækkun tolla o.þ.h.
Nú þarf ekki að tiunda hér hvílíkt áfall það yrði
sjávarútveginum og þar með þjóðarbúinu, ef þess-
ara tilhneiginga tekur að gæta í rikara mæli gagn-
vart viðskiptum með sjávarafurðir. í þessu efni
verðum við því að halda vöku okkar. Jafnframt
ber að forðast eftir mætti að við gefum á okkur
höggstað m.a. með aðgerðum, sem túlka megi sem
brot á samningsbundnum skuldbindingum okkar.
Ekki er úr vegi í þessu sambandi að benda á að
Kanadamenn sækja nú fast á Efnahagsbandalagið
að lækkaðir verði þar innflutningstollar á kana-
dískum fiskafurðum, eða a.m.k., að þeir sitji við
sama borð og íslendingar í því efni.
Þorskveiðar Kanadamanna það sem af er þessu
ári hafa gengið samkvæmt áætlun og er um tölu-
verða aukningu að ræða frá fyrra ári. Nokkur
samdráttur hefur hinsvegar orðið á sildar- og
karfaafla þeirra. Vegna erfiðleika margra kana-
diskra fiskvinnslufyrirtækja var í auknum mæli
horfið til þess ráðs, að selja fisk uppúr sjó, einkum
þorsk, til portúgalskra og spánskra fisktökuskipa,
þar sem fiskurinn er saltaður um borð.
Hvað varðar þorskveiðar í Barentshafi eru horf-
ur á næstu árum heldur dökkar. Alþjóðahaf-
rannsóknaráðið hefur mælt með því við norsk og
sovésk stjórnvöld, að dregið verði úr þorskafla á
þessum slóðum um 100 þús. lestir á næsta ári.
Einnig er mælt með nokkurri minnkun þorskafla í
Norðursjó.
Lánamál og afkoma.
Því miður er sú skorinorða ályktun um lána- og
afkomumál, sem samþykkt var á síðasta Fiskiþingi
í fullu gildi. Ef nokkuð er, hefur fremur sigið á
ógæfuhliðina en hitt. Nokkur samdráttur hefur
orðið á afla á botnfiskveiðum að ógleymdri stöðv-
un loðnuveiða. Þá má nefna erfiðleika á helstu
mörkuðum, m.a. sökum óhagstæðrar verðlagsþró-
unar.
Meginástæðan felst þó í hinum innlendu verð-
tryggðu hækkunum reksturskostnaðar þ.m.t.
vinnulaun og því hve fyrirtæki eru vanbúin að
mæta jafnvel minniháttar áföllum, sökum skorts á
eigin lausafé, litlum eða engum varasjóðum, sem
gera þau langtum um of eða jafnvel algjörlega háð
óhagstæðum lánum, sem þó eru af skornum
skammti, sökum minni sparnaðar almennt. Sparn-
aður fyrirtækja hefur mjög dregist saman. Sparn-
aður einstaklinga hefur og dregist saman, þótt
ástæðan sé öðrum þræði önnur, sem sé ótti þeirra
við áhrif verðbólgunnar á verðgildi sparifjár.
ÆGIR — 3