Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1983, Qupperneq 16

Ægir - 01.01.1983, Qupperneq 16
Skömmu eftir mitt þetta ár var gripið til ráðstaf- ana, sem í reynd voru of seint á ferðinni og duga skammt, enda gengu þær mun skemur en a.m.k. hluti ríkisstjórnarinnar vildi og taldi æskilegt. Raunar var um uppsafnaðan vanda að ræða að hluta. Þetta er auðsætt þegar litið er á lausa- fjárstöðu fyrirtækja og sjóða. Of lengi var reynt frá árinu 1980 að halda gengi krónunnar stöðugu og treyst á vaxandi afla og áframhaldandi hagstæð ytri skilyrði, án þess að gripið væri til nægilegra hliðarráðstafana, þannig að þenslan í hagkerfinu minnkaði. Þegar litið er til baka, má segja, að slikar nauð- synlegar ráðstafanir ef gerðar hefðu verið, hefðu reynst auðveldari, vegna þess góðæris, sem þá ríkti. Öllum hugsandi mönnum ætti að vera orðið ljóst, að gengissig eða beinar gengisbreytingar eru einungis bráðabirgðaúrræði og leysa ekki vanda til lengri tíma á meðan við ekki rjúfum vítahring verð- og kauptrygginga. Vegna þess að skattamál voru ekki tekin til sér- stakrar meðferðar á 40. Fiskiþingi, leyfi ég mér að endurtaka hér hluta þess, sem sagt var um þau mál í skýrslu minni þá: ,,Nú geta fyrirtæki lagt 25°7o af hagnaði í vara- sjóð. Af afganginum greiðist 65% i skatt. Fyrir- tæki, sem ekki skila hagnaði vegna reksturserfið- leika greiða ekki tekjuskatt. Einnig kemur upp- safnað tap fyrri ára til frádráttar skatti hjá öllum fyrirtækjum. Aðstöðugjald verður að greiða, hvort sem fyrirtæki skilar hagnaði eða um tap- rekstur er að ræða. Um eignaskatt er það að segja, að hann er nú reiknaður af fasteignamati eigna, sem er orðið langt umfram söluverð t.d. fisk- vinnslustöðva. Ég vil leggja til við þá nefnd, sem fær til umfjöll- unar afkomu sjávarútvegsins, að hún athugi hvort ekki sé rétt að leggja til og leggja áherslu á, að tekjuskattar verði lækkaðir verulega, og að aðstöðugjald verði lagt niður, því að það er ekkert annað en eignaupptaka. Eignaskatta í núverandi mynd verður líka að skilgreina sem eignaupptöku, bæði atvinnuhúsnæðis og ibúða. Þessu þarf að breyta. Nú eru vextir af bankainnstæðum og almennum skuldabréfum skattfrjálsir. Arður af hlutabréfum er hinsvegar skattlagður. Þetta verkar þannig, að fólk vill heldur eiga fé i banka, heldur en að leggja fé í fyrirtæki. Þessu þarf að breyta, þannig að fólk finni hag i því að leggja fé sitt í atvinnurekstur. Þá má minna á, að víða erlendis eru felldir niður skattar eða verulega skattaívilnanir veittar þeim einstaklingum, sem leggja fé sitt í áhættusaman rekstur, eins og það er gjarnan nefnt.“ Um selveiðar get ég verið fáorður. Öllum sem hér eru staddir, er kunnugt um þá starfsemi, sem fram hefur farið á þessu ári að tilhlutan samtaka framleiðenda og viðleitni til að halda selastofn- inum hér við land í skefjum. Öllum sem starfa við sjávarútveg er einnig fullkunnugt um hvaða ástæð- ur liggja þar að baki. I þessu sambandi vil ég því aðeins koma með til- vitnun úr ritstjórnargrein í Ægi, 9. tbl. 1982: „Stjórn Fiskifélagsins samþykkti á fundi í janú- ar á þessu ári, að sendir skyldu menn útaf örkinni til að kanna þessi mál í Noregi og á Nýfundna- landi, enda einna mest stundaðar selveiðar þaðan á norðanverðu Atlantshafi. Fiskifélagið hefur haft allmikil afskipti af selveiðum og hefur Fiskiþing jafnan hvatt til þess, að selastofninum verði haldið innan skynsamlegra marka með tiltækum ráðum. Má og í þessu sambandi minna á, að sett var á laggirnar sérstök selanefnd á árinu 1974 að frum- kvæði stjórnar félagsins og með samþykki sjávar- útvegsráðherra til að kanna fjölgun og útbreiðslu sels og fæðuval, svo og samband sníkjudýra og sels. í nefnd þessari áttu sæti fulltrúar framleiðenda sjávarafurða, svo og frá Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins, Búnaðarfélagi íslands og Náttúru- verndarráði. Formaður nefndarinnar var tilnefnd- ur af Fiskifélaginu. Áþekkar athuganir og nefnd þessi stóð að hafa farið fram bæði í Noregi, á Bretlandseyjum, eink- um við norðanvert Skotland og í Kanada. Niðurstöður þessara rannsókna eru samhljóða: a) Ef selurinn er látinn óáreittur fjölgar honum mjög, allt að 5—6% á ári. b) Hann etur mikinn fisk. c) Staðfest er, að selurinn er hlekkur i lífkeðju sníkjudýra. I beinu framhaldi af störfum selanefndar tóku samtök framleiðenda sjávarafurða höndum saman um aðgerðir til að hefta enn frekari fjölgun sela, og draga þannig a.m.k. úr þeim vanda, sem við er að glíma. Allhart hefur verið deilt á þessa starfsemi, oftast af þeim, sem þessum málum eru lítt kunnir og hafa 4 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.