Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1983, Qupperneq 18

Ægir - 01.01.1983, Qupperneq 18
hóps, sem sjávarútvegsráðherra hafði skipað um endurnýjun fiskiskipastólsins. 40. Fiskiþing féllst í meginatriðum á niðurstöður starfshópsins og gerði ályktun í því efni. Sjávarútvegsráðherra hefur nú einnig lýst yfir stuðningi við þessar tillögur. Stjórnun fiskveiða. Ég mun ekki fara mörgum orðum um ályktun og tillögur 40. Fiskiþings í þessu efni. Þær voru sam- þykktar og framkvæmdar svo til óbreyttar og nutu atfylgis samtaka sjómanna og útvegsmanna. Stjórn fiskveiða, sérílagi veiða á botnfiskum, en einnig fiskveiðistefnan í heild hefur verið í stöðugri mótun mörg undangengin ár. Jafnan hefur verið ályktað um þessi mál á Fiskiþingi. Fer ekki á milli mála, að sú tillögugerð, sem hér hefur farið fram, hefur haft mikil áhrif á mótun stefnunnar og til nauðsynlegra breytinga, sem reynslan hefur sýnt skynsamlegar frá ári til árs. Þær breytingar, sem síðasta Fiskiþing lagði til að gerðar yrðu og komu til framkvæmda á þessu ári þóttu mjög til bóta. Milliþinganefnd um fiskveiðistefnu. Vegna þeirrar umræðu m.a., sem orðið hefur hér á þinginu i mörg ár um kosti og galla hinna ýmsu tegunda kvótaskiptingar fiskafla á skip, sem ár- angursríkrar leiðar til markvissrar nýtingar hinna ýmsu fiskstofna, einkum þó botnfisks, ákvað 40. Fiskiþing að kjósa milliþinganefnd ,,til þess að kanna, hvort hagkvæmt þykir og vilji er til þess að taka upp kvótafyrirkomulag á fiskveiðum 1983 í stað þess skipulags, sem nú er lagt til að verði 1982“, eins og segir í samþykkt þingsins. Nokkuð dróst, að þeir aðilar, sem tilnefna áttu fulltrúa í nefndina, gengu frá tilnefningum. Strax að þeim fengnum eða 17. febr. þessa árs, var kallaður saman fundur. Nefndin hélt síðan nokkra fundi. Jafnframt unnu starfsmenn Fiskifélagsins að nauðsynlegri gagnasöfnun og úrvinnslu. Skjótlega kom í ljós, að meirihluti nefndar- manna var fylgjandi óbreyttri eða lítt breyttri fisk- veiðistefnu og stjórnun fiskveiða á næsta ári og gilt hefur á þessu ári. Minnihlutinn lagði til allveruleg- ar breytingar frá núgildandi fyrirkomulagi. Þessi álit liggja fyrir þinginu, svo og greinargerð F.F.S.Í. og tillaga Marteins Friðrikssonar um skiptingu þorskafla eftir gæðamatsniðurstöðum. Nú leitum við allir leiða til skynsamlegrar nýt- ingar fiskstofnanna, leiða, sem í senn eru mark- vissar en þó um leið einfaldar og auðveldar í fram- kvæmd, og sem unnt er að laga að breytilegum út- gerðar- og vinnsluháttum. Ég hefi átt þess nokkurn kost að kynnast fyrir- komulagi því sem nú gildir í Noregi og Kanada við stjórn fiskveiða. í báðum þessum löndum, þótt við ólíkar kringumstæður sé að etja í hvoru fyrir sig, eru stjórnkerfin flókin og etja i hvoru fyrir sig, eru stjórnkerfin flókin og þung í vöfum og mjög kostnaðarsöm. Kanadamenn, ólíkt Norðmönnum, hafa undanfarið verið að auka afköst veiða og vinnslu, vegna þeirrar aflaaukningar, sem þar hefir orðið og búist er við á næstu árum. Komið hefur í ljós, að kostnaður vegna stjórnar á veiðum þar í landi hefur vaxið í réttu hlutfalli við aukningu afkastagetu fiskiskipastólsins. Að mínu mati er nauðsynlegt, að við gefum þessu atriði einnig gaum, bæði á þessu þingi og í framtíðinni. Laxveiðar í sjó. Snemma á þessu ári, 18.—22. janúar, var efnt til ráðstefnu laxveiðiþjóða til að semja um laxveiðar i sjó í norðanverðu Atlantshafi. Samkomulag náðist og hefur þegar verið staðfest af nokkrum ríkjum. Þótt Hafréttarsáttmálinn hefði á þeim tíma ekki hlotið formlega afgreiðslu á III. Hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna, má segja, að sú grein hans sem fjallar um laxveiðar, hafi verið höfð að leiðarljósi á fundum þessarar ráðstefnu um lax- veiðar. Þessi grein sáttmálans er engan vegin skýr og ótvíræð, enda málamiðlun eftir margra ára samningaþjark. Hinsvegar er það mitt mat og margra annarra, að ákvæði þessarar greinar séu til hagsbóta þeim ríkjum, þaðan sem laxinn er upp- runninn, og tryggi verulega rétt þeirra til ákvörð- unar hámarksafla og veiðiheimilda. Segja má kost og löst á samningi þessum, sem gerður hefur verið um laxveiðar í Norður-Atlants- hafi. Kostir eru þeir helstir að, 1. laxveiðar eru bannaðar á úthafinu, 2. laxveiðar annarra aðila en Færeyinga og Grænlendinga eru bannaðar utan 12 mílna, 3. í inngangi er vísað til uppkasts að hafréttar- sáttmála, mætti samt hafa verið orðað með ákveðnara hætti, 4. sett er á laggirnar stofnun, sem setja á nánari reglur um ýmis mikilsverð atriði, sem varða 6 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.