Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1983, Qupperneq 21

Ægir - 01.01.1983, Qupperneq 21
þann hátt að ávallt sé um jafnan og stöðugan aðflutning að ræða. Að ekki sé talað um mikið hráefnisframboð á stöðum, þar sem ekki er til vinnuafl til að vinna aflann að jafnaði, hvað þá í hrotum. Nú síðast en ekki síst má nefna ferskfisk- og út- flutningsmatið, sem gera þarf úrbætur á. Það má því ljóst vera, að þýðingarlaust er að leita orsaka vandans hjá neinum einum aðila í þessu efni. Til þess er of margir þættir samtvinn- aðir. Eg vík þá að starfsemi einstakra deilda félagsins, °g get þess um leið, að endurskoðaðir reikningar Fiskifélagsins fyrir árið 1981 liggja hér frammi, svo og reikningar þriggja fjórðunga þessa árs, ásamt fjárhagsáætlun fyrir árið 1983. Hag- og skýrsludeild. Aðalskýrsla um útgerð, aflabrögð, vinnslu sjáv- arafla og útflutning — Útvegur 1—2, kom út á s.l. vori. Þá er einnig lokið við sérstakt yfirlit um rekstur fiskiskipastólsins á s.l. ári. Ennfremur var unnið að ýmsum sérverkefnum fyrir Alþingi, ráðu- neyti og stofnanir, bæði innlendar og erlendar, svo sem Alþjóðahafrannsóknaráðið, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, Efna- hags- og framfarastofnunina o.fl. Lokið var við að tölvusetja og vinna útreikninga, greiðslur og bók- hald Aflatryggingasjóðs. Sparar þetta allmikla vinnu og hefur mjög flýtt afgreiðslu mála og erinda. Þá var unnið töluvert starf fyrir milliþinganefnd um fiskveiðistefnu — bæði söfnun gagna og úr- vinnslu þeirra. Útgáfu- og fræðslumál. Auk þeirra skýrslna um útgerð og aflabrögð, svo og um rekstur fiskiskipastólsins, sem nefndar voru að framan, voru gefnar út tvær bækur á vegum fé- lagsins. Önnur þeirra „Vistfræði sjávarins og fisk- stofnarnir við ísland“ er ætluð til leiðbeiningar og kennslu í framhaldsskólum og sem viðbótar- kennsluefni í sjóvinnu í 9. bekk grunnskóla. Hin bókin „Allra veðra von“ er séprentun á greinaflokki sem upphaflega birtist í Ægi, um veð- ur og veðurfræði. Var bókin m.a. gefin út fyrir aeggjan skólastjóra Stýrimannaskólans og Veður- stofu íslands. Utgáfa tímaritsins Ægis og íslensks sjómannaal- manaks var með svipuðu sniði og undangengin ár. Nú er lokið við að semja viðamikið efnisyfirlit fyrstu 25 árganga Ægis. Þarf hið fyrsta að taka ákvörðun um, hvernig útgáfu þess verður háttað. Þá má geta skýrslu um notkun svartolíu, sem út kom snemma á árinu. Fyrir þinginu liggur ítarleg skýrsla fræðsludeild- ar félagsins. Þar kemur fram, að á siðasta skólaári fór sjóvinnukennsla fram í 48 skólum og er sú tala óbreytt á því skólaári sem nýhafið er. Fjöldi nem- enda í sjóvinnu er nú um 670, þar af rúmlega helm- ingur í bæði verklegu og bóklegu sjóvinnunámi. Kennaranámskeið var haldið á árinu. Stefnt er að þv'í í samvinnu við Kennaraháskólann, að slík námskeið verði haldin annað hvert ár. Þá voru haldin sjö fullorðinsnámskeið í siglingafræði víðs- vegar um land, þar af þrjú í húsi Fiskifélagsins. Ennfremur hefur Fiskifélagið aðstoðað skóla í Reykjavík og nágrenni við útgerð skólabáts. Fiskeldi. Aðalstarf félagsins, sem áður, á þessu sviði felst í ráðgjöf og ráðleggingum til þeirra, sem þegar eru komnir með fiskrækt og eldi, svo og ýmsar undir- stöðurannsóknir fyrir aðila, sem hefja vilja fram- kvæmdir i þessu efni. Má geta þess, að á árinu kom út eitt tbl. Ægis sem helgað var fiskrækt og fiskeldi. Áfram var unnið að rannsóknum og fram- kvæmdum í Ólafsfjarðarvatni og Lóni í Keldu- hverfi, þar sem vænlegur árangur hefur náðst. Þá var haldið áfram athugunum fyrir sveitarfélög á Austfjörðum í því skyni að finna staði þar sem aðstæður eru heppilegar fyrir fiskeldi. Niðurstöð- ur þessara athugana hafa verið neikvæðar fram að þessu. Fylgst er með framþróun og framkvæmdum fiskeldis í sjó erlendis, eftir bestu getu. Athyglis- verður árangur hefur þegar náðst við eldi áls og sandhverfu í Evrópu. Er þar víða notaður tilfall- andi afgangshiti frá iðjuverum. Sérstök skýrsla um starfsemi fiskræktardeildar liggur fyrir þinginu. Aflatryggingasjóður. Útreikningar bóta úr hinni almennu deild sjóðs- ins var með svipuðu sniði og undanfarin ár, þ.e. mánaðargreiðslur í samræmi við þar til settar regl- ur á vetrarvertíð og haustvertíð. Nokkrar breyt- ingar hafa verið gerðar á þeim reglum, sem fylgt er, einkum til að fyrirbyggja misnotkun. Greiddar ÆGIR — 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.