Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1983, Síða 24

Ægir - 01.01.1983, Síða 24
það. Að vísu hefir það alltaf verið svo, í gegnum tíðina, að verulegar sveiflur hafa verið í afla frá ári til árs. Stjórnun fiskveiða hefir verið í landinu undan- farin ár. Aflahámark á mörgum fisktegundum og allskonar veiðitakmarkanir. Það eru eflaust allir þeir, sem nálægt sjávarútvegi koma, hvort sem það er á sjó eða landi, sammála í dag um, að ekki gilti lengur frelsið til þess að veiða að eigin geðþótta. Hér vantar að koma á víðtæku samkomulagi um stjórnun fiskveiða og mótun ákveðinnar fiskveiði- stefnu. Fiskifélag íslands og Fiskiþing hafa lagt drjúgan skerf til þessara mála og rætt þau mikið. Því var svohljóðandi tillaga samþykkt á Fiskiþingi í fyrra: ,,40. Fiskiþing samþykkir að kjósa milliþinga- nefnd til þess að kanna hvort hagkvæmt þykir og vilji er til að taka upp kvótafyrirkomulag á fiskveiðum 1983 í stað þess skipulags, sem nú er lagt til að verði 1982. Nefndin kynni sér viðhorf í hinum ýmsu landshlutum og útgerðarstöðum og kanni mismunandi aðferðir. Nefndin miði störf sín við að kynna tillögur sínar á fjórðungs- þingum fiskideildanna næsta haust.“ Milliþinganefndin hélt 4 fundi, ræddi málin ítar- lega, og viðaði að sér margskonar upplýsingum. Hlutverk nefndarinnar var i raun afmarkað við það hvort ætti að taka upp kvótafyrirkomulag við stjórnun fiskveiða. Fiskimálastjóri lagði áherslu á að nefndin skilaði áliti og gerði tillögur, sem hægt væri að leggja fyrir Fjórðungsþings fiskideildanna. Var það síðan gert og þessi álit nefndarmanna rædd. Það er einnig hlutverk þessa þings, að taka nefndarálitin til um- ræðu og gera samþykktir i málinu. Nefndin varð ekki sammála um álit og komu því fram 3 nefndar- álit og það má segja fjögur, því fulltrúi Far- manna- og fiskimannasambands íslands, Ingólfur Stefánsson, lagði fram og gerði grein fyrir hug- myndum F.F.S.Í., en þing sambandsins hafði sam- þykkt að halda sama kvótafyrirkomulagi og nú gilti a.m.k. fyrst um sinn. Álit Hilmars Bjarnasonar er á fylgiskjali 1 og er þannig: ,,Stjórnun botnfiskveiða árið 1983. 1. Heildarþorskafli verði 400 þús. tonn, eða sam- kvæmt því sem fiskifræðingar telja eðlilegt til að viðhalda heildarstærð hrygningarstofnsins eins og hann er áætlaður nú, um 570 þús. tonn. 2. Heildarþorskafla verði skipt á milli báta og togara. 3. Fyrir áramót verði ákveðið aflahámark á ýsu, ufsa, karfa og grálúðu, samkvæmt tillögum fengnum frá fiskifræðingum um það hvað veiða má úr þessum fiskstofnum á árinu 1983.“ Þessu áliti fylgir greinargerð, þar sem tillagan er nánar skilgreind. Þá er á fylgiskjali 11 álit fjögurra nefndarmanna, þeirra Vilhelms Þorsteinssonar, Guðmundar Guðmundssonar, Halldórs Ibsen og Ágústs Einarssonar og nefna þeir álitið: Rök- semdir fulltrúa útvegsmanna gegn kvótafyrir- komulaginu. Eru þær í 5 liðum: 1. „Undirritaðir eru sammála um að verði settur kvóti á flotann þá hljóti hann að ná til allra skipa þ.e. bæði togara og báta og allra fisk- stofna. Slíkt kerfi yrði það viðamikið, kostn- aðarsamt og flókið að óráðlegt og í raun óframkvæmanlegt er að ráðast í það. 2. Sú fiskveiðistefna, sem gildir á árinu 1982 er að mati okkar mjög viðunandi þ.e. í fyrsta lagi heildarþorskafla báta og togara og í öðru lagi þorskveiðitakmarkanir á annars vegar báta og hinsvegar togara. Til dæmis hefir sú breyting, sem gerð var á skrapdagakerfi togaranna í ár sniðið helstu vankanta af því kerfi og eru menn almennt ánægðir með það. 3. Við erum sammála varðandi það að ef settur yrði aflakvóti á einstök skip myndi það leiða til þess að sá hvati, sem hefir skapað duglega og aflasæla skipstjóra og sjómenn myndi hverfa og meðalmennskan halda innreið sína. 4. Við bendum á að þorskafli togaraflotans fyrstu fimm mánuði þessa árs hefir dregist saman um 40% frá árinu 1981 og má fullyrða að enginn möguleiki er fyrir togaraflotann að vinna upp þennan samdrátt það sem eftir er ársins og ná þeim þorskafla sem við var miðað í upphafi árs. Þessi staðreynd talar sínu máli. Virðist því ekki vera ástæða til þess að setja þroskkvóta á togara svo sem raddir voru um áður fyrr. 5. Við erum sammála um það að mótmæla harð- lega stækkun fiskiskipaflotans og ítrekum 12 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.