Ægir - 01.01.1983, Blaðsíða 26
leyfa meiri veiði en 400 þús. tonn af þorski, í stað
450 þús., sem aðrir gera tillögu um.
Tillögur Hilmars eru í samræmi við samþykktir
Fjórðungssambands fiskideilda á Austurlandi
undanfarin ár. Rétt er að ræða nánar þetta álit og
þau rök, sem Hilmar færir fyrir kvótafyrirkomu-
lagi. í fyrsta lið er gert ráð fyrir að veitt verði 50
þús. tonnum minna af þorski en nú er leyft. Ef
hrygningarstofninn þoli ekki þetta hámark skal
taka mið af skoðunum fiskifræðinga. Helminga-
skipti verði óbreytt milli báta og togara. Þá er i
þriðja lagi lagt til að ákveðið verði aflahámark
annarra botnfisktegunda.
Gert er ráð fyrir kvótafyrirkomulagi jafnt á báta
sem togara, og að ekkert skip megi veiða meira en
ákveðna tonnatölu af þorski á ári og yrði þá stuðst
við hugmyndir Vestmannaeyinga þar um. Þá
leggur Hilmar til að stuðst verði við hugmyndir
Jónasar Blöndal um ígildiskvóta og hverju skipi
úthlutað ákveðnu hámarki af aflaeiningum.
Jónas Blöndal lagði fram vel unnið umræðu-
plagg um svonefnda igildiskvóta og fékk milli-
þinganefndin það í hendur. Þetta innlegg Jónasar
er áreiðanlega ítarlegasta skýring á því, hvernig er
hægt að taka upp hugsanlegt kvótafyrirkomulag á
botnfiskveiðum.
Því er ekki að leyna að hugmyndir Jónasar um
lausn á kvótakerfi sýna að um vandasamt verk er
að ræða og erfitt að fullnægja öllu réttlæti. Þó
skilst mér að með kvótakerfinu væri auðveldara að
hafa stjórnun á fiskveiðunum, en með núverandi
stjórnkerfi. Allar breytingar eru erfiðar í fyrstu og
þær þurfa ekki allar að gerast í einu vetfangi. Tim-
arnir breytast og mennirnir með. Við höfum þegar
tekið upp kvótakerfi á veiðum nokkurra fiskteg-
unda, vegna þess að það var óhjákvæmilegt.
Fiskveiðiþjóðir eins og Norðmenn og fleiri þjóð-
ir hafa stjórnað sínum veiðum með kvótafyrir-
komulagi á skip til verndar fiskstofnum. Nú lýsa
þeir því yfir sjálfir, að fiskveiðistefna þeirra muni
bera góðan árangur.
Fari þorskafli minnkandi, eins og margt bendir
til í dag, þá verður að taka upp ákveðnari fisk-
veiðistefnu en nú er í gildi. íslenska þjóðin er fá-
menn og hún hefur sýnt það að hún hefur lært að
búa við landið og hafið eins og það er. Það eyðist
allt, sem af er tekið. Við verðum að fara að fiski-
miðunum með gát. Dæmin um eyðinguna eru svo
sláandi, þegar veiðigleði mannsins fær óhefta út-
rás. Þessvegna eru allir sammála um, að það verði
að stjórna öllum fiskveiðum í dag. Röksemdin um
að aflasælustu mennirnir njóti sín ekki með kvóta-
fyrirkomulagi er talin mikilvæg af andstæðingum
kvótafyrirkomulags. Það er verið að gera lítið úr
meðalmennskunni, en ætli það sé ekki svo, að
flestir bæði á landi og sjó séu í þeim hópi og þeirra
hlutur sé býsna drjúgur, þegar allt kemur til alls.
Kvótafyrirkomulagið leiðir efalaust til betri
meðferðar á afla og því meira verðmætis. Sóknin
yrði ekki eins hörð og margskonar sparnaður t.d. i
olíueyðslu skipanna.
Ég hefi lengi verið þeirrar skoðunar, að það ætti
ekki að veiða meiri fisk en íslendingar gætu sjálfir
gert að útflutningsvöru. Það er ekkert vit í því að
flytja inn erlent vinnuafl til fiskvinnslu. Það kemur
líka að því að vinnutími hjá verkafólki við fisk-
vinnslu í landi verði sambærilegur við annað
starfsfólk.
Þegar ber á því, að fólk vill fara í aðra vinnu en
fiskvinnu vegna of langs vinnutima. Ef þessu væri
framfylgt er stjórnun fiskveiða enn brýnni.
E.t.v. hefi ég farið nokkuð út fyrir hið afmark-
aða umræðuefni, sem er kosning og starf milli-
þinganefndarinnar um það hvort ætti að taka upp
kvótaskiptingu á næsta ári. Ég vona að Fiskiþing
sem má teljast samnefnari þess fólks, sem við
sjávarútveg fæst verði svo lánsamt að benda á ör-
uggar leiðir til stjórnunar fiskveiða íslendinga með
verndun fiskstofnanna að leiðarljósi.
14 — ÆGIR