Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1983, Qupperneq 27

Ægir - 01.01.1983, Qupperneq 27
Jón Páll Halldórsson: Rekstrarskilyrði sjávarútvegsins Þingforseti. Góðir þingfulltrúar. Þegar Fiskiþing 1982 kemur saman blasir við okkur dekkri mynd af stöðu og horfum í efna- hagsmálum, heldur en við hefur blasað um langt árabil. Má því segja með sanni, að skjótt hafi skip- azt veður í lofti á þessu sviði. Ýmis ytri skilyrði þjóðarbúsins hafa á skömmum tíma snúizt til verri vegar, samhliða auknum hraða í víxlgangi kaup- gjalds, og verðlags. Við þetta hefur svo bætzt sam- dráttur í framleiðslu sjávarafurða og óhagstæð þróun gengismála fyrir ýmsar greinar sjávarút- vegsins. Allt þetta hefir gengið mjög nærri afkomu fyrir- tækja í sjávarútvegi — á það bæði við um fiskveið- ar og fiskvinnslu — og lamað fjárhagslega stöðu þeirra á undanförnum mánuðum. Til að viðhalda atvinnu í landinu og forðast algjört hrun fyrirtækj- anna hefir verið gripið til gagnráðstafana ýmist í formi gengislækkana eða gengissigs. Þessar ráð- stafanir hafa lagað stöðuna í bili, en vandi at- vinnufyrirtækjanna hefir ekki verið leystur. Lausn vandans hefir aðeins verið slegið á frest. Þetta er sú staða, sem útflutningsfyrirtækin horfast í augu við í dag. Það virðist nokkuð augljóst, að sá vandi, sem við blasir, verður ekki leystur nema með samræmdum aðgerðum. Það er því nauðsynlegt að þessi mál verði skoðuð í víðara samhengi, heldur en við höf- um e.t.v. stundum gert, og fái vandaða umfjöllun á þessu Fiskiþingi. Framtíð sjávarútvegsins hlýtur mjög að mótast af því, hvaða skilyrði honum verða búin á næstu mán- uðum. Stöðugur hallarekstur fyrirtækja getur lam- að svo þennan atvinnuveg að ungt fólk vilji ekki starfa í honum og þeir sem fyrir eru hætti og leiti sér starfa á öðrum sviðum, og hljóta allir að sjá, hvert slíkt leiðir. Það hlýtur að verða meginmarkmið, að vel rekin fyrirtæki í sjávarútvegi skili eðlilegum hagnaði og geti staðið sjálf undir verulegum hluta af endurnýj- un og uppbyggingu. Þetta þýðir, að horfið verði frá þeirri núll-afkomustefnu sem hér hefir verið ráðandi um árabil. Þessu markmiði verður ekki náð, nema gengi krónunnar verði á hverjum tíma rétt skráð, þar sem gengið er meginþátturinn og sá, sem mestu ræður, í tekjumyndun sjávarútvegsins. Á undan- förnum árum hafa gengisbreytingar ávallt komið eftirá, til að leiðrétta það, sem þegar hefir gerzt, leysa til bráðabirgða uppsafnaðan vanda. Þær hafa aldrei miðað að því að skapa fyrirtækjunum eðlileg- an rekstursgrundvöll. Á þessu þarf nauðsynlega að verða breyting, ef ekki á illa að fara. Það er í sjálfu sér mjög æskilegt að halda gengi gjaldmiðilsins sem stöðugustu, en það markmið næst ekki á verðbólgutímum, án illbærilegra fórna. Þar af leiðir, að jafnhliða verður að gera nauðsyn- legar ráðstafanir, sem tryggi stöðugra gengi krón- unnar. Flöggva verður því að rótum vandans, sem felst m.a. í því verðtryggingakerfi, sem hér er við lýði og tryggir yfirleitt flest, nema sæmilega rekst- ursafkomu fyrirtækja. Þá má nefna ranga stefnu í fjárfestingarmálum og skuldasöfnun erlendis. Allt þetta leiðir til lakari afkomu atvinnugreinarinnar í heild, þegar fram í sækir. Þó að litið sé á það sem langtima markmið, að halda genginu sem stöðugustu, getur það aldrei orð- ið ófrávíkjanlegt markmið i sjálfu sér. Jafnvel þótt innlend verðbólga sé lítil sem engin, geta hagsveiflur hjá erlendum ríkjum verið afgerandi í þessu efni. Við þær ráðum við ekki, sökum þess hve háð við erum erlendum mörkuðum og tiltölulega einhæfri útflutningsverzlun. Þetta ætti þróun gengismála á þessu ári að hafa sýnt okkur, en á fyrstu 9 mánuð- um ársins hækkaði verð erlends gjaldeyris mjög mismunandi í krónum. Gengi bandaríkjadollars hækkaði t.d. um 76%, þegar gengi sterlingspunds, þýzks marks og sænskrar krónu hækkaði um 58%. Annar veigamikill þáttur, sem tengist framtíð og afkomumöguleikum sjávarútvegsins mjög, er hvaða stefna verður ráðandi í lánsfjármálum á næstu mán- uðum. Mikilvægt er, að sú stefna stuðli að aukinni inn- lendri fjármagnsmyndun og fyrirhugaðar aðgerðir til samdráttar komi ekki niður á arðbærri fjárfest- ÆGIR — 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.