Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1983, Síða 28

Ægir - 01.01.1983, Síða 28
ingu, er líkleg sé til að auka þjóðarframleiðslu og at- vinnu á komandi árum. Þetta er vissulega ekki vandalaust verk, sízt á timum almenns samdráttar i alþjóðaviðskiptum. Sjávarútvegurinn hefir margoft varað við margvíslegri óarðbærri fjárfestingu á undanförnum árum og hvatt til aðhalds í þeim efn- um, en þær aðvaranir hafa þvi miður ekki fengið hljómgrunn, fyrr en e.t.v. nú. Sú stefna, sem ráðið hefir í þessum efnum, hlýtur að vera velflestum, sem í sjávarútvegi starfa, verulegt áhyggjuefni. Yfirráð íslendinga yfir fiskimiðunum umhverfis landið eiga, ef rétt er á haldið, að geta leitt til hag- kvæmari nýtingar og lægri tilkostnaðar við veiðarn- ar en áður. Margt bendir því miður til þess, að stækkun flotans og óhjákvæmilegar veiðitakmark- anir hafi haft gagnstæð áhrif og tilkostnaður fari fremur vaxandi en hitt. Þetta er mjög óæskileg þró- un, sem sjávarútvegurinn verður að hamla á móti, þar sem hún hlýtur beint og óbeint að bitna á rekst- ursafkomu fyrirtækjanna. Athyglisvert er, að á siðasta ári jókst fjárfesting atvinnuveganna um 6%, og varð aukningin einna mest í fiskiskipaflotanum, og svo mun væntanlega einnig verða á þessu ári, þrátt fyrir ítrekuð andmæli samtaka sjávarútvegsins gegn frekari fjárfestingu í nýjum fiskiskipum. Leggja verður áherzlu á, að i framtíðinni verði stefnt að sem beztri samræmingu milli sóknargetu fiskiskipastólsins og afrakstursgetu fiskistofnanna. Það þýðir óhjákvæmilega, að næstu árin verður að takmarka verulega nýsmíði fiskiskipa og stefna að hóflegri endurnýjun, þannig að um sinn dragist heildarafköst hans nokkuð saman frá því sem nú er. Lánafyrirgreiðsla Fiskveiðasjóðs og annarra sjóða þarf að miðast við þá tryggingu, sem skynsamleg fiskveiðistefna og þar með stöðugri og jafnari afrakstur fiskstofnanna hefir í för með sér, en ekki hugsanlega verkefnaþörf islenzks skipa- smiðaiðnaðar. Á hinn bóginn er full þörf á að gera ýmsar endur- bætur til aukinnar framleiðni og betri reksturs- möguleika hjá fiskvinnslunni, en að undanförnu hefir fiskvinnslan verið í algjöru lánsfjársvelti. Eins og ávallt áður, þegar þjóðin hefir staðið frammi fyrir miklum efnahagslegum vanda, verða atvinnuvegunum settir harðir kostir, þegar að því kemur að leysa þennan vanda. Slíkt er engin ný- lunda. Það er því mikilvægt, að þær ráðstafanir, sem gerðar verða, miði að því að treysta afkomu fyrirtækjanna til lengri tíma og atvinnugrundvöll þeirra sem í sjávarútvegi starfa. Sjávarútvegurinn er og mun verða um langa framtíð höfuðstoð íslenzks efnahagslífs. Þessa stoð verður að treysta svo, að þjóðin geti byggt á henni áframhaldandi batnandi lifskjör. Ályktanir 41. Fiskiþings Endurskoðun fiskveiðilaga 41. Fiskiþing beinir eftirfarandi atriðum til nefndar þeirrar er vinnur að endurskoðun fisk- veiðilaga: 1. Að tilvisan fjórðungsþings Fiskdeilda Sunn- lendingafjórðungs: a) Að lagst verði gegn öllum breytingum á tog- veiðum, sem fela í sér veiðiheimildir nær landi en nú gilda fyrir Suður- og Suðvesturlandi, þó megi athuga möguleika á, að á tímabilinu frá 1. júní—31. desember, megi rýmka fyrir togveið- um á svæði sem takmarkast af linu, sem dregin er réttvísandi suður úr Hópsnesvita að sunnan og vestur úr Sandgerðisvita að norðan. b) Að tímabundin friðunarsvæði verði ekki fastbundin á sama hátt og nú er. Allt eftirlit verði stórlega aukið og lokanir gerðar fljótvirk- ari og nái yfir fyrirfram afmarkaða reiti hverju sinni. Lokanir taki gildi þegar eftirlitsmaður ákveður það með tilkynningu i talstöð. c) Að við mælingu skipa verði rúmtak látið ráða, þegar settar verða reglur um togveiði- svæði báta og togara. d) Að eftirlit með veiðum útlendinga verði svo raunhæft sem kostur er á og að einungis verði heimilaðar veiðar útlendinga í lögsögunni þegar um gagnkvæman hag er að ræða. 2. Að tilvísan fjórðungsþings Fiskideildar Reykja- vikur, Hafnarfjarðar og nágrennis: Að togbátar, sem innan ákveðinna lengdar- marka hafa veiðiheimildir inn að 3 sjómílum austan Reykjaness og vestan Snæfellsness, hafi jafnframt samskonar heimild til veiða innan 3ja mílna á svæðinu Reykjanes/Garðskagi, þ. e. frá línu réttvísandi suður frá Hópsnesi að línu í vestur frá Garðsskaga. 3. Að tilvísan 42. fjórðungsþings Fiskideilda í Vestfirðingafjórðungi: a) Að það verði meginregla við endurskoðun og breytingar á landhelgislöggjöfinni að togveiðar 16 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.