Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1983, Blaðsíða 30

Ægir - 01.01.1983, Blaðsíða 30
Greinargerð: a) Fiskiþing hvetur til þess, að á hverjum tíma verði reynt eftir föngum, að nýta selafurðir t. d. til refafóðurs o.fl. Slátur- og frystihús verði hvött til þess að auðvelda veiðimönnum nýt- ingu selafurðanna. b) Fiskiþing telur brýnt, að veiðimönnum sé gert skylt að ganga tryggilega frá þeim selskrokk- um, sem ekki er unnt að flytja til vinnslu. c) Fram hefir komið, að selormur kostar fisk- vinnslu landsmanna árlega um 1 milljón vinnustunda, eða um 60 millj. kr. á núgildandi verðlagi. d) Ormar í útfluttum fiskafurðum geta valdið ómælanlegu tjóni á erlendum mörkuðum. Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins 41. Fiskiþing beinir þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda, að Verðjöfunarsjóður fiskiðnaðarins verði í framtíðinni einungis notaður í þeim tilgangi sem upphaflega var gert ráð fyrir. Skattamál Nefndin leggur til að tillögum í b. lið ályktana Fjórðungssambands Sunnlendinga um starfsskil- yrði og afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og tillögu Marteins Friðrikssonar um sama efni, verði vísað til stjórnar Fiskifélagsins. Loðnuveiðar 41. Fiskiþing samþykkir að beina þeim ein- dregnu tilmælum til sjávarútvegsráðherra að nú þegar verði ákveðið að næsta vetur verði veitt heimild til að veiða 30 til 50 þúsund tonn af loðnu til frystingar og hrognatöku. Ef niðurstöður rannsókna í janúar benda til stærri hrygningarstofns en nú er talið, þá verði veiðiheimildir auknar með hliðsjón af markaðsað- stæðum. Hvalveiðar 41. Fiskiþing samþykkir að beina þeim tilmæl- um til ríkisstjórnarinnar, að hún kynni ítarlega á erlendum vettvangi þá þýðingu sem hvalveiðar hafa fyrir efnahagslíf okkar. Jafnframt verði kannað hvort líkur séu fyrir því, að við verðum beittir efnahagslegum þvingunum ef við mótmælum hvalveiðibanni. Stjórnun fiskveiða 41. Fiskiþing samþykkir að stjórn og fyrirkomu- lag fiskveiða verði með svipuðum hætti 1983 og verið hefur á þessu ári. Heildarþorskafli miðist við 400 þúsund smálestir og skiptist þannig á milli báta og togara: bátar 195 þús. smál. og togarar 205 þús. smál. Komi í ljós, að þorskárgangurinn 1976 reynist jafn sterkur og fiskifræðingar hafa gert ráð fyrir, þá hækki leyfilegt aflamagn í allt að 450 þúsund smálestir. Tekið verði tillit til þessarar aukningar fyrir vertíðarlok og skiptist viðbótarmagn milli báta og togara í sömu hlutföllum og gert er ráð fyrir í byrjun ársins. 1. Takmarkanir á þorskveiðum bátaflotans: 1.1. Árinu verði skipt í þrjú jafnlöng veiðitíma- bil og við það miðað, að þorskafli fari ekki fram úr: 1. tímabil jan./vertíðarlok 140 þús. smál. 2. tímabil vertíðarlok/ágúst 35 þús. smál. 3. tímabil sept./desember 20 þús. smál. Verði afli á veiðitímabili minni en áætlað er, bætist það sem á vantar við á næsta tímabili. 1.2. Þorskveiðar í net verði bannaðar 1.-15. janúar, enda gildi þá skrapdagaákvæði um þorskmagn í afla. 1.3. Tímalengd stöðvunar þorskveiða báta um páska verði ekki ákveðin í upphafi árs, heldur þrem vikum fyrir páska og þá ákveðin í sam- ræmi við reynslu af veiðunum frá byrjun vetrar- vertíðar. Lok netavertíðar miðist við þann afla sem kominn verður á land 15. apríl. Stað- bundnir bátar á svæðinu frá Horni austur um að Eystra Horni verði þó undanþegnir stöðvun í vertíðarlok á Suður- og Vesturlandi. 1.4. Þorskveiðar togbáta verði bannaðar 1.-7. maí. 1.5. Frá 23. júlí til 1. ágúst að báðum dögum meðtöldum, verði allar þorskveiðar báta bann- aðar. Þó nái það ekki til báta undir 12 tonnum, sem stunda veiðar með línu og handfærum. 1.6. Þorskveiðar í net verði bannaðar 1. júlí til 1. ágúst. 1.7. Frá 20. des. til 31. des. verði allar þorsk- veiðar báta bannaðar. 2. Takmarkanir á þorskveiðum togaraflotans: 2.1. Árinu verði skipt i þrjú jafnlöng veiðitíma- 18 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.