Ægir - 01.01.1983, Qupperneq 34
Siglingamálastofnuri ríkisins hefur nýlega
endurútgefið „Lækningabók handa sjómönnum“
og i inngangi að bókinn skrifar Hjálmar R.
Bárðarson, siglingamálastjóri eftirfarandi:
„Nokkuð er nú umliðið
síðan Lækningabók
handa sjómönnum var
uppseld. Var ætlunin
að gefa út nýja lækn-
ingabók fyrir sjófar-
endur fljótlega, en tafir
hafa orðið á útgáfunni
bæði vegna fjárhags-
örðugleika Siglinga-
málastofnunar ríkisins
og svo efnislega vegna
þess, að greinilegt var að endurskoða þurfti texta
bókarinnar vegna þróunar í læknisfræði og vegna
þess, að samtímis var nauðsynlegt að endurskoða
reglugerðina um lyf og læknisáhöld í íslenskum
skipum. Um faglegu atriðin leitaði siglingamála-
stjóri því eftir aðstoð landlæknis bæði um endur-
skoðun lækningahandbókarinnar og reglugerðar-
innar. Landlæknir hefur nú góðfúslega endur-
skoðað læknisfræðilegu atriðin í bókinni, og eru
honum og hans aðstoðarmönnum hér með færðar
bestu þakkir fyrir.
í fyrri lækningabók var kafli um aðbúnað í skip-
um og um vistarverur áhafna o.fl. Þessum atriðum
eru nú öllum gerð verulega betri skil í sérstökum
reglum, sem settar hafa verið samkvæmt lögum
um eftirlit með skipum. Óþarft þótti að endurtaka
efni þeirra reglna í lækningabók, og var því þess
vegna sleppt úr. Þeir, sem kynnast vilja þeim
atriðum, er því bent á sérprentanir þessara reglna,
sem Siglingamálastofnun ríkisins hefur gefið út.
Þess er vænst, að þessi nýja útgáfa lækningabókar
fyrir sjófarendur, megi verða gagnleg leiðbeining
varðandi meðhöndlun sjúkdóma og slysa um borð
í skipum. Þegar um vafaatriði er að ræða, er þó
rétt að hafa samband við lækni í landi um talstöð
og leita ráða.“
Laxeldi Norðmanna fer ört vaxandi frá ári til
árs. í fyrra var heildarútflutningur þeirra á laxi um
7.000 tonn, en í ár er gert ráð fyrir að þeir flytji út
um 10.000 tonn að verðmæti um 1 milljarð ísl. kr.
Til samaburðar má geta þess, að heildaraflaverð-
mæti alls íslenska fiskiflotans var tæpar 2,7 mill-
jarðar kr. á s.l. ári og þann 30. okt. sl. var það orð-
ið mjög svipað í krónutölu frá áramótum. Á
undanförnum árum hafa Norðmenn haft nokkrar
áhyggjur af því hvernig markaðurinn fyrir rækt-
aðan lax myndi þróast í framtíðinni, en fram til
þessa hefur hann nær eingöngu verið seldur í Ev-
rópu. Af þessum sökum hafa stjórnvöld í Noregi
reynt að hafa hemil á fjölgun eldisstöðva með
ströngum leyfisveitingum. Þessar áhyggjur hafa
sem betur fer ekki átt við rök að styðjast, þar sem
eftirspurn hefur farið vaxandi á hefðbundnum
mörkuðum, og nú í seinni tíð hafa menn byrjað að
líta hýru auga til Bandarikjanna þar sem útlit er
fyrir að risamarkaður muni vera fyrir lax og er
hann nú þegar fluttur í nokkru mæli þangað í flug-
vélum.
Fyrstu dagana í nóvember hóf fiskiðjuverið
,,Bakkafrost“ á Glyvrum framleiðslu á flökum og
marningi úr kolmunna. Nokkrar tilraunir hafa
áður verið gerðar í smáum stíl í Færeyjum til að
framleiða í landi afurðir úr kolmunna til mann-
eldis, en nú á að láta reyna á það fyrir alvöru hvort
þessi framleiðsla sé hagkvæm og framkvæmanleg.
Hingað til hefur framleiðsla á kolmunnaafurðum
til manneldis eingöngu farið fram um borð í togar-
anum ,,Giljanes“
Ætlunin er að eitt skip, ,,Gullfinnur“, sjái fisk-
iðjuverinu fyrir hráefni og gangi allt samkvæmt
áætlun þá vonast menn til að skipið komi til með
að landa sem næst daglega, þar sem stutt er á
SÉRRIT
SIGUNGAMÁLA-
STOFNUNAR
RlKISINS
2
LÆKNINGABÓK
fyrir sjófarendur
22 — ÆGIR