Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1983, Síða 38

Ægir - 01.01.1983, Síða 38
Eldborgin á leið til lands með fuUfermi af loðnu, rúmlega 1600 tonn. Kolmunnaveiðar ,,Eldborgar“ Undirbúningur Undirbúningur við breytingar og tækjakaup til kolmunnaveiðanna hófst hjá þeim Eldborg- armönnum um mánaðamótin apríl;—maí á s.l. ári og tók um sex mánuði að útbúa skipið, en geysileg vinna lá í að panta og setja niður heilt fiskiðjuver um borð. í byrjun fór nokkur tími í að herja á kerfið og ná út lánveitingum til framkvæmdanna, en heildarkostnaður þeirra reyndist vera um 7 milljónir króna þegar upp var staðið. Af þeirri upphæð lánaði sjávarútvegsráðuneytið eina og hálfa milljón króna vaxtalaust og hálf milljón fékkst í styrk frá Fiskimálasjóði. Tveimur framleiðslulínum, sem hvor um sig er samstæða af flökunar- og roðflettingarvél, var komið fyrir á milliþilfari og er mögulegt að vinna allt að 17 tonnum af kolmunnaflökum á sólar- hring, en þá verða öll tæki að ná há- marksafköstum. Meðalvinnsla er áætluð milli 12 og 13 tonn á sólarhring, úr um 40 tonna afla upp úr sjó, en nýtingarhlutfallið er um 30%. í ,,Eldborgu“ er nú lestarrými í frystilest fyrir um 240 tonn af flökum, en væri út í það farið að breyta öllu skipinu í þá veru að stundaðar verði kolmunnaveiðar allt árið um kring, og allir þeir möguleikar sem skipið hefur upp á að bjóða nýttir til fulls, þá er þar rými fyrir frystilest sem tæki um 750 tonn af kolmunnaafurðum. Þetta hefði aftur á móti í för með sér, að gerbreyta þyrfti öllum aðstæðum um borð, allt frá aðbúnaði áhafnar til björgunartækja og annarra þeirra hluta er skipa- skoðun ríkisins gerir kröfu til. Áhöfninni þyrfti að fjölga allverulega, eða úr 20 sem hún er í dag, í að vera minnst 35 manns. Einnig yrði að gera ráð fyrir mjög löngum úthaldstíma til að nýta þetta mikla lestarrými, sem aftur kallaði á stærri olíugeyma, framleiðslulínur yrðu að vera minnst fimm í stað tveggja og svo mætti lengi telja. Á hinn bóginn er ,,Eldborgin“ sérhönnuð fyrir nótaveiðar, og langt frá því að menn séu orðnir úrkula vonar um að þær veiðar verði stundaðar, a.m.k. hluta úr ári hverju, og kemur því til greina að sá hluti 26 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.