Ægir - 01.01.1983, Page 41
tekið á Porcupine-bankanum og nágrenni. Með
því að gera 6 fullfermistúra af kolmunnaflökum á
ári og fá 20.000 tonna loðnukvóta á hausti og
veiða upp í hann, er hugsanlega kominn rekstrar-
grundvöllur fyrir ,,Eldborgu“.
Lagt upp í aðra veiðiferð
,,Eldborg“ lagði upp í sína aðra veiðiferð þann
6. janúar s.l. og er ekki að efa að margir verða til
að fylgjast grannt með hvernig þessi nýi veiðiskap-
ur muni þróast fyrir útgerð og áhöfn. Hvernig
kolmunninn muni haga sér á þessu ári, á eftir að
koma i ljós, en fyrri hluta s.l. árs var mokveiði
meðfram öllum kantinum norðvestur af Skotlandi,
utan við bresku línuna. Aftur á móti hefur kol-
munninn haldið sig miklu sunnar í haust en haustið
1981, þegar hann veiddist aðallega norður af Fær-
eyjum.
Hvað markaðsmálum þessarar nýju fiskafurðar
Tveir af stærri gerðinni.
áhrærir, þá er þar enn margt óráðið. Sem stendur
eru aðalkaupendur kolmunnaafurða tvö fyrirtæki
í Bretlandi, Ross og Birds-Eye, en þessi fyrirtæki
eru jafnframt einhver þau stærstu í sjávarvöruvið-
skiptum þar í landi. Þar sem þessi afurð er svo til
alveg nýtilkomin er markaðurinn mjög viðkvæmur
og tvímælalaust varhugavert að senda mörg skip til
þessara veiða í náinni framtíð, nema að mjög vel
athuguðu máli. Fyrirtækin sem að framan greinir,
þurfa í mesta lagi um 1.000 tonn af kolmunna-
afurðum á mánuði um þessar mundir, en mestallur
kolmunninn fer á markað í Bretlandi. Erfitt hefur
reynst fram til þessa að koma kolmunnanum inn á
fiskmarkaðina í Bandaríkjunum og eru ekki taldar
miklar líkur til að hann seljist þar í verulegu magni
í náinni framtið.
Þeir sem nú stunda þennan veiðiskap, telja að ef
mörgum skipum verði beint í veiðar á kolmunna til
manneldis, þá sé öruggt verðfall á honum fram-
undan. Nær allur kolmunni fer á neytendamark-
aðinn í formi marnings, utan óverulegs magns sem
unnið er í fiskiðjuveri í Færeyjum, þar sem flökin
eru handsnyrt, en úr flökunarvélunum koma kol-
munnaflökin með nokkuð af beinum og stundum
roði, mismikið, og eru þau siðan blokkfryst í 20 kg
öskjur. Þegar varan kemur til kaupendanna eru
öskjur þessar þýddar upp og öllu dembt í marn-
ingsvélar, en 2% afföll verða á hráefninu hjá verk-
smiðjunni sem vinnur i marninginn.
Hingað til hafa kolmunnaveiðar til manneldis
verið stundaðar af örfáum skipum, að frátöldum
verksmiðjutogurum Sovétríkjanna. Upphaflega
hófu þessar veiðar tveir verksmiðjutogarar frá
Frakklandi og hafa þeir af og til gert túra á kol-
munna, en jafnframt verið á öðrum veiðum inn á
milli. Síðan hóf ,,Giljanesið“ frá Færeyjum, sem
einnig er stór verksmiðjutogari, þessar veiðar og
nú í haust hafa svo bæst við þrjú skip sem öll voru
áður nótaveiðiskip af stærri gerðinni, þau eru auk
,,Eldborgar“, sem er 937 brl. að stærð, „Gullfinn-
ur“, Færeyjum, ex. ,,Siljö“ Noregi, 1.600 brl., en
hann veiðir fyrir fiskiðjuverið ,,Bakkafrost“ í
Glyvrum (sjá ,,Reyting“ á bls. 22) og Meridian,
Noregi ex. St. Loman, Grimsby, 1.200 brl. að
stærð. Á þessari upptalningu sést að það eru engir
smádasar sem þessar veiðar stunda. Innan skamms
munu Færeyingar hefja útgerð á nýju sérhönnuðu
kolmunnaveiðiskipi.
B.H.
ÆGIR — 29