Ægir - 01.01.1983, Blaðsíða 65
D-Hluti: Hér er komið að öðrum hluta athug-
unar á ástandi skips og meðhöndlun, þ.e. eftir
að gróðurhreinsun er lokið. Þar er um að ræða
að leggja mat á ástand yfirborðsins hvað við-
kemur ryði og lausri málningu. Skipsbolnum er
skipt upp í hliðstæð svæði, nema hvað framskip
°g afturskip eru aðgreind.
Varðandi hreinsun, á ryði og lausri málningu,
þá er óskað upplýsinga um áhöld sem notuð eru
(X i viðkomandi reiti). Einnig er óskað upplýs-
inga um t.d. hreinsun á olíublettum.
E-Hluti: í þessum hluta er komið að loka-
þættinum, sem er upplýsingar um málun.
Svæðisskipting er annars vegar botn og sjólínu-
belti. í töflunni er óskað upplýsinga um máln-
ingartegund í einstökum yfirferðum,
lítrafjölda, hvaða áhöld notuð (pensill, rúlla,
loftsprauta, loftlaus sprauta) og annað. Undir
annað geta t.d. komið upplýsingar um veður
(sterkt sólskin, áfall o.fl.)
Umrædd eyðublöð hafa verið send til sjö slippa,
sem eru:
Slippfélagið h.f., Reykjavík
Daníel Þorsteinsson & Co, Reykjavík
Dröfn h.f., Hafnarfirði
Skipasmíðastöð Njarðvíkur h.f., Njarðvík
Þorgeir og Ellert h.f, Akranesi
Slippstöðin h.f., Akureyri
Skipalyftan h.f., Vestmannaeyjum
Aðeins hafa verið valdir þeir slippar, sem ein-
hver umsvif hafa í slipptöku stálfiskiskipa stærri
en ca. 100 rúmlestir.
Dm síðustu áramót höfðu aðeins borist útfyllt
eyðublöð frá Slippfélaginu (31 skip) og Skipa-
sntíðastöð Njarðvíkur h.f. (10 skip).
Niðurstöður mælinga í Víkingi AK:
Víkingur AK er, ásamt Sigurði RE, lengsta skip í
fiskiskipaflotanum og kemur því umrædd mæling
hl með að falla í hóp þeirra mælinga sem túlka eiga
st*rstu skipin.
Ljóst var, þegar ákveðið var að mæla Víking, að
ekki fengist fullkomlega eðlilegt ástand, þar sem
skipið hafði legið í Akraneshöfn frá því um miðjan
esember 1981, eða í 9Vi mánuð þar til mæling fór
fram, og 15 mánuðir frá því skipið var botnhreinsað
síðast (júlí 1981). Útgerðarmaður og skipstjóri
skipsins sýndu umræddri mælingu hins vegar mik-
inn áhuga og töldu fróðlegt að fá fram hve mikil
þessi áhrif væru eftir slika legu í höfn.
í 10. tbl. Ægis var í grein um „Nýtni aflbún-
aðar“ gerð grein fyrir helztu tæknilegu upplýsing-
um um skipið.
Mælingar fyrir og eftir botnhreinsun fóru fram í
Hvalfirði dagana 1. og 9. október 1982 með sí-
endurteknum siglingum fram og til baka vega-
lengdina milli Brekkuboða og Hnausaskers (2.60)
sml) með mið í land. Siglt var með breytilegu álagi,
þannig að mælingar næðu yfir nokkuð breitt
hraðasvið. Til að auðvelda samanburð var valið
sama skrúfusamspil, þ.e. snúningshraði og skrúfu-
skurður, fyrir og eftir botnhreinsun. Heldur færri
punktar voru teknir í seinni mælingunni, þ.e. eftir
botnhreinsun.
Mynd 3: Siglt inn Hvatfjörð í mœlingu fyrir botnhreinsun 1.10.
1982.
ÆGIR — 53