Ægir - 01.01.1983, Blaðsíða 68
Eins og fram hefur komið var siglt á sömu slóð í
báðum mælingum (dýpi 18—22 faðmar). Veður-
skilyrði voru betri (hægari vindur) í seinni mæling-
unni (eftir botnhreinsun), en þá var aftur á móti
vottur að undiröldu. Að mati skipstjóra og starfs-
manna voru aðstæður síst betri í mælingu eftir
botnhreinsun.
c) í báðum mælingum voru notuð sömu mælitæki,
mæliaðferð sú sama og sömu starfsmenn. Þá er
rétt að það komi fram að stjórnendur skips voru
þeir sömu í fyrri og seinni mælingu.
Til viðbótar má nefna að ástand véla- og tækja-
búnaðar var það sama í báðum mælingum (ath.:
undanskildir hrúðurkarlar á skrúfublöðum), engin
stilling fór fram á þessum búnaði og engin viðgerð
á skrúfublöðum. Eyðslustuðull reyndist og sam-
svarandi, þegar borið er saman sami snúningshraði
og álag.
Ástandslýsing:
í köflunum hér að framan hefur verið gerð grein
fyrir niðurstöðum mælinga, og aðstæðum við
mælingu, fyrir og eftir botnhreinsun. Þegar mæl-
ing fyrir botnhreinsun fór fram voru liðnir um
15 mánuðir frá því skip var síðast botnhreinsað
og málað en það var gert í Frederikshavn í
Danmörku um leið og vélaskipti fóru fram. Mæl-
ing eftir botnhreinsun fór hins vegar fram daginn
eftir botnhreinsun og málun hér í Reykjavík.
Ekki er úr vegi að aðgreina nánar tímann frá
fyrri botnhreinsun. Eftirfarandi skipting fæst í
þessari röð timabilið 3.7 1981—30.9. 1982.
Hafnarlega Frederikshavn 82 dagar
Sigling Frederikshavn - Akranes 4 dagar
Hafnarlega, Akranesi 5 dagar
Loðnuveiðiúthald 67 dagar
Hafnarlega, Akranesi 297 dagar
Samtals 455 dagar
Ef hafnartími í loðnuveiðiúthaldi er tekinn út úr
úthaldinu (15 dagar) fæst að hafnartími er samtals
399 dagar, eða 87,7°/o af heildartíma, og sjótími er
56 dagar, eða 12,3% af heildartíma.
Á mynd 4 er merkt inn ,,gróðurfarslýsing“ eftir
svæðum á skipinu, og er þar byggt á mati starfs-
manna Tæknideildar og yfirverkstjóra Slippfélags-
ins. Ekki verður farið nánar út i umfjöllun um
gróðurmyndunina á skipsbotninum, en Jjþ verður
ekki skilið við botngróðurinn án þess að minnast á
Mynd 4: Lýsing á botngróðri er Víkingur AK kom í stipp 6.10.
1982.
þátt sem ugglaust hefur veruleg áhrif á aukna
aflþörf og er ekki undirstrikaður á mynd 4. Hér er
um að ræða sjálfa skrúfuna. Eins og mynd 5 ber
með sér er mikið af hrúðurkörlum á skrúfunni,
sem er örugglega ekki venjulegt ástand, en er
væntanlega afleiðing hlutfallslega mikils hafnar-
tíma. Ekki leikur neinn vafi á því að þessi þáttur
Mynd 5: Hrúðurkarlar á skrúfu.
56 — ÆGIR