Ægir - 01.01.1983, Qupperneq 69
e*nvörðungu hefur veruleg áhrif á skrúfunýtnina
hins verra.
A meðfylgjandi myndum (6 og 7) má greina gróð-
urmyndun á botni sicips, er það var tekið í slipp 5
dögum eftir fyrri mælingu, og skip nýmálað (mynd
daginn fyrir seinni mælingu. Gróðurmyndun
vur mun meiri á s.b.-hlið (tiltölulega lítil á b.b.-
"Uö), þ.e. þeirri hlið sem sneri frá bryggju þann
tíma er skipið lá í Akraneshöfn.
Til að gefa ofurlitla hugmynd um hvernig skipið
Var t’otnmeðhöndlað, þá var það hreinsað með há-
Þrýstisprautu og sköfu, skrúfa poleruð með slípi-
tokk, og botn málaður með einni yfirferð
empatex Álgrunni 1630 og einni yfirferð Hempa-
tex Tropik 7644.
Lokaorð:
Hér að framan hefur aðeins verið gerð grein
yrir einni mælingu fyrir og eftir botnhreinsun og
er varhugavert að alhæfa út frá framkomnum nið-
urstöðum. Umrædd mæling er aðeins einn hlekkur
1 keðju mælinga, sem fyrirhugaðar eru. Ekki er
Myndir 6 og 7, vinstra megin, sýna ástand á s.b.-
hlið fyrir hreinsun 6.10. ’82; en mynd 8, hœgra
megin, sýnir skipið fullmálað rétt fyrir flotsetn-
ingu 8.10. '82. Myndir með grein — Tœknideild,
ER.
ætlunin að mæla skipin aðeins fyrir og eftir botn-
hreinsun, heldur einnig á tímabilum milli botn-
hreinsana, þannig að hægt sé að átta sig á þróun
áhrifa botngróðurs.
Auk mælinga verður lögð áherzla á gagnasöfn-
un í slippunum og er það von deildarinnar að með
samtengingu þessara þátta verði hægt að setja
fram niðurstöður og leiðbeiningar sem að gagni
mega koma.
Samstarfsaðilar við mælingar og athuganir:
Slippfélagið h.f.: Aðalsteinn Þórðarson, Guðmundur Haf-
steinn Sigurðsson.
Skipasmíðastöð Njarðvikur h.f.: Oddbergur Eiríksson.
Víkingur AK 100: Viðar Karlsson (stjórnun skips), Sigurður
V. Guðmundsson (stjórnun vélbún.), aðrir í áhöfn skips.
Mæling í Svani RE (sjá 10. tbl. ’82): Ingimundur Ingimund-
arson (stjórnun skips), Þorsteinn Friðriksson (stjórnun
vélbún.), aðrir í áhöfn skips.
M