Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1983, Side 14

Ægir - 01.07.1983, Side 14
Emil Ragnarsson, Tæknideild Fiskfélags Islands: Rannsóknir á fískiskipum, véla- og tækjabúnaði þeirra Þegar rætt hefur verið um rannsóknastarfsemi í sjávarútvegi hérlendis hafa augu manna einkum beinzt að haf- og fiskirannsókn- um annars vegar og fiskiðn- rannsóknum hins vegar. Enginn dregur nauðsyn þessara rannsókna í efa og á þessum sviðum starfa sem kunnugt er tvær þekktar rannsóknastofnan- ir, Hafrannsóknastofnunin og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, undir samnefnaranum Rannsókna- stofnanir sjávarútvegsins. Eftirfarandi einfaldað líkan (mynd 1) má setja fram um það rannsóknasvið sem fjallað er um á þessari ráð- stefnu, þ.e. - Auðlindir sjávar (sjávarfang). - Öflun sjávarfangs. - Vinnsla sjávarafurða. Fyrrnefndar rannsóknastofnanir beita sér fyrlf rannsóknum á fyrstnefnda og síðastnefnda þættinum. þ.e. að rannsaka auðlindirnar, m.a. hvernig bez1 verði hagað nýtingu fiskstofnanna, og hvernig hæg1 sé að fá sem bezta nýtingu og vandaðasta vöru úr þvl sjávarfangi sem á land berst. Því er ekki að leyna að sá hlekkur, sem snýr að öflun sjávarfangsins hefur viljað gleymast, og þaref átt við sjálf veiðitækin, þ.e. fiskiskipin með til* heyrandi veiðarfærum. Skilningur stjórnvalda hefu1 einatt verið sá, að fiskiskipið eða búnað þess þurf1 ekki að rannsaka. Sem dæmi ef útgerðar- eða skip' stjórnarmaður stendur frammi fyrir því að láta smíða skip eða breyta skipi, þá sé nægilegt að hafa samband við skipasmíðastöð, hönnunaraðila eða umboðsaðil3 véla- og tækjabúnaðar, þar sem þessir aðilar hljóti að hafa svör og hagkvæmustu lausnirnar á reiðum höndum. En þótt þessir aðilar leggi sig fram, hver3 sínu sviði, hlýtur þörfin fyrir rannsóknir á þessum þættl að vera augljós og þá unnar af óháðum aðilum. Ö"1 veiðarfærarannsóknir gegnir svipuðu máli, en þe,nl hefur ekki verið sýndur nægilegur áhugi af stjórnvölð' um. Fiskifélag íslands hefur beitt sér fyrir rannsóknun' á því sviði er snertir sjálft fiskiskipið, véla- og tækja' búnað þess. Þessi starfsemi heyrir undir Tæknideilð- en aðild að Tæknideild á einnig Fiskveiðasjóður lands og ber deildin nafnið Tæknideild Fiskifélags 's lands og Fiskveiðasjóðs íslands. í stórum dráttui" má skipta starfsemi deildarinnar í þrjá meginþætti- Inngangur Mynd 1. 350 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.