Ægir - 01.07.1983, Blaðsíða 16
lokið. Þessi athugun nær ekki eingöngu til veiðar-
færisins heldur og koma hinar mismunandi stærðir
og gerðir fiskiskipa inn í myndina (sjá mynd 2).
í athugun sem þessari eru þær upplýsingar, sem
aflað hefur verið um olíunotkun með beinum mæl-
ingum um borð í skipum, mjög mikilvægar, en auk
þess er byggt á upplýsingum frá útgerðarfélögum
um olíunotkun einstakra skipa, svo og upplýsingum
um olíukostnað skipa, sem eru fyrir hendi hjá Hag-
deild Fiskifélagsins. Þá er og greiður aðgangur að
þeim ítarlegu upplýsingum, sem fyrir liggja um
úthald og veiðarfæraskiptingu einstakra skipa og
skipaflokka í tölvu Fiskifélagsins. Sem viðbótar
þáttur í þessum athugunum er samtenging tækni-
legra upplýsinga um fiskiskipastólinn, sem er mjög
veigamikill þáttur í heildarmyndinni, en hjá Tækni-
deild hefur verið aflað ítarlegra upplýsinga um þann
þátt.
Rannsóknir á sviði orkunotkunar
Rannsóknir Fiskifélags íslands á olíu- og orku-
notkun fiskiskipaflotans með beinum mælingum um
borð í fiskiskipum hófust fyrri hluta ársins 1976.
Undirbúningur að þessum rannsóknum hófst þó ári
áður, eða 1975, með því að útvega og koma upp nauð-
synlegum mælitækjabúnaði, svonefndum olíu-
rennslismælum með fjaraflestri.
Segja má að tilgangur þessara mælinga og athugana
hafi verið tvíþættur, þ.e. annars vegar að afla upp-
lýsinga um olíunotkun hinna ýmsu gerða og stærða
fiskiskipa fyrir breytilegan ganghraða og við breyti-
legar veiðar og veiðiþætti, en slíkar upplýsingar geta
m.a. verið leiðbeinandi við hönnun skipa og val á
búnaði. Hins vegar að gefa skipstjórnarmönnum
tækifæri til að sjá með eigin augum breytingu í olíu-
notkun við breytilega notkun skips og auðvelda þeim
þannig að velja heppilega keyrslu á aðalvél með tilliti
til hagkvæmisjónarmiða. Hvað varðar síðarnefnda
þáttinn þá var tilgangurinn jafnframt sá að stuðla að
því að slíkur tækjabúnaður, þ.e. rennslismælar, yrði
settur í skip sem fastur búnaður.
Gagnsemi þessara rannsókna sýndi sig fljótt, enda
fengust mjög mikilvægar upplýsingar út úr þessum
fyrstu mælingum og athugunum. í reynd voru þær
keðjuverkandi, þ.e. sérhver mæling kallaði á frekari
mælingar. Forsenda þess að geta sparað brennslu-
olíu, eða réttara sagt minnka notkunina, er að grein-
argóðar upplýsingar liggi fyrir um brennsluolíu-
notkunina og hvernig hún skiptist eftir þáttum. Eftir
352 — ÆGIR
að slíkar upplýsingar hafa fengist er auðveldara
að
gera sér grein fyrir hugsanlegri hlutdeild sparnaðar og
hverjir þeir þættir eru sem vænlegir eru til árangurs-
Til að undirstrika umfang olíunotkunar fiskiskip3
flotans, þá er ársnotkunin 200 miljónir lítra og á vefð
lagi í dag (marz ’83) um 1250 milljónir kr. Hvert prð
sent sem unnt er að spara þýðir því 12.5 milljónir kr
Á fyrri hluta ársins 1976 þegar Tæknideild hóf rann-
sóknir á þessu sviði fengust 2.1 kg af olíu fyrir hvef
kg. af fiski (reiknað með þorskverði l.fl.), en í byrjun
þessa árs er hlutfallið um 1.0, sem sýnir glöggt þróuf
síðustu ára.
Árið 1981 hófst undirbúningur að samnorrænU
rannsóknarverkefni á sviði orkusparnaðar í fiskveið'
um á vegum Nordforsk, sem Tæknideild Fiskifélags'
ins er þátttakandi í. Þátttakendur í þessu verkefni efU
frá Danmörku, Færeyjum, íslandi og Noregi og er
gert ráð fyrir að verkefninu ljúki árið 1984, og heilð'
arkostnaður er áætlaður um 19.2 millj. dkr.
Verkefnið er unnið í nánum tengslum við hags'
munasamtök í sjávarútvegi, ýmsar tengdar stofnann-
ráðuneyti o.fl., og mynda fulltrúar frá þessum aðilnlU
svonefndan fylgihóp. Fylgihópi er ætlað það hlutve^
að fylgjast með og vera ráðgefandi við framkvæni
verkefnisins og stuðla að aukinni kynningu og tengsl
um út á við.
Verkefni Tæknideildar eru sjö talsins og verðnr
varið rúmlega einni milljón dkr. í þessi verkefni fyrstU
tvö árin. Á vissan hátt má segja að þátttaka í M°r
forsk-verkefninu sé beint framhald af fyrri rann
sóknum Tæknideildar á þessu sviði. Hins vegar ber
hafa í huga að aukið fjármagn, sem komið hefur
til
deildari'nnar í gegnum þetta verkefni, hefur gtrt
henni kleift að standa betur að þeim beinu mælingn,11‘
sem verið hafa á stefnuskrá undanfarin ár. Nú het
verið unnt að fá skip til umráða, á meðan á mælingn’u
stendur, í stað þess að þurfa eingöngu að byggja n Þ''
að fara í veiðiferðir og sæta lagi til að mæla þe§
þannig stendur á.
Verkefnin eru eftirfarandi:
1. Athugun á áhrifum botngróðurs og yfirbor s^
hrjúfleika á mótstöðu og olíunotkun skipn 'r
breytilegan ganghraða.
2. Mælingar og athuganir á áhrifum hliðarskru
gangna á mótstöðu og olíunotkun skipa við bre>ri
legan ganghraða.
3. Nýting afgangsvarma frá dieselvélum. .
4. Athuganir á ísframleiðslu um borð með tilhtl
olíunotkunar og fleiri þátta, og samanburðaf