Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1983, Blaðsíða 24

Ægir - 01.07.1983, Blaðsíða 24
Þrátt fyrir þann annmarka, að hvorki veiðarfæra- tankur né neðansjávarsjónvarp sé enn komið í gagnið á íslandi er samt ekki setið auðum höndum, hvað beinar veiðarfæratilraunir áhrærir. Fyrirhugaðar eru frekari tilraunir á kjörhæfni til þess að freista þess að koma í veg fyrir smáfiskadráp í þeim mæli, sem nú á sér stað. Einnig eru nú í gagni mjög umfangsmiklar tilraunir með íslensk þorskanet. Þessi net eru fram- leidd í Hampiðjunni úr pólýólefínefnum, sem hafa nokkuð aðra eiginleika en innfluttu nælonnetin. Nýju netin hafa reynst jafnfiskin á ufsa og innfluttu netin en enn er ekki hægt að fullyrða um árangur við þorsk- veiðar. Nýju netin eru mjög þjál í notkun og virðast skila betra hráefni en innfluttu netin. Til stendur að gera vísindalega athugun á gæðum bæði við ferskfisk- mat og eins á fullverkuðum saltfiski. Komi það í ljós, að gæði fisksins úr íslensku netunum verði betri, er hér vitaskuld um ákaflega þýðingarmikið atriði að ræða. Samhliða þessum tilraunum með netin eru gerðar tilraunir með íslenskan flottein á netin og lofa þær tilraunir góðu. Enda þótt þessi merkilega tilraun sé aðeins nýhaf- in, hefur undirbúningur hennar staðið lengi yfir. Við sögu koma auk framleiðandans og hans tækniliðs, bæði netagerðarmenn, skipstjórar, útvegsmenn og söluaðilar auk eina opinbera fræðingsins, sem kennir sig við veiðarfæri. Það vantar engan hlekk í keðjuna. Og þó. Ég er nýbúinn að staðhæfa, að nútíma veið- arfæratilraunir hefjist í tilraunatanki, að sjálfsögðu þó eftir heilabrot og skrifborðsvinnu. í öðrum þætti taka við beinar athuganir með neðansjávarsjónvarpi og í þriðja þætti er svo farið að fiska. Við fórum sem sagt beint úr forleiknum yfir í lokaatriðið með því fráviki þó, að kafarar voru látnir athuga netin og taka af þeim myndir á grunnu vatni. Fyrsti þáttur um athuganir á netunum í straumi féllu niður. Annar þáttur um beinar athuganir á netunum á nokkru dýpi og viðbrögðum fisks gagnvart þeim féllu einnig niður. Það eru víst allir sammála um það, að óæskilegt sé, að svo mikilvæg tilraun líði fyrir aðstöðuleysið. En úr því mér verður svona tíðrætt um tanka og sjónvarp þá er ekki úr vegi að minnast örlítið nánar á þau tæki. Allvel mönnuð nefnd, sem sjávarútvegs- ráðherra skipaði sumarið 1981, til að „athuga kosti og kostnað við að koma upp tanki til veiðarfæratilrauna og gera tillögur þar að lútandi eða um aðrar aðferðir við veiðarfæratilraunir", skilaði áliti fyrir rúmu ári. Áliti nefndarinnar, sem skírt var „Um þróun kennslu og þjálfun í veiðitækni", hefur ekki verið hampað mikið. Þar sem mikil vinna var lögð í þessa skýrslu er ekki úr vegi að nota hana svolítið. Þar stendur- „Nefndin leggur til að byggður verði tankur með aðstöðu til rannsókna og tilrauna með veiðarfæti- Veiðarfæratankur mun reynast gagnlegur vir' kennslu, þjálfun og tilraunir starfandi manna í sjávaij útvegi og þróun togveiðarfæra.“ Ennfremur: Að komið verði upp við Hafrannsóknastofnun búnaði til beinna athugana á veiðarfærum í sjó. Með slíkuu' búnaði má rannsaka hegðun fiska, viðbrögð þeirr3 við veiðarfærum og hvernig veiðarfæri starfa í raun- Þessi tækni kemur ótvírætt að notum við lokahönnuu veiðarfæra og það af flestum gerðum.“ Og enn stendur: „Nefndin hvetur til þess, að stutt sé af megnl við þróun veiðisamlíkja og aflatölva sem stjórn- gagnasöfnunartækja, kennslu, þjálfun og veiðarfsra' rannsóknum til framdráttar í framtíðinni.“ Þetta eru semsagt þarfirnar. En hvað bólar á fram' kvæmdum? Ekkert útlit er fyrir, að tankurinn verð' reistur £ bráð. Öllu betra útlit er með neðansjávar sjónvarpið. Að vísu strikaði stóri rauði penninn hja ríkinu yfir allar fjárumsóknir til kaupa og reksturS þessa tækis og þessi ógurlegi penni kom reyndar mun víðar við sögu og stóðu áðeins 23 þúsund krónur eftlf fyrir svokallaða veiðarfæradeild hjá Hafrannsókn3 stofnun til veiðarfærarannsókna á árinu 1983. Þratt fyrir tilþrif pennans er þó komið fullkomið neðau sjávarsjónvarp til landsins. Er það í einkaeign og et ekki enn komið í gagnið. Vel hefur verið tekið í Þa af hálfu eiganda, að leigja ríkinu tækið og þá er bara eftir að sjá, hve vel 23 þúsund krónurnar duga fyrlf leigu og rekstri. . Ekki hefur frést af því, að neitt sé að gerast m1- samlíkjanna, sem áður var minnst á og um aflatöl' una er hægt að vísa í erindi Odds Benediktssonar m 1 8ær- Eins og reynt hefur verið að sýna fram á í þeS erindi er veiðitæknin keðja af ýmsum sérfræðingu11^ Keðjan er ekki sterkari en veikasti hlekkurinn - styrkur hver hlekks byggist öðru fremur á menntun' bæði skólamenntun og tilraunum og reynslu í sta Og hvernig standa menntunarmálin á íslandi? Ef byrjað er á Stýrimannaskólanum þá verður a segjast eins og er, að þar vantar töluvert upp a’ ‘ ^ kennsla í veiðarfærum sé nægjanleg, þótt öðru m gegni um ýmis af þeim tækjum, sem notuð eru " veiðarnar. Að vísu fer fram kennsla í verklegri sj° vinnu en lítið er um aðra kennslu á sviði veiðarfsra' Hér vantar að vísu hvorki áhuga skólastjóra, kenna né nemenda. Hins vegarernámiðþaðumfangsmik1 að hreinlega er ókleift að bæta þessu námi ofan á 3 360 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.