Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1983, Blaðsíða 20

Ægir - 01.07.1983, Blaðsíða 20
Lifur hirt í Vestmannaeyjum. Karfalifrarbræðslan stóð í nokkur ár, en soda- bræðslan var svo tekin upp við vinnslu á þorska- lifrargrút og hefur verið notuð fram á þennan dag. Skömmu eftir að saltfiskframleiðsla hófst aftur að lokinni heimstyrjöldinni síðari fór að bera á því að saltfiskurinn gulnaði á óeðlilegan hátt. Hérvar á ferð- inni svonefnd saltgula, sem var þekkt vandamál víða erlendis. Lausn þessa vandamál fannst hér hjá R.f. og reyndist vera koparmengun í örlitlu magni í innfluttu salti á framleiðslustöðum saltsins erlendis eða í flutn- ingsskipunum. Niðursoðnar og niðurlagðar vörur hafa lengst af verið háðar eftirliti gerladeildar stofnunarinnar. Óhætt er að fullyrða að flestar þær lagmetisafurðir, sem komist hafa á framleiðslustig hafi hlotið meiri eða minni prófun hjá gerladeildinni fyrst. Af þeim lagmetisafurðum, sem beinlínis má telja að hafi verið þróaðar á stofnuninni og eru markaðs- vara má nefna niðursoðin þorskhrogn og lifur, lifrar- pöstu (kæfu) auk vinnu við uppskriftir af grá- sleppuhrognakavíar. Hreinlætis- og hollustuhættir í fiskiðnaði voru í gagngerðri endurskoðun á árunum um 1970, var þá á stofnuninni unnið geysimikið starf við samningu staðla og leiðbeininga um hreinlæti- og búnað frysti- húsa. Bæklingurinn Handbók fyrir frystihús hefur ætíð síðan verið notaður sem leiðarvísir í þessum efnum. Á síðasta áratug hafa verið gerðar umfangsmiklar rannsóknir á gæðum eggjahvítu í fiski og fiskmjöli og áhrifum upphitunarinnar við framleiðslu á fiskmjöli. Seinna fóru fram rannsóknir á breytingum á eggja- hvítu (holdafari) þorsks við mismunandi næringar- skilyrði. Á vetrarvertíð 1972 og 1973 var gerður saman- burður á pækilsöltun og stæðusöltun á flöttum þorski. Pækilsaltaði fiskurinn skilaði mun betri þyngdar- nýtingu en stæðusaltaður fiskur bæði sem fullstaðinn blautfiskur og þurrkaður saltfiskur. Áhrif kalsíum- klóríðs og polyfosfata hafa einnig verið rækilega könnuð í sambandi við fisksöltun og verður ekki annað séð en rétt notkun þessara efna geti aukið verð- mætasköpun við fisksöltun. Þá hafa ýmsir fleiri þættir fisksöltunar verið kannaðir svo sem geymsla á slægðum fiski í ís og þvottur á flöttum fiski fyrir söltun. Tilraunaframleiðsla á fisksalti hófst á Reykja- nesi fyrir nokkrum árum og er nú svo komið að áformuð er 8000 tonna árleg framleiðsla á næstunni. Saltið er unnið úr svonefndum jarðsjó og inniheldur raunverulega eingöngu natríumklóríð og kal- síumklóríð, en magni hins síðarnefnda má breýta eftir vild. R.f. hefur gert allumfangsmiklar söltunar- tilraunir fyrir Sjóefnavinnsluna h.f., til að fá úr þvl skorið hver samsetningin ætti að vera til þess að mats' flokkunin yrði sem hagstæðust. Þessum tilraunum ‘•l nú lokið og skýrslur hafa verið sendar Sjóefnavinnsl unni h.f. Víðtækar rannsóknir hafa farið fram á framleiðsl11 fóðurs til fiskeldis. Gáfu þær það góða raun að sei stakt fyrirtæki var stofnað til framleiðslu fiskafóðurs samkvæmt fyrirsögn frá Rannsóknastofnuninni- Fyrir nokkru var hér hafin framleiðsla á nýrri teg und fóðurefna, svonefndum meltum sem unnar eru ut hökkuðum fiski og fiskúrgangi á þann hátt að í hakki er blandað maurasýru þar til hæfilegu sýrustigi hefur verið náð fyrir áhrif lífhvata hráefnisins til að bre}tu efninu í súpu án þess að rotnun eigi sér stað. Fyrlf myndir þessarar framleiðslu eru að hluta til norsk‘ir og danskar. Þetta mál er komið á það góðan rekspöl að her starfrækt sérstakt fyrirtæki í þessum tilgangi og er þat nú að færa út kvíarnar. Þá hafa víðtækar fóður, tilraunir farið fram bæði hér í samvinnu við R-l- °- Danmörku með meltum sem hér hafa verið fraI|!| leiddar úr ýmsum hráefnum. Melturnar eru mj°r ^ umfjöllunar þessa stundina og vonandi á hér eft|r ^ vaxa upp framleiðsla, sem um munar. Frekan raunir til að vinna meltur úr slógi bæði með og a 356 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.