Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1983, Síða 19

Ægir - 01.07.1983, Síða 19
^eir Arnesen: ^annsóknastofnun fiskiðnaðarins Vfirlit í erindi þessu verður fjallað um Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins, skipulag hennar og verk- svið og þróunarferill stofn- unarinnar rakinn frá byrjun í stuttu máli, en síðan verður minnst helstu verkefnanna, sem unnið hefur verið að og þá einkum þeirra, sem telja , má að hafi haft beint þjóð- 8.slegt gildi. Ariö 1934 réð Fiskifélag íslands til sín háskóla- ^ enntaðan sérfræðing í fiskiðnaði, dr. Þórð Por- ^Jarnarson, sem félagið hafði styrkt til náms. Hann v° Þegar störf það ár, en var við framhaldsnám á ^trum til 1938. Lítil rannsóknastofa var þá einnig ^ otnsett sem Fiskifélagið rak til ársins 1965, er gerð S|? slc>pulagsbreyting að Rannsóknastofa Fiskifé- lslands var gerð að sjálfstæðri ríkisstofnun er q Hirundirsjávarútvegsráðuneytið. Dr. ÞórðurPor- l^rnars°n veitti þessari stofnun forstöðu uns hann fo iu ^ Ur'ð1974 þá var dr. Björn Dagbjartsson skipaður l! rstÍ°r' °g hefir gegnt því starfi síðan. Starfsfólki 5q 0r fjölgað ár frá ári og alls eru starfsmenn nú um f ’ V ^ af helmingur með háskólamenntun. Yfirverk- f ^InSUr hefur frá 1976 verið Geir Arnesen, verk- nnd 'n^Ur' ^orstök gerladeild var stofnsett árið 1960 Vg- lr stj°rn dr. Sigurðar Péturssonar, sem lengst af V' í henni forstöðu, en árið 1977 var dr. Grímur sérs lrnarss°n skipaður deildarstjóri. Árið 1974 var Eirifk tæknideild stofnsett undir stjórn Trausta SOn' ss°nar vélaverkfræðings og síðar Sigurjóns Ara- öeilT’ ehlaverkfræðings. Dr. AldaMöllervarskipuð 1 hálf3rS^°ri ehlafræðideildar árið 1980 en hún er nú j u starfi sem dósent við Háskóla íslands. tengslum við stofnunina eru nú starfrækt 4 útibú úti á landsbyggðinni sem aðallega sinna þjónustu- verkefnum, en einnig í auknum mæli sérstökum rann- sóknaverkefnum. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins starfar sam- kvæmt lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, sem útgefin voru árið 1965. í 26. gr. laganna segir svo: Verkefni Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins skulu meðal annars vera: 1. Rannsóknir á hráefnum og framleiðslu fisk- iðnaðarins til þess að tryggja fyllstu nýtingu hrá- efnanna og gæði afurðanna. 2. Aðstoð og leiðbeiningar við fiskiðnaðinn við undirbúning og byggingu fiskiðjuvera og val véla og tækja til fiskiðnaðar. 3. Kynning á nýjungum í fiskiðnaði, tækjum og vinnsluaðferðum og prófun á gagnsemi þeirra. 4. Nauðsynleg rannsóknaþjónusta við fiskiðnaðinn. 5. Námskeið fyrir matsmenn, vélstjóra og verkstjóra í fiskiðnaðinum. 6. Kynning á niðurstöðum rannsóknanna í vísinda- og fræðiritum. Þegar litið er yfir starfsemi stofnunarinnar sl. 10 ár, verður ekki annað séð en að hún hafi nokkurn veginn verið í anda þess sem löggjafinn ætlaðist til. Engu að síður hefur svo mikið vatn til sjávar runnið síðan lögin voru samþykkt að endurskoðun og skýrari túlkun þeirra er æskileg. Þjónustuverkefnum þ.e.a.s. innsendum sýnum til. efnagreiningar hefur fjölgað mikið með árunum og hafa seinustu árin verið 15-16000 talsins. Efnagrein- ingar eru verðlagðar eftir gjaldskrá, útgefinni af sjávarútvegsráðuneytinu. Enda þótt verðlagning þessi hafi á seinni árum þokast nær sannvirði þá er enn langt í land ekki hvað síst vegna verðbólgunnar. Ég vil síðan snúa mér að verkefnunum og byrja á byrjuninni. Dr. Þórður hóf 1934 mælingar á vítamín- magni í lifrarlýsi, sem þá var í háu verði. Hann sýndi fram á breytileika vítamínmagnsins eftir fiskstærð, árstíðum o.fl. en allt hafði þetta áhrif þegar farið var að selja lýsið eftir vítamínmagni. Lifrarlýsi var á þess- um árum og enn um langa hríð útflutningsafurð, sem um munaði, þótt varla sé svo lengur. Vítamínmagn í lifrarlýsi úr mörgum fleiri fisktegundum var rann- sakað á þessum árum. Þetta hafði meðal annars í för með sér að farið var að veiða karfa til bræðslu og lifrin hirt sérstaklega og frá 1936 unnin með svonefndri sodabræðsluaðferð, sem dr. Þórður stóð að. ÆGIR — 355

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.