Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1983, Side 26

Ægir - 01.07.1983, Side 26
Hjá Iceland Review er nú komið út nýtt hefti af árbók sjávarútvegsins á íslandi. Bókin er á ensku og í henni er fjallað um allt það helsta sem varðar fisk- veiðar, fiskvinnslu og markaðsmál á árinu 1982. Þar að auki er í bókinni ýmiskonar fróðleikur um íslenskan sjávarútveg almennt. Af efni bókarinnar má nefna yfirlitsgreinar eftir fjölmarga framámenn og sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum sjávarútvegsins, - töflur yfir afla, vinnslu og útflutning, - lista yfir opinberar stofnanir og fyrirtæki á íslandi, sem með einum eða öðrum hætti tengjast sjávarútveginum, - söluskrifstofur erlendis og þannig mætti lengi telja. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, sem gegndi embætti sjávarútvegs- ráðherra þegar bókin fór í prentun, ritar inngang að bókinni. Þetta er í þriðja sinn sem Fisheries Yearbook kemur út og telja útgefendur nú fyllilega komið í ljós að þörf er fyrir rit af þessu tagi. Lesendur ritsins eru einkum í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, en einnig hafa borist pantanir frá fjarlægari löndum svo sem Japan og Suður-Afríku. Þá er og mikið um að íslensk fyrirtæki og stofnanir, sem tengjast sjávar- útvegi og útflutningi, sendi erlendum viðskiptavinum sínum bókina. Fisheries Yearbook 1983 er 64 blaðsíður að stærð og prýdd fjölda mynda, kostar krónur 240.00 að við- bættum söluskatti. Ritstjóri er sem fyrr Haraldur J. Hamar. í fréttabréfi frá Siglingamálastofnun ríkisins er vakin athygli á að nýjar og breyttar alþjóðasigling3' reglur tóku gildi þann 1. júní 1983, ogþáféllu úr gil^1 eldri reglur frá 15. júlí 1977. Reglur þessar voru birtar í Stjórnartíðindum C- deild, sem út komu 31. maí 1983. Siglingamálast- ofnun ríkisins hefur látið sérprenta reglur þessar til notkunar fyrir íslenska sjófarendur. í hinni árlegu skýrslu FAO um fiskveiðar þjóða heims fyrir árið 1981 kemur fram að heimsfiskaflinn hefur aukist um tæplega 2,4 milljónir tonna, eða sem svarar 3,3% frá árinu á undan. Mest var veitt af saf' dínu í heiminum, eða 7,9 (6,6) milljónir tonna. I öðru sæti var Alaskaufsinn og veiddist af honum 4,2 (4.0) milljónir tonna, í þriðja sæti varð loðnan 2,8 (2,6) millj. tonna. í fjórða sæti Atlantshafsþorskurinn 2,- (2,2) millj. tonna og í fimmta sæti var spánskur mak' ríll 1,8 (2,3) millj. tonna. ísland færðist niður um tvö sæti milli þessara ára, en hafði tvö árin þar á undan skipað 13. sætið. Fyrir árið 1982 eru endanlegar afla" tölur hér á landi 788.495 tonn og erum við þar vne sennilega komnir niður fyrir Malasíu í aflamagni, en fyrir 10 árum veiddi þessi þjóð aðeins rúmlega 350.000 tonn. Er þetta með miklum ólíkindum, Paí sem fram til þessa hefur verið álitið að við ættuf1 aðgang að gjöfulustu fiskimiðum heims. 1981 1980 Afli Afli Röð Pjóðir íonn Röð tonn Japan . . 10.656.515 1 10.426.425 1 Sovétríkin .... . . 9.545.922 2 9.475.750 2 Kína . . 4.605.000 3 4.235.348 3 Bandaríkin . . . . . 3.767.425 4 3.634.526 4 Chile . . 3.393.399 5 2.816.706 5 Perú . . 2.750.505 6 2.750.625 6 Noregur . . 2.551.520 7 2.408.913 8 Indland . . 2.415.437 8 2.437.981 7 Suður-Kórea . . . . 2.365.990 9 2.091.134 9 Indónesía .... . . 1.862.720 10 1.840.555 11 Danmörk .... . . 1.813.916* 11 2.026.442 10 Filipseyjar .... . . 1.650.496 12 1.556.602 13 Thailand . . 1.650.000 13 1.792.948 12 Mexíkó . . 1.564.819 14 1.243.565 17 Norður-Kórea . . . 1.500.000* 15 1.400.000* 15 ísland . . 1.440.833 16 1.514.239 14 Kanada . . 1.362.190 17 1.334.023 16 Spánn . . 1.263.654 18 1.264.680 18 Víetnam . . 1.013.500* 19 1.013.500* 19 Brasilía 900.000* 20 850.000* 20 Allur heimurinn 74.760.400 x Áætlaðar aflatölur. 72.376.800 362 —ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.