Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1983, Page 58

Ægir - 01.07.1983, Page 58
þilfari. Aftarlega á heilu hvalbaksþilfari er brú (stýris- hús) skipsins, sem hvílir á reisn. í afturkanti brúar er ratsjármastur, en á hvalbaksþilfari, framan við brú, er mastur fyrir siglingaljós o.fl. Vélabúnaður: Aðalvél er frá Bergen Diesel (Normo), sex strokka fjórgengisvél með forþjöppu og eftirkælingu. Vélin tengist niðurfærslugír, með innbyggðri kúplingu, frá Volda Mek. Verksted, og skiptiskrúfubúnaði frá Hjelset. í skipinu er búnaður til brennslu á svartolíu. Tœknilegar upplýsingar (aðalvél m/skrúfubúnaði): Gerð vélar......... Afköst ............ Gerð niðurfærslugírs Niðurgírun ........ Gerð skrúfubúnaðar Efni í skrúfu .... Blaðafjöldi ....... Þvermál ........... Snúningshraði . . . Skrúfuhringur . . . LDM6 990 hö við 750 sn/mín ACG 380 3.60:1 RGC 63/4 NiAI-brons 4 2300 mm 208 sn/mín Hjelset Á niðurfærslugír eru tvö úttök (1500 sn/mín) fyrir riðstraumsrafala. Rafalar eru tveir frá Stamford af gerð MSC 534C, 260 KW (325 KVA), 3 x 380 V, 50 Hz. í skipinu er ein hjálparvél frá Cummins af gerð NT 855 -G, sex strokka fjórgengisvél með forþjöppu, sem skilar 265 hö við 1500 sn/mín. Vélin knýr Stam- ford riðstraumsrafal af gerðinni MSC 434 D, 184 KW (230 KVA), 3 x 380 V, 50 Hz. í skipinu er afgasketill frá Pyro af gerð E 100, afköst 116 KW, hitastig 100°C. Stýrisvél er rafstýrð og vökvaknúin frá Cylinder- service, P 40, hámarks snúningsvægi 4000 kpm. Stýr- isvél tengist Becker stýri af gerð SA-1600/200 F2. í skipinu eru tvær skilvindur frá Mitsubishi af gerð- inni SJ 700, önnur fyrir svartolíu og hin fyrir smur- olíu. Ræsiloftþjöppur eru tvær frá Espholin af gerð H3 - S, afköst 17.1 m3/klst við 30 kp/cm: þrýsting. Fyrir vélarúm og loftnotkun véla er einn blásari frá Semco, afköst 12000 m3/klst. Rafkerfi skipsins er 380 V riðstraumur fyrir raf- mótora og stærri notendur, en 220 V riðstraumur til ljósa og almennra nota í íbúðum. Fyrir 220 V kerfið eru tveir 50 KVA spennar 380/220 V. Rafalar á aðal- vél eru með samfösunarbúnaði, og unnt er að samfasa Séð aftur eftir vélarúmi. Ljósmyndir með grein: Þ & Eh.f., P-H- hjálparvélarrafal hinum í stuttan tíma. Landtengin? er í skipinu 100 A, 380 V með 40 m kapli. í skipinu er austurskilja frá Comyn af gerð 2721- afköst 1 m3/klst. Tankmælikerfi er frá Peilo Teknikk af gerð 822-3055, aflestur í vélarúmi. íbúðir eru hitaðar upp og loftræstar með sérstökú loftræsti- og lofthitunarkerfi frá Semco. Upphitun a lofti er með vatnshitaelimenti sem fær varma tra afgaskatli. Fyrir eftirhitun á lofti eru hitastýrð ra element í einstökum klefum. Til vara er rafmagnS ketill frá Rafha með 30 KW rafelementi. SérstakU sogblásari er fyrir eldhús og annar fyrir snyrtingu sjóklæðageymslu. Vinnuþilfar er hitað upp nlc ^ tveimur vatnshitablásurum frá Nordisk Ventilator °§ einnig loftræst með sogblásara frá Semco. í skip>nU eru tvö vatnsþrýstikerfi frá Speck af gerð Hydroma*' annað fyrir ferskvatn og hitt fyrir sjó, stærð þrýstl geyma 150 1. Fyrir vökvaknúinn vindubúnað er raf-/vökvaþrýstl kerfi með tveimur vökvaþrýstidælum (háþrýstidælu 394 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.