Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1985, Síða 32

Ægir - 01.06.1985, Síða 32
24. mars 1931 strandaði franski togarinn Cap Fagnet á svonefndri Hraunsfjöru vest- an við Grindavík. Vel gekk að koma boðum til slysavarnadeild- arinnar nýstofnuðu og svo greið- lega gekk hin fyrsta björgun með fluglínutækjum á íslandi, að innan þriggja stunda frá því boðin bárust um strandið, voru allir skipverjar komnir í land, 38 að tölu. Aðeins örfáum mínútum síðar lagðist skipið og eftir það hefði orðið erfitt um björgun mannanna. Náttmyrkrið aftraði lítt björg- unarstörfum en samdóma álit manna er, að ef hin nýju tæki hefðu ekki verið til staðar hefði ekki þurft að spyrja að leikslok- um. Þetta fyrsta afrek Þorbjörns varð upphaf á farsælum ferli deildarinnar og til marks um það má nefna, að engin deild innan Slysavarnafélags íslands mun hafa bjargað fleiri mannslífum en Grindavíkurdeildin. Skammt í næsta strand Á miðnætti hins 10. apríl árið 1933 strandaði togarinn Skúli fógeti við Staðarhverfi í Grinda- vík. Á skipinu voru 37 menn. Strandsins varð ekki vart úr Grindavík en loftskeytastöðin í Reykjavík heyrði neyðarkall skipsins. Þegar veðurfregnum var útvarpað klukkan 1:45 um nótti^ hugkvæmdist loftskeytamanni a láta fylgja frétt um strandið 0 heyrðist hún í Grindavík. Árang urslaust hafði reynst að koma þangað akandi vegna ófærðar símasamband náðist ekki þessum tíma sólarhrings. Voru nú björgunarmenn ka aðir saman í skyndi undir fory Einars í Krosshúsum. Eftir nok r stund fannst skipið og var j fluglínutækjum komið fyr'r ( landi gegnt því. í öðru skoti to að koma línu yfir í skipið og v°r, þá á skammri stundu dregn|r land þeir 24 menn sem eftir I' af áhöfninni en þá hafði 13 reJ útbyrðis. Þeir höfðu flestir verið1 „Jón Baldvinsson" íbrimrótinu. - Ljósm.: SVFÍ. 324-ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.