Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1985, Side 48

Ægir - 01.06.1985, Side 48
miklu verðmætasköpun fiskveiða og fiskvinnslu, hefur verið og er undirstaða þess að hægt hefur verið að halda uppi nútímaþjóð- félagi hér á landi. Útflutningur sjávarafla hefur alla þessa öld og gerir enn, aflað þjóðarbúinu 70- 80% af gjaldeyristekjunum og u.þ.b. 30% þjóðarframleiðsl- unnar á beint eða óbeint rót sína að rekja til útvegsins. Einungis ca. 16% af erlendum skuldum landsins er tilkomin vegna fjár- festinga í sjávarútvegi. Hvar er þá „glæpurinn"? Eitt er víst að hans verður ekki leitað meðal útgerðarmanna eða sjómanna. Konungsbréf um fiskútveg frá 1758 Nú á dögum fer jafnan um við- skipti sjómanna og útvegsmanna eftir kjarasamningum milli aðila. En hvernigfæri ef kjarasamningar væru ekki fyrir hendi? Þá yrði að fara eftir gildandi lögum að sv° miklu leyti sem þau ættu við 1 hverju tilviki. Vegna kjarasamf' inganna eru mjög fáar lagasetm ingar um þessi samskipti. Ein slíjj lög er að finna í Konungsbréfi ti stiftamtmanns og amtmanna fra 28. febrúar 1758. Hér birtast nokkrar glefsur úr þessu bréfi sem enn eru í gildi- 1. Allir formenn og hásetan sem hafa látið sig leigJ3 eður festa til að róa nokkr- um fiskibát um vertíðina- skulu án forsómunar koma í þann áskilda vissa tíma a þann stað, hvar þeir aetla að róa, og það allir í eimJ/ undir það straff að baeta fyrir þann tíma sem þe'r koma eigi. 2. Þegar formaðurinn hefur snúið skipinu upp fengið allar þær tilheyf' andi tilfæringar, má eng' inn af hásetum á nokkurn hátt hindra hann frá þvíað sækja sjóinn, hvenær sem tækifæri gefst til þesS' heldurskal sérhver skyldur vera þegar hann er af f°r' manninum kallaður að láta sig án dvalar finna víð bátinn og á honum róa. 3. Ef nokkur háseti er burtu eina klukkustund, eftir það honum hefur verið sagt tik og hiniraðrireru komnirtil bátsins, skal hann gjalda þrjá fiska í sekt fyrir það/ nema hann geti sannað lögleg forföll. 4. Enginn háseti rnáásjónum á nokkurn hátt kúga f°r' manninn til að fara til lands, fyrr en hann skipar það sjálfur. 5. Hver sá háseti er sýnir sig hyskinn eða latan til að fiska og lætur ekki að for- 340-ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.