Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1985, Qupperneq 8

Ægir - 01.12.1985, Qupperneq 8
44. FISKIÞING • 44. FISKIMNG • 44. FISKIÞING • 44. FISKIÞING • 44. FISKIÞING Skýrsla Þorsteins Gíslasonar, fiskimálastjóra til Fiskiþings 1985 um starfsárið 1984-1985 í skýrslu minni mun ég fjalla um starfsemi Fiskifélagsins á liðnu starfsári, framgang mála 43. Fiskiþings og starfsemi ein- stakra deilda. í aðalstjórn félagsins voru haldnir sex fundir. Auk þess voru allmargir fundir haldnir í fram- kvæmdastjórn og með starfs- mönnum hinna ýmsu deilda. Mörg mál voru tekin fyrir og afgreidd. Starfsmenn félagsins og erind- rekar ferðuðust um landið, sóttu fundi deilda og fjórðungssam- banda og kynntu starfsemi Fiski- félagsins. Mikils og vaxandi áhuga á félagsstarfi verður nú vart víða um land. Nýjardeildirvoru stofn- aðar á Blönduósi, Hvamms- tanga, Hólmavík og Drangsnesi. Þá var endurvakin starfsemi fiski- deildarinnar Sæbjargar í Sand- gerði. Á fjórðungsþingum og í stjórn félagsins hefur verið ákveðið að vinna að eflingu félagsmálastarfs- ins á næsta ári. Stjórn, framkvæmdastjórn og starfsmenn félagsins tóku þátt í stjórnar- og nefndarstörfum þar sem Fiskifélag íslands á aðild að þar sem óskað var eftir þátttöku, auk funda, sem voru haldnir á vegum sjávarútvegsráðuneytisins og annarra ráðuneyta. Starfs- menn tóku þátt í ráðstefnum og fundum erlendis þar sem fjallað var um fiskveiðar og tæknimál sjávarútvegsins. Fyrirgreiðsla og upplýsinga- miðlun var veitt mörgum erlendum aðilum tegndum sjáv- arútvegi, þá var tekið á móti erlendum sendinefndum og ein- staklingum og þeir aðstoðaðir á ýmsan hátt. Á fyrsta stjórnarfundi eftir 43. Fiskiþing var að venju farið ítar- lega yfir allar ályktanir þingsins og þær sendar viðkomandi ráðu- neytum og stofnunum svo og sjávarútvegsnefndum Alþingis. Var þeim síðan fylgt eftir í við- ræðum með viðkomandi aðilum. Þá var fjallað um mál, sem þingið vísaði til stjórnarinnar. Stjórnun botnfiskveiöa 1985 Endanleg ákvörðun og fram- kvæmd stjórnvalda við stjórnun veiða 1985 varð í aðalatriðum sú sama og tillaga 43. Fiskiþings, sem lagði m.a. til „Að þorsk- veiðin yrði 270 þúsund tonn. Mæling þorskstofnsins, gerð í marsmánuði 1985 meðnægilega mörgum skipum til þess að niður- stöður lægju fyrir í marslok. Þætti ástæða til að auka þorskveiði með tilliti til niðurstaðna yrði það gert frá byrjun aprílmánaðar". Þetta var gert og varð endanleg úthlutun 268 þúsund tonn. Þá var lagt til „Að Hafrann- sóknarstofnunin gerði veiðiþols- áætlun fyrir næstu þrjú ár 1986- 1988 og legði hana fram í síðasta lagi í lok septembermánaðar 1985." „Veiðitakmörkunum fiskveiði- flotans yrði stjórnað á líkan hátt og árið 1985. Þó þannig að allir sem fengju úthlutað aflamarki ættu kost á að velja sóknarmark með 20% aukningarmöguleika á þorski. Dveldi sóknarmarkaskip 3 sólarhringa í höfn milli veiði- ferða kæmu þeir til frádráttar sóknardögum". Þetta varð framkvæmdin, „þá var lagt til að 25% frádráttar- reglan á skip sem sigldu með eigin afla yrði felld niður". 25% - var breytt í 10%. „Þá var lagt til að veiðikvóti báta undir 10 lestum yrði sameig- inlegur en skipt eftir landshlut- um". Þetta var ákveðið fyrir allt landið. 8. janúar s.l. var gefin út reglu- gerð um stjórn botnfiskveiða 1985. Þar sem miðað er við að afli eftirtalinna tegunda fari ekki fram úr ákveðnu heildarflamarki af óslægðum fiski. 1. Þorskur 2. Ýsa 3. Ufsi 4. Karfi 5. Skarkoli 6. Grálúða 7. Steinbítur 250 þús. tonn 60 þús. tonn 70 þús. tonn 110 þús. tonn 1 7 þús. tonn 30 þús. tonn 15 þús. tonn 678-ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.