Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1985, Qupperneq 20

Ægir - 01.12.1985, Qupperneq 20
því sé verið að festa varanlega í sessi lífshættulega miðstýringu, sem muni, þegar fram líða stund- ir, hneppa sjávarútveginn í skrif- ræðis- og miðstýringarfjötra, er nær ógerningur sé að komast úr. Ráðherrar koma og ráðherrar fara. Þó að núverandi sjávarút- vegsráðherra njóti fyllsta trausts míns í þessum efnum sem öðrum, þá hefég ekki minnstu hugmynd um, hver sitja muni í hans stól að sex mánuðum liðnum. Aðals- merki lýðræðis er, að minnihluti verðurað sætta sig við vilja meiri- hluta og hlíta honum. Ég tel sjálfur, að aflakvótakerfið njóti yfirgnæfandi meirihlutafylgis a.m.k. fram á næsta ár. Allt of mikið af dýrmætum tíma okkar, sem í greininni störfum, svo og sjávarútvegsráðherra og ráðu- neytis hans, hefur farið í karp um þetta mál. Meðal annars þess vegna hafa afkomumál greinar- innar fallið í skuggann. Ég tel því, að á þessu þingi eigum við að ein- beita okkur að afkomumálum sjávarútvegsins og gera í alvöru tilraun til að endurreisa reisn hans og virðingu. Þjóðin verður að skilja á hverju hún lifir. Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar gerði í upphafi starfsferils síns heiðarlega og ein- læga tilraun til að leggja verð- bólgudrauginn að velli. Þeim aðgerðum hlutu að fylgja miklar fórnir. Stjórnin naut næreinróma fylgis þjóðarinnar í þeirri orrustu. Landsmenn vissu mætavel, að óðaverðbólga, sem komin var hátt á annað hundrað prósent, hlaut að leiða þjóðina til glötunar og að allsherjar hrun og stöðvun atvinnuveganna blasti við. Ríkis- stjórnin fékk þá upp í hendurnar tækifæri, sem engin stjórn önnur í sögu lýðveldisins hefurfengið. Að mínu mati voru meginmis- tökríkisstjórnarinnarþau, aðtaka ekki allar vísitölur úr sambandi um leið og kaupgjaldsvísitöluna. Þessar ráðstafanir allar urðu að gilda minnst til tveggja ára. Eftir tveggja ára verðbólgulaust eða verðbólgulítið tímabil, var svo vafalaust hægt að gefa vexti frjálsa svo og verðlag. Samfara þeim mistökum, sem þarna voru gerð, hélt stjórnin áfram að taka erlend lán til ýmissa óarðbærra gæluverkefna. Með þessum að- gerðum samvirkum, skapaðist sú spenna í samfélaginu, sem nú geturallteins leitttil nýs óðaverð- bólgutímabils. Verðbólgan í dag er um 40% og 4% vaxtahækkun á vegum hins opinbera á næsta leiti. Vitanlega fer hún öll beint út í verðlagið og er nýtt eldsneyti til að æsa verðbólgubálið enn að mun. Til að sanna mál mitt les ég hér upp rammagrein úr dagblað- inu Tímanum frá 7. nóvember sl. með leyfi fundarstjóra: „Á miðju ári námu erlendar lántökur frá áramótum - lang- tíma- og skammtíma — sam- tals 5.791 millj. króna nettóá móti 2.393 millj. á sama tíma 1984. Aukningin er 142% milli ára. Vaxtagreiðslur af erlendum langtímalánum á sama tíma námu 2.985 millj. (um 3 milljörðum) króna, en það samsvarar t.d. rösklega fjórðungi af heiIdarútflutningi sjávarafurða á sama tímabili. Að frádregnum 325 millj. króna vaxtatekjum eru nettó vaxtagreiðslur á tímabilinu 2.660 millj., sem er um 15% eða 445 millj. krónum hærri upphæð en á sama tíma árið 1984, allt reiknað á sama gengi bæði árin. Framangreindar upplýs- ingar koma fram í Hagtölum Seðlabankans um þróun utan- ríkisviðskipta. Um 449 millj. króna halli á vöruskiptajöfn- uði landsmanna eftir fyrstu sex mánuði ársins sýnist smá- ræði miðað við 2.858 millj. króna halla á þjónustujöfn- uðinum á sama tíma. En sá halli er mjög nálægt að nema sömu upphæð og vextirnir. Að vaxtagjöldum og tekjum slepptum næmi halli á þjón- ustujöfnuði aðeins 240 millj. krónum í júnílok s.l. Langtímalán erlendis á miðju árinu voru orðin 2.769 millj. króna, sem var 715 millj. umfram afborganir erlendra lána á sama tíma. Áætlað er að langtímalán á árinu muni nema 7.800 millj. króna, eða 3.300 millj. kr. umfram afborganir af erlend- um langtímalánum. Erlendar skuldir í árslok mundu þá nema 58.000 millj. króna, eða rúml. 240 þúsundum króna á hvern landsmann. Þess utan var á fyrra helm- ingi ársins búið að taka 5.076 milljónir kr. í erlendum skammtímalánum á móti 1.540 millj. króna á sama tíma árið áður. Af þessum rösklega 5 milljarða skamm- tímaskuldum voru um 2.400 millj. króna vegna fjármögn- unar bankanna á afurðalán- um. Samkvæmt framangreind- um tölum var viðskiptajöfn- uður óhagstæður um 3.307 millj. króna á fyrra helmingi ársins (erlendu skammtíma- lánin eru ekki talin með), eða sem svarar tæplega 15% af heildar útflutningstekjum á sama tíma. í nýlegri Þjóðhags- spá er gert ráð fyrir 5.100 millj. kr. viðskiptahalla á árinu öllu. En til þess að hann verði ekki meiri þarf hagstæða þróun á síðari helmingi ársins að áliti Seðlabankans." Til- vitnun lýkur. 690-ÆCIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.