Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1985, Qupperneq 23

Ægir - 01.12.1985, Qupperneq 23
hefir einkennst af eindæma ár- gæsku tii lands og sjávar. Arið 1985 stefnir í að verða, hvað magn snertir, eitt mesta aflaár í sögu landsins. Þorskaflinn verður um 320 þúsund tonn, loðnuafli virðist ætla að verða meiri en nokkurn tímann áður. Rækju- veiðar hafa skilað góðum árangri, dragnótarafli hefir verið góður. Allar okkar útflutningsvörur, nema skreiðin, hafa selst á árinu. Framan af ári á heldur lélegu verði, en verð hefir jafnað sig, eftir því sem á árið hefir liðið og má nú teljast viðunandi í erlend- um gjaldeyri á flestum okkar útflutningsvörum. Birgðir útflutn- ingsvara eru minni í landinu helduren um langtárabil, munar þar milljörðum. Útflutningur sjávarútvegsins stefnir í yfir 22 milljarða á árinu. Það ættu því ekki að vera maðkar í mysunni varðandi afkomu þessarar grein- ar. Sannleikurinn er líka sá, að útgerðin hefir bætt hag sinn nokkuð á árinu. Þjóðhagsstofnun telur þó, að þar sé enn um að ræða 1,4% hallarekstur. Bati á þessum rekstri stafar af ýmsum samvirkum ástæðum. Sala á ísfiski hefir gengið mjög vel á árinu, verð haldist ótrúlega hátt og skilað mörgum umtalsverðum hagnaði. Um þennan markað má segja, að hann sé gott krem ofan á kökuna í sæmilegu árferði, en hann getur aldrei orðið nema að hluta lausn á rekstrarvanda útgerðarinnar. Hátt verð byggist á, að framboð sé minna en eftir- spurn, og mikil aukningá þessum útflutningi myndi aðeins orsaka varanlega verðlækkun. Mikil og góð loðnuveiði hefir í bili bætt hag loðnuskipanna og á væntan- lega eftir að bæta hag verksmiðj- anna að sama skapi. Góð rækju- veiði og mjög glæsilegur árangur þeirra skipa, sem fullvinna rækj- una um borð, hefir líka bætt hag margra verulega. Skip, sem full- vinna rækju, virðast sex- til sjö- falda aflaverðmæti miðað við verð úr sjó, og virðist það í svip- inn einn álitlegasti atvinnurekstur á Islandi. Vinnsla bolfisks um borð í frystiskipum hefir og gefið góða raun. Mestu skiptirfiskiflot- ann þó, að knúin hafa verið fram, með aðstoð stjórnvalda, ný hluta- skipti í viðskiptunum við fisk- vinnsluna. En böggull fylgir skammrifi, því að hin nýju hluta- skipti hafa enn aukið á erfiðleika fiskvinnslunnar, þar sem hún hefir á engan háttfengið bætt það tap, sem orsakast af þessum breytingum. Afkoman í einstökum greinum fiskvinnslunnar er afar misjöfn. Saltfiskvinnslan var rekin með miklu tapi fram yfir mitt ár og það svo miklu, að þar sem hún var erfiðust, eins og á Snæfellsnesi, eru horfur á, að fyrirtæki leggi upp laupana. Verð á saltfiski hefir hækkað eftir því sem liðið hefir á árið og nokkur ávinningur orðið að SDR-tengingu samninga. Hafa ber þó í huga, að samningar við stærsta kaupandann, Portúgali, voru fastbundnir allt árið. Ég tel því, að í heild verði saltfiskvinnsl- an áárinu rekin með nokkru tapi. Frystingin bjó við þolanlega afkomu fyrstu mánuði ársins, en síðan hefir sífellt stefnt í meiri og meiri taprekstur. Á þróun verð- lags dollara þar drjúgan hlut að máli. Það alvarlegasta í þessum efnum er samt það, að vegna þessa tapreksturs sýnast mér nú horfur á því, að við séum að stefna í voða öllu því markvissa og mikla starfi, sem búið er að leggja í uppbyggingu sölukerfa íslenskra fyrirtækja í Bandaríkj- unum, besta matvælamarkaði heimsins. Þaðyrði örlagarfkt fyrir þjóðina, ef vitlaus peningapólitík eyðilegði þann markað á fáum mánuðum. Á þessu ári tókst að gera samn- inga um sölu á 200 þúsund tunnum af síld til Sovétríkjanna og 45 þúsund tunnum til Norður- landanna. Þessir samningar tók- ust fyrst og fremst fyrir markvisst sölustaf Síldarútvegsnefndar, undir forystu Gunnars Flóvenz. En bagalegt er, að verð lækkaði um 13% í dollurum frá fyrra ári. Enn seljum við þó síldina á veru- lega hærra verði en keppinautar okkar. Mér er persónulega kunn- ugt um, að Gunnar Flóvenz var ákaflega ófús að undirrita þessa samninga, nema trygging væri fyrir hendi fyrir því, að fé yrði útvegað úr verðjöfnunarsjóði Aflatryggingasjóðstil að unntyrði að greiða sjómönnum og útvegs- mönnum viðunandi verð fyrir síldina, miðað við þá miklu verð- lækkun, sem varð á henni salt- aðri. Þetta tókst ekki. Við verð- lagningu á síld til söltunar á þessu hausti var beitt aðferðum, sem óþekktar eru, jafnvel á þessu undralandi. Höfuðröksemd oddamanns, sem verðinu réð, var sú, að sjómenn og útvegs- menn þyrftu einfaldlega á hækkun á hráefnisverði að halda. Nú vill svotil á þessu hausti, að mestur hluti síldarinnar er verk- aður í landshluta, sem mér er hlýtt til, og þar sem ég hafði nokkur afskipti af pólitík sem ungur maður. Á mínum æskuár- um þarna austur á landi hefði þessi síldarsöltun veriðtalin mikil guðsgjöf, sem flutt hefði mikla fjármuni inn í landshlutann. I hita leiksins skapaði þetta líka mikla vinnu meðan saltað var. Því miður sýnist mér nú, að þessi mikla síldarsöltun á Austfjörðum í haust geti snúist upp í efnahags- legan harmleik, sem svipt gæti Austfirðinga tugum milljóna króna af allt of litlu starfsfé, sem þar varfyrir. Eitt af brýnustu verk- efnum í sjávarútvegi nú, er að ÆGIR-693
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.