Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1985, Side 24

Ægir - 01.12.1985, Side 24
reyna með aðgerðum stjórnvalda að bæta að hluta þau miklu mistök, sem þarna voru gerð. Ástandið á skreiðarmörkuðum eróbreyttfrá síðasta ári. Nærekk- ert hefir selst af skreið á þessu ári, en nokkuð mikið greiðst af úti- standandi skuldum í Nígeríu. Enn eru þó útistandandi í Nígeríu yfir 6 milljónir dollara. Á síðustu lánsfjárlögum var heimild fyrir ríkisstjórnina til að ábyrgjast 250 milljónir króna af afurðalánum á skreiðinni. Þessi heimild verður notuð og átti í reynd að vera komin í gagnið fyrir mörgum mánuðum. Stjórnkerfi okkar er hins vegar orðið svo flókið og miðstýringin svo mikil, að mál þetta er búið að flækjast milli skrifborða í kerfinu mánuðum saman. Ég undirstrika hins vegar, að þegar þetta sér dagsins Ijós, sem vonandi verður á þessu ári, þá er hér aðeins um lán að ræða. Ég undirstrika líka, að stjórnvöld taka ennþáfull útflutningsgjöld af þeirri skreið, sem selst og taka auk þess fullan svokallaðan geng- ishagnað af hverju kílói sem selst. Nálgast þessi gjöld 20% af skila- verði skreiðarinnar. Hygg ég, að slíkt skiIningsleysi yfirvalda, á jafn miklum vanda, sé vandfund- ið, þótt grannt væri leitað. Til gamans má geta þess, að t.d. loðnuskipin fengu marga milljónatugi af þessum gengis- peningum vegna erfiðleika, sem að þeim steðjuðu um þær mund- ir, er gjaldið var lagt á. Nú eru þau að endurgreiða þessa millj- ónatugi með verðtryggingu, án þess að nokkuð sé slakað á klónni vegna skreiðarinnar. Ég fullyrði, aðsíðan íkreppunni miklu uppúr 1930, þegar fiskafurðir okkar hrundu í verði, hefir ekkert áfall svipað skreiðarvandanum lent á íslenskum atvinnuvegum. Þó að skreiðin seldist á morgun á þokkalegu verði og greiddist um hæl, þá fengi enginn framleið- andi í raun neitt fyrir hana. Að- eins væri um að ræða endur- greiðslu á þegar greiddum vöxt- um og hluta af beinum kostnaði við geymslu birgðanna. Við framleiðendur höfum ætl- að að halda almennan framleið- endafund nú um margra mánaða skeið, en höfum dregið það vegna þess, að við höfum viljað fá aðstoð ríkisvaldsins á borðið, áður en fundurinn yrði haldinn. Hinu ber ekki að leyna, að við munum gera endurkröfur vegna þessa vanda. Við munum krefjast þess að fá endurgreidda verð- tryggða alla þá aukapinkla, sem lagðir hafa verið á skreiðina undanfarin mörg ár. Við munum krefjast þess að fá felld niður öll útflutningsgjöld af þeim skreiðar- birgðum, sem til eru í landinu, þar með talinn gengismun. Við munum krefjast þess að fá 250 milljón króna ríkislánið fært yfir í verðjöfnunarsjóð skreiðar og að svipuð upphæð til viðbótar verði greidd úr Verðjöfnunarsjóði til að greiða veðlán af skreiðarbirgð- um. Inn í Verðjöfnunarsjóðinn kæmu síðan á móti allir þeir auka pinklar, sem lagðir hafa verið á skreiðina undangengin 10—12 ár. Við erum reiðubúnir til að hlýta raunhæfum útreikningum á þessum málum öllum fráforstjóra Þjóðhagsstofnunar, Jóni Sigurðs- syni. Það væri verðugt verkefni þessa þings að styðja myndarlega við bakið á framleiðendum í þessu máli. Afskipti ríkisvaldsins af þessu máli eru sorglega lítil. Égfullyrði, að ef ríkisstjórn íslands hefði eytt þriðjungi þess tíma, sem hún hefur eytt í Rainbow Warriormál- ið, í aðstoð við að selja skreiðina, þá væri hún öll seld. Ég mun nú stytta mál mitt. Það er sárt að þurfa að segja það, en málefnum sjávarútvegs er nú svo komið, að þetta er orðin þriðja flokks atvinnugrein. Af áhrifa- mönnum í fjölmiðlaheiminum eru þaðfyrstogfremst ritstjórarnir Jónas Kristjánsson og Haukur Helgason, sem virðast skilja til fulls þann vanda, sem sjávarút- vegurinn á við að stríða. Á þessu ári er í raun verið að leggja niður þrjú stærstu fyrirtækin í sjávarút- vegi á íslandi. Eitt þessara fyrir- tækja, ísbjörninn hf. í Reykjavík, var fyrir örfáum árum með eitt hæsta hlutfall eigin fjár í rekstri allra fyrirtækja á íslandi. Þeir byggðu fiskiðjuver, sem talið er eitt hið fullkomnasta í heimi og hefir síðan verið notað til að sýna erlendum gestum til marks um þróunina í íslenskum fiskiðnaði. Ég man ekki betur, en að Morg- unblaðið gæfi út aukablað, þegar fiskiðjuverið var vígt, þar sem því var rækilega lýstog hinn mikli öðlingsmaður, Ingvar Vilhjálms- son, réttnefndur höfðingi fram- kvæmdanna. Nú er þetta fyrir- tæki allt. Nokkur af okkar glæsi- legustu fiskiskipum hafa verið seld á nauðungaruppboði á þessu ári. Nær öll önnur fyrirtæki í fisk- iðnaði eru búin að tapa mestöllu sínu eigin fé. Þetta á sér stað við hagstætt árferði og nokkuð sæmi- legan sjávarafla. Haldi fram sem horfir, munu fyrirtækin, sem leggja upp laupana á næsta ári, verða talin í tugum. Verulegur hluti þjóðarinnar heldur, að pen- ingar verði til í bönkum. Afarstór hluti heldur, að hækkaðir vextir, án tilsvarandi aukinnar verð- mætasköpunar, auki peninga- magn í raun. Ef til vill hafa þessir menn rétt fyrir sér. Við skulum vona, að svo sé, því að þá er stutt í betri tíð nieð blóm í haga og mál að svartsýnis- rausi Ijúki. 694-ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.