Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1985, Síða 43

Ægir - 01.12.1985, Síða 43
að heildaraflinn verði sem næst því, sem að varstefna í ársbyrjun. Frá Sunnlendingum Fjórðungsþing Sunnlendinga vill breyta stjórnun fiskveiða á þann hátt að einungis verði afla- mark á skip í þorski, en aðrar teg- undir verði frjálsar, með heildar- aflamarki fyrir allan flotann. Þorski verði skipt á skip með þeim hætti að helmingur komi í hlut báta og helmingur í hlut tog- ara, síðan verði þorskinum skipt niður á báta og togara, miðað við ákveðna stærðarflokka skipa, þannig að sá mismunur sem nú er við lýði, vegna viðmiðunar reynsluáranna 1981-1983 falli niður, en sú reynsla verður stöðugt óréttlátari. Frá Vestmannaeyingum 1. Aðalfundur FiskideiIdar Vest- mannaeyja, haldinn 24. október 1985, lýsir í meginat- riðum yfir stuðningi við fram- komin frumvarpsdrög um stjórnun fiskveiða. Fundurinn sérenga betri leið viðstjórnun fiskveiða en það kvótakerfi, sem notað hefur verið sein- ustu 2 ár með möguleika á sóknarmarki. Fundurinn telur, að það sé æskilegt, að hægt sé að ákveða fiskveiðistefnuna til lengri tíma en gert hefur verið undanfarin ár. 2. Þar sem það er álit færustu manna, að humarstofninn sé í vexti, óskar fundurinn eftir, að athugaðir verði mögu- leikar á því að taka upp sókn- armark á humarveiðum, þannig að þeim er þær veiðar stunda gefist kostur á að ávinna sér nýtt aflamark, líkt og gerist í þroskveiðinni. Frá Reykvíkingum, Flafnfird- ingum og nágrönnum Aðalfundur Fiskidei Idar Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og nágrennis, haldinn 31. október 1985 leggur til, að fiskveiði- stefnan fyrir árið 1986 verði með svipuðum hætti og verið hefur á árinu 1985. Fyrir sitt leyti getur fundurinn fallist á fram komið uppkast að frumvarpi til laga um stjórn fisk- veiða, með þeirri breytingu þó, að gildistíminn verði aðeins eitt ár, þ.e. gildi fyrir árið 1986. Fundurinn leggur áherslu á, að ákvæði frumvarpsins varðandi framsal á kvótum verði athuguð sérstaklega með það í huga, hvort ekki sé ástæða til að takmarka frekar framsal á kvóta en frum- varpið gerir ráð fyrir, þannig að girða megi fyrir hugsanlegt brask með kvóta eftir því sem mögulegt er. Ég hef nú gert grein fyrir álykt- unum fiskideiIda og fjórðungs- þinga en Ijóst er að ekkert kerfi er þekkt sem allir eru sáttir við til skömmtunar og aflasamræming veiða og vinnslu verður ekki virk ef þeirsem ígreininni starfa leggj- ast ekki allir á eitt um að fá sem mest út úr hverju kílói sem aflast. Stjórnun sú sem verið hefur á veiðunum hjá okkur að undan- förnu hefur lánast betur en menn þorðu að vona í upphafi, það sést best á því að aðeins ein deild hafnar því kerfi alveg. Ekki virðist heldur um marga kosti að velja því þeir sem hafna kvótakerfinu koma enn á ný fram með skrap- dagakerfið, að vísu er það nú sagt vera með stuðlum og höfuð- stöfum. Þaðersamdómaálitallra að stjórnunar sé þörf. Það kvóta- kerfi sem sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram virðist vera það vænlegasta sem fram hefur komið til þessa. Bæði með stjórnun á veiðum í huga og eins til að menn viti strax í upphafi árs meginlínur í sínum rekstri. Það á að gefa útgerð og vinnslu aðstöðu til að skipuleggja sín mál þannig að hámarksafrakstur fáist hjá hverjum og einum úr sinni sneið af kökunni. ÆGIR-713

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.