Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1985, Page 45

Ægir - 01.12.1985, Page 45
I stað nýbygginga hafa verið gerðar talsverðar endurbætur á gömlum skipum með endurbygg- ingu og breytingum þeirra. Sú hætta er þó jafnan við endur- bætur á gömlum skipum, að þau, þrátt fyrir mikinn tilkostnað svari alls ekki kröfum tímans. Endurnýjunarþörf íslenska fiskiskipaflotans er þvf orðin afar brýn og fer hraðvaxandi með hverju ári sem líður. Erfið staða sjávarútvegs hefur undanfarið takmarkað nauðsynlega endur- nýjun. Þessu verðuraðbreytasvo eðlilega rekin útgerð geti endur- nýjað skipakost sinn. Endurnýjun fiskiski pastólsi ns markist af eftirtöldum atriðum: 1. Raunveruleg minnkun flotans náistfram m.a. með breyttum reglum og eflingu Úreldingar- sjóðs. 2. Innlendur skipasmíðaiðnaður verður að vera samkeppnis- fær í verði, annars er hætt við að endurnýjun fari fram að mestu erlendis. 3. Endurnýjun verður að fara fram með verulegu eigin fé útgerðaraðila. Þannig að lán til endurnýjunar verði ekki hærri en 60-65 % af kostnaði. 44. Fiskiþingsamþykkiraðfela tæknideild Fiskifélags íslands að gera sem fyrst úttekt á aldursdreif- ingu íslenskra fiskiskipa og þeim endurbótum sem á þeim hafa verið gerðar. Stjórn Fiskifélags Islands kynni þær niðurstöður stjórnvöldum, alþingismönnum og almenningi öllum. Gæði og meðferð afla 44. Fiskiþing hvetur alla sem með sjávarföng fara að tryggja verðmætara hráefni og betri með- ferð sjávarafla á sjó og í landi með því að stuðla að eftirfarandi: 1. Að árangursríkasta leiðin til að auka gæði hráefnis sé að örva sjómenn til bættrar meðferðar og verður það best gert með hækkun verðs á góðum fiski. 2. Að loknum samanburði matsaðferða verði allt gæðamat á ferskum fiski fært til svo nefnds punktakerfis, sem talin er virkari aðferð en núverandi sjónmat. 3. Að við matá ísuðum fiski úr kössum eða körum, skuli hvetja til þess að fiski sé raðað og kvið- urinn snúi niður. 4. Að stefnt skuli að því að allur fiskur komi að landi vel ísaður í kössum eða körum, og sé lestarrými fiskiskipa vel útbúið á hagkvæman hátt með tilliti til þessa. Þess vegna samþykkir Fiskiþing að fela tæknideild Fiski- félagsins að hanna í samvinnu við útvegsmenn hagkvæma lausn á breytingum lesta fiskiskipa, og fiskigeymslum í landi til góðrar geymslu á fiski í kössum eða körum. 5. Að tvöfalt matskerfi á út- flutningsafurðum séóþarftogeigi því afskipti ríkismatsins að hverfa nema sem úrskurðaraðili, þar sem sölusamtökin hafa byggt upp eigin eftirlits- og matskerfi. 6. Þá telur þingið að langur togtími og útivistartími skipa hafi afgerandi áhrif á gæði aflans til hins verra. 7. Þingið leggur til, að við næstu fiskverðsákvörðun verði sjómenn skyldaðir til að dag- merkja allan fisk, sem er í kössum eða körum. Hafrannsóknir Nefndin var sammála um eftir- farandi: Staðreynd er, að hafrannsóknir hér við land eru í algjöru lágmarki miðað við þörf fyrir þær, þar sem lífsafkoma þjóðarinnar byggist fyrst og fremst á fiskveiðum. Vegna þeirrar staðreyndar beinir 44. Fiskiþing því til alþingis og ríkisstjórnar að veitt verði stórauknu fé til Hafrann- sóknastofnunar og geri þannig auknar rannsóknir á hafsvæðum umhverfis landið og lífríkinu þar mögulegar. 1. 44. Fiskiþing fagnar þeirri samvinnu sem fram fór á árinu milli Hafrannsóknastofnunar og togarasjómanna og hvetur til að slík samvinna rannsóknarmanna og sjómanna verði aukin í fram- tíðinni. Þingið þakkar sérstaklega forstjóra Hafrannsóknastofnunar, Jakob Jakobssyni, fyrir nána sam- vinnu við aðila sjávarútvegsins. 2. 44. Fiskiþing telur nauð- synlegt að í stærstu verstöð landsins, Vestmannaeyjum, verði stofnað útibú frá Hafrann- sóknastofnuninni. 3. Fiskiþing hvetur til að gerð verði víðtæk leit og rannsóknir á skelveiðisvæðum fyrir Norður- landi og víðar, og fram fari frekari rannsóknir á rækjumiðum bæði á djúp- og grunnslóð umhverfis landið. 4. Fiskiþing mælir með því að fram fari skipulögð síldarleit árlega og liggi niðurstöður fyrir í upphafi síldveiðitímabils. 5. 44. Fiskiþings felur stjórn Fiskifélagsins, að beita sér fyrir því, að merkingar á laxi verði stórauknar og í framhaldi af því verði gerðar tilraunaveiðar er kanni útbreiðslu hans og lífshætti í íslenskri fiskveiðilögsögu. Varðskipið Þór 44. Fiskiþing lýsir yfir stuðn- ingi við þá hugmynd að S.V.F.Í. fái að halda nafninu á varðskip- inu Þór, sem það hefur fest kaup á. Á þann hátt verði haldið á lofti nafni fyrsta björgunar- og hjálpar- ÆCIR-715

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.