Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1985, Page 47

Ægir - 01.12.1985, Page 47
Hringorma- vandamál 44. Fiskiþing vekur athygli á, að sýking helstu nytjafiska af hringormi hefur aukist mikið. Fiskiþing telur, að þetta vanda- mál snerti ekki fiskiðnaðinn ein- an, heldur þjóðina alla, og beinir þeirri áskorun til stjórnvalda, að legga fram fé, til að draga úr sýk- ingu. Fiskiþing telur nauðsynlegt að lögð verði mikil áhersla á upp- finningu tækja og búnaðar til sjálfvirkrar hreinsunar á hring- ormi úr fiski, vegna þess mikla kostnaðar sem þetta er þegar farið að valda fiskiðnaðinum. Fiskiþing vekur athygli á störfum Hringormanefndar og þakkar þau. Jafnframt beinir þingið því til aðila sjávarútvegs- ins og stjórnvalda að efla stórlega störf Hringormanefndar með auknum fjárframlögum. Veiðiréttindamál 44. Fiskiþing skorar á stjórn- völd að taka nú þegar upp samn- ingaviðræður við Grænlendinga um gagnkvæm veiðiréttindi á Dohrnbankasvæðinu og kant- inum NA af því. Greinargerö: Tillaga þessi er framborin vegna örðugleika og ágreinings um nákvæma staðarlínu (mið- línu) á þessu svæði. Reynslan sýnir að skipin þurfa að hafa ákveðinn hreyfanleika á þessu veiðisvæði. Þessu tengist óhjákvæmilega samstarf um nýtingu loðnustofns- ins á svæðinu og sú aðstaða, sem Grænlendingum hefur nú verið veitt einum þjóða, til umskipunar á afla sínum, í íslenskri höfn, þjónustu í olíu og vistum, sem gerir þeim kleift að stunda veiðar á umræddu svæði með góðum árangri. Reikningar Fiskifélags íslands Nefndin tók fyrir aðalreikninga Fiskifélags íslands 1984. Nefndin benti á eftirfarandi: a) að með reikningum Fiskifé- lagsins verði jafnan birtar saman- burðartölur frá fyrra ári. b) Nefndin leggur áherslu á, að gengið verði frá samningum um þjónustu á vegum F.í. frá ári til árs. c) Nefndin bendirá, aðekki er starfandi löggilturendurskoðandi við gerð reikninga Fiskifélagsins. d) Fjárhagsnefnd leggur til, að ársreikningur Fiskifélagsins fyrir árið 1984 verði samþykktur. Stjórnun fiskveiða Fiskiþing samþykkir í megin- dráttum frumvarp um stjórn fisk- veiða með eftirfarandi breyting- um: a) Gildistími verði tvö ár í stað þriggja. b) Í9. gr. ergert ráð fyrir veiði- stöðvun smábáta á línu og hand- færaveiðum frá 15. nóv.-9. febrúar. í stað þess komi stöðvun frá 15. desember til 15. janúar. c) Sama regla um veiðileyfi nýrra fiskiskipa verði látin gilda jafnt um fiskiskip undir 10 lestum og yfir 10 lestum, hafi skipið ekki verið afhent kaupanda fyrir gild- istöku laganna. d) Framsalsréttur á aflakvóta þeirra skipa sem ekki eru gerð út á botnfiskveiðar verði takmark- aður verulega. Fiskiþing telur æskilegt að við gerð reglugerðar um sóknarmark, verði möguleikar þeirra báta sem stunda þorskveiðar með netum gerðiraðgengilegri meðeinhverri fjölgun sóknardaga. Fiskvernd Fyrst var tekið fyrir tillaga um endurskoðun á friðaða svæðinu á Selvogsbanka. Afgreiðsla nefndarinnar var svohljóðandi, samhljóða: Fiskiþing felur stjórn Fiskifé- lagsins að leita álits Hafrann- sóknastofnunarinnar á gagnsemi friðaða svæðisins á Selvogsbanka (Frímerkið) og friðaða svæðisins útaf Breiðafirði, og óska eftir að gerðar verði tillögur til breytinga ef ástæðureru til. Afgreiðsla nefndarinnar á til- lögu um breytta svæðaskiptingu á dragnótaveiðum er sú að hafna tillögunni. Samþykkt af öllum nefndarmönnum nema einn sat hjá. Afgreiðsla nefndarinnar á til- lögu um veiðar innan 12 mílna úti fyrir Vestfjörðum var sú að hafna henni. Samþykkt af öllum nefndarmönnum. Nefndin leggurtil við Fiskiþing að þaðfeli stjórn Fiskifélagsins að óska álits Hafrannsóknastofnun- arinnar á því hvort um sé að ræða vannýtt kolasvæði við landið, sem takmarkastaf landhelgislínu. Samþykkt af öllum nefndar- mönnum. Afgreiðsla nefndarinnar á þrem tillögum varðandi humarveiðar er svofelld: Verði um aukningu á humar- kvóta á næsta ári að ræða þá verði henni skipt með jöfnu magni til núverandi leyfishafa, og að ekki verði úthlutað leyfum til nýrra aðila. 44. Fiskiþing samþykkir að veiðar á ýsu með 6" netum sem hingað til hafa verið leyfðar á vetrarvertíð verði miðaðar við 1. apríl en ekki páska eins og verið hefur undanfarin ár. ÆGIR-717

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.