Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1989, Síða 17

Ægir - 01.01.1989, Síða 17
1/89 ÆGIR 9 Framtídarstefnumótun Stýrimannaskólans í Reykjavík Rædd á skólanefndarfundi 24. nóvember 1988 Skólanefnd Stýrimannaskólans tók á fundi sínum 24. nóvember s-l. til umfjöllunar framtíðar- stefnumótun Stýrimannaskólans í Reykjavík. Skólanefnd Stýrimannaskólans skipa: Magnús Jóhannesson sigl- ingamálastjóri formaður, skip- eður af menntamálaráðherra. Tilnefndir af Farmanna- og dskimannasambandi Islands eru: Guðlaugur Císlason frkv.stj. Stýrimannafélags íslands úr far- mannastétt, Kristján Ingibergsson skipstjóri Keflavík úr fiskimanna- stétt. Tilnefndur af Vinnuveitenda- sambandi Islands er Einar Her- mpnnsson verkfræðingur, frkv.stj. SiK (Sambands fslenskra kaup- skipaútgerða), varamaður Ás- ojörn Skúlason starfsmannastjóri Tirnskipafélags íslands. Tilnefndur af Landssambandi 'slenskra útvegsmanna eru Gísli !ón Hermannsson frkv.stjóri sem eðalmaður, en varamaður hans er Jónas Haraldsson skrifstofu- stjóri LÍÚ. Afhálfu nemenda, tilnefndiraf Skólafélagi Stýrimannaskólans sitja Sigurður Héðinn Harðarson eemandi á 2. stigi og HlynurAng- entýsson nemandi á 3. stigi í skólanefnd. Ritari nefndarinnar er Hrafn- e l Guðjónsson kennari við týrirnannaskólann. Á fundi nefndarinnar voru lagð- ar fram hugmyndir að framtíðar- stefnumótun skólans. Skólastjóri Stýrimannaskólans, Guðjón Ármann Eyjólfsson, lagði fram eftirfarandi grein sem inn- legg í umræðuna. Greinargerð skólastjórans Grundvallaratriði við mótun framtíðarstefnu fyrir Stýrimanna- skólann er: 1. Frumvarp til laga, fullfrá- gengið haustið 1985 frá nefnd, sem skipuð var af þáv. menntamálaráðherra Ragn- hildi Helgadóttur, verði endurskoðað og síðan lagt fyrir Alþingi. 2. A grundvelli nýrra laga og væntanlegrar skiptingar náms- ins eftir 1. stig í deild far- manna og fiskimanna verði lengd námsins og námsvísir tekinn til gagngerðrar endur- skoðunar. 3. Ef Stýrimannaskólinn eignast ratsjár-, siglinga- og fiskveiði- samlíki eins og lögð hafa verið drög að með bréfi til fjárveit- inganefndar Alþingis 22. nóv., s. I. þá verði við gerð námskrár og stefnumótun tekið tillit til aukinnar og dag- legrar notkunar þessara tækja og þau nýtt eins og kostur er. Virkari notkun samlíkis ætti að geta stytt námstíma í sigl- ingafræði og tækjum. Við mótun framtíðarstefnu í námi Stýrimannaskólans í Reykjavík og þá um leið sjó- mannamenntunar á íslandi tel ég ofangreint forsendu umtalsverðra breytinga á náminu, þ.e.a.s. stefnumótun til framtíðar. 1. Markmið námsins Menntun sjómanna til skipstjórn- arstarfa á íslenskum skipum. Auk þessa aðalmarkmiðs sjómanna- menntunar á íslandi verði þess gætt, að skipstjórnarnámið fylgi í meginatriðum samsvarandi námi í skólum nágrannalandanna þannig að námið verði hliðstætt og jafngilt. Skipstjórnarnám veiti auk sér- námsins góða og alhliða mennt- un til starfa í landi tengdum sjáv- arútvegi ogsiglingum en einnig á fleiri sviðum. Með þannig skipulagi taka ungir menn sem fara í stýri- mannaskóla enga áhættu að fara í skipstjórnarnám eða hugsanlega lokast í starfsgrein, sem þeim síðar á ævinni fellur ekki við. Auk náms til atvinnuréttinda fá nemendur staðgóða menntun sem nýtist þeim við önnur störf eða nám. Hér má nefna störf við útgerð,

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.