Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1989, Page 24

Ægir - 01.01.1989, Page 24
16 ÆGIR 1/89 Vilhjálmur Egilsson: Sjá varútvegurinn og efnahagslífið Helsti veikleiki hagstjórnar á íslandi er slæleg stjórn peninga- mála þjóðarinnar, umframeyðsla og óhóflegar erlendar lántökur fyrir forgöngu opinberra aðila. í þessum efnum hefur ekki verið teljandi munur milli einstakra stjórnmálaflokka heldur hefur þetta verið eins konar tíðarandi hjá íslenskum stjórnmálamönn- um. Nánast samfelldur halli hefur verið á utanríkisviðskiptum þjóð- arbúsins undanfarna áratugi og bráðum má fara að líta á það sem reglu að utanríkisviðskiptin séu með afgangi eitt ár á hverjum ára- tug, síðast á árinu 1986 og þar áður á árinu 1978. Um s. I. áramót voru erlendar langtímaskuldir þjóðarbúsins rúmlega 83 milljarðar króna og þar af voru yfir 90% á reikningi ríkisins og annarra opinberra aðila. Skammtímaskuldir voru svipaðar og skammtímaeignir. Á þessu ári er haldið áfram að safna skuldum og opinberir aðilar, þ.e.a.s. ríkið sjálft, ríkisfyrir- tæki, fjárfestingalánasjóðir og ríkisbankar eru áfram með yfir 90% af skuldunum. Með beinum lántökum eða beinni og óbeinni ríkisábyrgð á lánum einkaaðila hefur hið opin- bera stuðlað að óeðlilega miklu innstreymi af lánsfé inn í efna- hagslífið. Stóran hluta af offjár- festingarvanda atvinnuveganna má rekja til þess að aðgangur að lánsfé á vildarkjörum hefur verið óeðlilega greiður. Ríkið sjálft, fyrirtæki þess, sjóðir og stofnanir hafa notað er- lend lán til þess að halda uppi umframeyðslu. En jafnframt hafa erlendar lántökur á vegum ríkis- ins verið notaðar til þess að fjár- magna taprekstur í atvinnulífinu á tímum sem fyrirtækjum hefur ver- ið gert ókleift að hagnast. Lántökur undirrót misvægis Afleiðingarnar af þessu aga- leysi við stjórn peningamála koma fyrst niður á sjávarútvegi og öðrum útflutningsgreinum en bitna raunar á öllu atvinnulífinu þegar vel er að gáð. Innstreymi af erlendu lánsfé inn í efnahagslífið skapar eyðslugetu umfram verð- mætasköpun atvinnulífsins. Um- frameyðslugetan kemur fram í aukinni eftirspurn í verslunar-, þjónustu- og framkvæmdagrein- um. Þær atvinnugreinar þurfa síðan að svara eftirspurnaraukn- ingunni með því að ná til sín vinnuafli og öðru sem til þarf. Fyrirtæki í þessum greinum búa raunar við það að þurfa eitt árið að mæta skammvinnri eftirspurn- araukningu en sitja svo e.t.v. það næsta uppi með ónýttan dýran mannskap og fjárfestingar. Umframeyðslan er þannig undirrót þrýstings á vinnumark- aði, launaskriðs og misvægis milli atvinnugreina. Sumar at- vinnugreinar njóta þenslunnar meðan hún varir en aðrar, s.s. útflutningsgreinarnar, standa höllum fæti í samkeppninni um vinnuafl og þjónustu. Innstreymi af erlendu lánsfé leiðir því til hækkunar á kostnaði í atvinnulífinu, kostnaði sem sumar atvinnugreinar geta velt út í verðlag meðan aðrar hafa litla sem enga möguleika til þess. Slíkt misvægi á milli atvinnu- greina skapar þrýsting á gengi krónunnar og fyrr eða síðar þurfa þeir aðilar sem skrá gengið að horfast í augu við rekstrarstöðvun útflutningsfyrirtækja eða lækka gengið. Lækkun gengisins jafnar þá það misvægi sem orðið hefur í efnahagslífinu og verðlag á inn- fluttum vörum hækkar til sam- ræmis við aðrar hækkanir. Síðan er Ijóst að áframhaldandi innstreymi af erlendu lánsfé við- heldur sömu hringrásinni, mis- vægi myndast á ný milli atvinnu- greina og næsta gengisfelling verður nauðsynleg. Það sem ég hef lýst hér er hinn dæmigerði gangur í íslensku efna- hagslífi sem lýsir sér í innlendum kostnaðarhækkunum og endur- teknum gengisfellingum og við köllum verðbólgu. Ýmis tilbrigði koma í þessa dæmigerðu hringrás. Sum árin batna ytri skilyrði og þá geta útflutningsgreinarnar tekið á sig kostnaðarhækkanir. Önnur árin versna þessi ytri skilyrði og þá

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.