Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1989, Side 25

Ægir - 01.01.1989, Side 25
1/89 ÆGIR 17 þarf að lækka gengi krónunnar burt séð frá kostnaðarhækkun- um. Lykilatriði til þess að ná niður verðbólgu og stöðva hringrásina er að komast fyrir orsök vandans, sem er þetta samfellda innstreymi af erlendu lánsfé á ábyrgð ríkis- ins. Fram hjá þessu getum við aldrei komist ef við viljum ná verðbólg- unni niður. Umræða um verðbólguna og stöðu útflutningsgreinanna hefur tekið á sig ýmsar myndir og mig ^angar til þess hér að gera að umtalsefni ýmis atriði sem komið hafa fram. Tapar sjávarútvegur á gengisfellingum? Fyrsta atriðið sem mig langar til að koma inn á er sú fullyrðing sem oft kemur fram að útflutn- 'ugsgreinarnar tapi á gengisfell- 'ngum. Hversu oft hefur ekki heyrst að skuldirnar í erlendum gjaldmiðlum séu svo miklar að fyrirtækin beinlínis tapi ef gengið erfellt? Við skulum athuga þessa full- yrðingu aðeins nánar. Hvað þýðir þetta? Fyrirtæki sem tapar þegar §engið lækkar hlýtur að græða Pe§ar gengið hækkar. Þeir sem segja að sjávarútvegsfyrirtæki tapi þegar gengið lækkar hljóta ab vilja að gengið hækki til þess að fyrirtækin græði. Samt heyrum við aldrei þetta sjónarmið. Við heyrum það aldrei ^egna þess að útfI utn i ngsfyrirtæki agnast þegar gengið fellur og tapa þegar gengið hækkar. Málið snýst hins vegar um það vemig unnt er að láta áhrif af Sengisfellingu endast í meira en tv° til þrjá mánuði. Markmiðið nieð gengisfellingu er að hækka ekjur útflutningsfyrirtækjanna en S)^ t'l þess að gjöld þeirra hækki ekhi jafn mikið og þar er launa- °stnaður langstærsti þátturinn. Mér hefur sýnst það vera ágæt þumalfingursregla að sjávarút- vegurinn í heild fái um 55 aura út úr hveri krónu þegar gengið er fellt. Það þýðir að erlendi kostn- aðurinn að fjármagnskostnaði meðtöldum sé um 45% af heildar- kostnaði. Líklega er þó erlendi kostnaðurinn ofmetinn ef eitt- hvað er. Að sjálfsögðu virka gengisfell- ingar því aðeins að það takist að koma í veg fyrir að launakostn- aður og aðrir innlendir kostnaðar- þættir hækki í kjölfarið. En þar hefur efnahagsstjórnin jafnan brugðist. Með því að erlendar lántökur hafa sífellt haldið áfram fyrir forgöngu ríkisins sjálfs hefur erlent lánsfé haldið áfram að streyma inn í landið og skapað slíkt eftirspurnarástand á vinnu- markaðnum að ekki hefur tekist að breyta hlutföllum milli tekna og gjalda nema um skamman tíma. Gengisfellingar skila því sjávar- útveginum hagnaði en skynsöm stjórn peningamálanna ræður því hvort sá hagnaður verður varan- legur eða stundarfyrirbrigði. Verðmætasköpun í sjávarútvegi Annað atriði sem mig langar til að koma inn á er sú algenga full- yrðing að undirrótin að efnahags- vanda þjóðarinnar sé slæmur rekstur í sjávarútvegi. Klifað hefur verið á því á opinberum vettvangi að mikið skorti á í hagræðingu í greininni og offjárfestingin væri gífurleg. Það hefur svo oft fylgt með að unnt væri að eyða við- skiptahalla og stöðva skulda- söfnun þjóðarinnar með því að taka duglega til í sjávarútvegs- fyrirtækjum landsins. Við höfum fylgst með þessari umræðu og fólk í sjávarútvegi hefur farið að trúa því sjálft að það bæri höfuðábyrgð á efnahags- vandanum. En hverjar eru staðreyndir þessa máls? Framleiðnistig eða hag- ræðingarstig í sjávarútvegi er alls ekki undirrótin að efnahagsvand- anum. Þjóðin býr við svo góð lífs- kjör sem raun ber vitni einmitt vegna þess hversu verðmætasköp- un í sjávarútvegi er mikil. Það er verðmætasköpun í sjávarútvegi að þakka að þjóðin skuli vera í

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.