Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1989, Síða 30

Ægir - 01.01.1989, Síða 30
22 ÆGIR 1/89 berra fyrirtækja sem nú eru látin safna skuldum. Nokkru seinna eru svo peningarnir búnir sem notaðir eru til þess að greiða úr Verðjöfnunarsjóði til frystingar- innar. Tíminn einn leiðir í Ijós hvort ríkisstjórnin þolir að atvinnuleysi aukist. Það er kannski hollt fyrir ríkisstjórnina en ekki fyrir atvinnulífið. Ég hef samt þá trú að gengið hljóti að verða að láta undan mjög fljótlega og ekki seinna en um áramótin. Staðreyndin er sú að aðlögun að samdrætti með þeim hætti sem nú er gert, þ.e. með því að kippa rekstrargrundvelli undan útflutningsgreinunum, skapa atvinnuleysi, halda áfram að safna skuldum erlendis og hækka skatta í stað þess að gera átak í lækkun ríkisútgjalda, kemur niður á öllu efnahagslífinu. Sam- drátturinn verður mun tilfinnan- legri en ella og erfiðara að ná sér upp úr honum. Réttlætingin virð- ist vera að verðbólga og vextir náist niður, en það er einungis stundarfyrirbrigði þar sem orsök verðbólgunnar, innstreymi er- lends lánsfjár fyrir forgöngu hins opinbera, er enn til staðar og mis- vægi niilli atvinnugreina hefur ekki verið eytt. Verðbólgan mun því vaxa á nýjan leik. Mun skynsamlegra væri að horfast í augu við vandann, fella gengið eins og þarf og gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að láta gengisfellinguna halda. Ráðamenn þjóðarinnar verða að hætta að spyrja sjálfa sig að því hvað verður í sjónvarpsfréttum í kvöld eða blöðunum á morgun heldur velta því fyrir sér hvar menn ætla að standa eftir sex mánuði eða eitt ár. Veruleg fjölgun smábáta í yfirliti yfir fjölda og rúmlesta- tölur skipa frá 1. desember 1988, kemur í Ijós, að sem fyrr er lang- mestur fjöldi báta undir 100 brúttó- rúmlestum að stærð og hefur þeim fjölgað verulega undanfarin tvö ár. Sé borið saman við tölur tveggja síðustu ára má sjá að þeim bátum hefur fjölgað um 122 eða 61 á hvoru árinu. í yfirlitinu árið 1986 eru þeir 491, ári síðar 552 og núna 613. Umfang þeirra hefur aukist um rúmar 1000 rúm- lestir á þessum tveimur árum, úr 12.188 rúmlestum árið 1986, í 13.210 rúmlestir 1988. Hafa ber í huga að hér er nánast einungis um að ræða báta undir 10 brúttó- rúmlestum. Frá 1987 hefur bátum yfir 100 brúttórúmlestir fækkað um þrjá, úr 227 í 224 og skuttogurum fjölgað um sjö, úr 108 í 115. Þarna kemur tvennt til, annars vegar að þessir þrír bátar eru nú skráðir sem skuttogarar, svo og I togara sem nýir hafa leyst af að ekki er búið að afskrá eldri I hólmi. Yfirlit yfir fjölda og rúmlestatölur skipa 1. desember 1988 UndirlOObrl. lOObrl. ogyfir Samtals Fj. Rúml. Fj. Rúml. Fj. Rúml. Vélbátar 613 13.210 224 50.948 837 64.158 Skuttogarar - - 115 55.454 115 55.454 Rannsóknaskip 2 90 4 1.535 6 1.625 Hvalveiðiskip - - 4 1.953 4 1.953 Ferja 5 160 4 2.364 9 2.524 Vöruflutn.skip - - 34 63.187 34 63.187 Varðskip - - 4 3.045 4 3.045 Björgunrskip 2 31 2 783 4 814 Olíuskip 3 137 3 2.777 6 2.914 Dráttarbátar 6 210 2 289 8 499 Dýpkunarskip .. 3 131 2 424 5 555 Dæluskip 3 67 2 1.947 5 2.014 Hafnsögubátar 8 133 - - 8 133 Tollbátur 1 23 — — 1 23 Vinnubátar 5 52 — - 5 52 Skemmtibátar 7 53 - - 7 53 Prammar 2 74 2 804 4 878 Samtals 660 14.371 402 185.510 1.062 199.881

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.