Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1989, Page 32

Ægir - 01.01.1989, Page 32
24 ÆGIR 1/89 Alda Möller: Gamlar og nýjar leidir í fiskvinnslu Þegar ísland byggðist var silfur helsti gjaldmiðill Norðurlanda en á 11. öld fór að tíðkast að nota vaðmál og kvikfé í stað peninga. Síðan á 14. öld hefur fiskur verið mikilvægur í verðreikningum og lengi helsti gjaldmiðillinn. Reyndar tíðkaðist allt til 1964 að birta í Stjórnartíðindum verðlags- skrá byggða á landaurum þ.ám. fiskum. Það er líka táknrænt að fiskar og önnur sjávardýr skreyta alla mynt okkar og á sjálfri krónunni er þorskur. Nú heyrum við einnig að fiskkvótar séu orðnir gjald- miðill útgerðarmanna og erum við þá komin hringinn frá 14 öld. Allt er þetta eðlilegt, og skýrist af mikilvægi fisks í öllum okkar þjóðarbúskap en búskapurinn er æði sveiflukenndur og oft ótraust- ur. Ýmist er aflahrota eða ör- deyða, mannekla eða atvinnu- leysi, fiskskortur á mörkuðum eða birgðir hlaðast upp. Atvinnu- lífið byggist á vertíðum og er því að mörgu leyti á stigi veiði- mennsku en ekki iðnaðarþjóðfé- lags. Fram undir síðustu aldamót var skreið mikilvægust í útflutningi landsmanna en saltfiskur ráðandi fram yfir miðja þessa öld, síðan hafa frystar fiskafu rðir gefið mestar tekjur, en saltfiskfram- leiðslan haldist jöfn og mikil. Vel er þekkt að svonefndur líf- tími vöru, þ.e. mesta vinsælda- skeið, er sífellt að styttast, fram- boð matvæla í hinum iðnvædda heimi er alltaf að aukast, vörur koma og fara, þeir sem ekki stunda sífellda vöruþróun dragast aftur út. Eru þá ekki dagar hefðbund- innar fiskvinnslu á enda? Hvað tekur við? Ferskfiskútflutningur og vinnsla erlendis? Verksmiðju- skip og vinnsla á sjó? Verða frysti- húsin starfandi eftir 10 ár? Verður þá atvinnu að hafa í fiskvinnslu í landi? Ég held, að óhjákvæmilega verði miklar breytingar í fiskiðn- aði og viðhorfum til hans næstu árin. Þær breytingar munu hafa áhrif á afkomu fyrirtækjanna og atvinnulífið í landinu. Margt bendir til að hefðbundin vinnsla þ.e. fyrsting í blokkir og flakapakkningar og hefðbundin saltfiskverkun muni hopa fyrir mun fjölbreyttari vinnslu, en á sama tíma muni sérhæfingin auk- ast, því að sérhæfing eykur fram- leiðni og fjölbreyttari og fyllri vinnsla eykur verðmæti afurð- anna. Sérhæfingin getur verið fólgin í miðlun fisks milli nærliggjandi vinnslustöðva, þær skiptast á fisk- tegundum t. d. með því að fiski í kæligámum verður ekið eða siglt milli hafna. Sumar tegundir má frysta skömmu eftir veiði t.d. kola- tegundir, skötu og rækju, geyma síðan í frysti en þíða upp, vinna úr og endurfrysta þegar hentar. Þessi leið gefur tækifæri til jöfnunar á vinnslu, hraðfrysti- húsin þurfa ekki lengur að miða vinnsluhraðann við að bjarga verðmætum, fryst hráefni liggur ekki undir skemmdum og hægt verður að vinna verðmætari afurðir með jöfnum afköstum. Sérhæfing getur einnig orðið fólgin í formlegum samningum einstakra frystihúsa um fram- leiðslu fyrir ákveðna kaupendur erlendis með milligöngu sölu- samtaka okkar hér heima og er- lendis. Slíkir samningar treysta jafnvægi framboðs og eftirspurn- ar en forsenda þeirra er jöfnun aðfanga frystihúsanna og stöðugt verðlag. Sérhæfing býður einnig upp á aukna vélvæðingu í fisk- iðnaði. Frystihúsin kaupa þá ekki öll sömu vélarnar sum þeirra verða með tölvustýrðar skurðar- vélar er skera þorskflök í ákveðnar bitastærðir, önnur með vélar til að pakka heilum flökum í lofttæmdar umbúðir, sum með orma- og beinleitartæki fyrir þorsk, sum munu afhreistra ýsu með ensímtækni önnur verða með allar vélar fyrir flatfisk- vinnslu og enn önnur munu sér- hæfa sig í vinnslu á eldisfiski t.d. skurði, flökun eða jafnvel reyk- ingu og pökkun. Er þá fátt eitt nefnt ef hugmyndafluginu er á annað borð gefinn laus taumur. Sum fiskiðjuver munu e.t.v. hætta frystingu að verulegu leyti og hefja í stað þess vinnslu á ferskum fiski t.d. með því að

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.