Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1989, Side 50

Ægir - 01.01.1989, Side 50
42 ÆGIR 1/89 /s/v FISKISKIP Bliki EA 12 6. október s.l. kom Bliki EA 12 í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Dalvíkur. Skip þetta er smíöað sem skuttogari með yfirbyggingu miðskips, og er sér- staklega búið til rækjuveiða með frystingu um borð. Skipið er nýsmíði nr. 226 hjá Lunde Varv och Verkstads AB í Ramvik í Svíþjóð, en er hannað hjá Polar Konsult A/S. Bliki EA er annað skipið sem umrædd stöð smíðar fyrir Islendinga, hið fyrra er Skúmur CK (sjá 3. tbl. '88), sem kom til landsins í desember 1987. Þessi tvö skip eru smíðuð eftir sömu frumteikningu, en fyrirkomulag togþilfars og íbúða frábrugðið, auk þess sem engin milliþilfarslest er í Blika. Bliki EA eríeigu Blika h.f. á Dalvík og kemur hann í stað Arnars ÁR 55, smíðaður í Noregi árið 1964, sem seldur var til Svíþjóðar. Skipstjóri á skipinu er Sigurður Kristjánsson og yfirvélstjóri Halldór Jóhann- esson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Ottó Jakbos- son. Almenn lýsing: Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og undir eftirliti Det Norske Veritas í flokki 1A1, Stern Trawler, lce C, "i* MV. Skipið er tveggja þilfara með perustefni, gafllaga skut, skutrennu upp á efra þilfar, lokaðan hvalbak og brú á reisn aftast á hvalbaksþilfari. Undir neðra þilfari er skipinu skipt með þremur vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki; lestarými með hágeymum brennsluolíu, vélarúm með ferskvatnsgeymum í síðum; og skutgeyma aftast fyrir ferskvatn. Fremri botngeymir undir lestarými er jafnframt fyrir sjókjöl- festu. Fremst á neðra þilfari eru keðjukassar, og þar fyrir aftan íbúðir sem fremst ná yfir breidd skipsins, en aft- antil meðfram b.b.-síðu. Aftan við íbúðir er vinnu- þilfar (vinnslurými) með fiskmóttöku aftast, og aftast stýrisvélarrými fyrir miðju, vélarreisn b.b.-megin og verkstæði ásamt geymslu s.b.-megin. Mesta lengd ...................... 34.00 m Lengd milli lóðlína .............. 29.00 m Breidd (mótuð) ................... 8.75 m Dýpt að efra þilfri .............. 6.30 m Dýpt að neðra þilfari ............ 4.15 m Eiginþyngd ......................... 490 t Særými (djúprista 4.15 m) 619 t Burðargeta (djúprista 4.15 m) 129 t Lestarými ............................. 224 m3 Brennsluolíugeymar (með daggeymi) 88.6 m3 Ferskvatnsgeymar ..................... 49.6 m' Andveltigeymir (brennsluolía) ........ 20.6 m3 Ganghraði (reynslusigling) ....... um 12 hn Rúmlestatala ....................... 216 brl Skipaskrárnúmer ...................... 1942 í hvalbak er lokað rými fremst og þilfarshús með- fram b.b.-síðu afturfyrir miðju, innréttað sem íbúðir með geymslu fremst. Aftan við og til hliðar við það er togþilfar skipsins. Aftarlega á togþilfari eru síðuhús (skorsteinshús), og rétt aftan við miðju, s.b.-megin, er þilfarshús (stakkageymsla), sem veitir aðgang að vinnuþilfari. í framhaldi af skutrennu er vörpurenna, sem greinist í fjórar bobbingarennur sem liggja á ská til stjórnborða og ná framundir hvalbaksþil. Yfir aftur- brún skutrennu er toggálgi og framhallandi poka- mastur sambyggt honum. Hvalbaksþilfar er heilt frá stafni og aftur að miðju, en þar greinist það í tvennt og liggur meðfram báðum síðum aftur að skorsteinshúsum. Aftarlega á heilu hvalbaksþiIfari er brú (stýrishús) úr áli, sem hvílir á reisn. í reisn er komið fyrir andveltigeymi, tengdur brennsluolíukerfinu. Framantil á hvalbaksþilfari er Ijósamastur og á brúarþaki er Ijósa- og ratsjármastur. Hífingablakkir eru í afturkanti brúar. Vélabúnaður: Aðalvél er frá Bergen Diesel, sex strokka fjórgeng- isvél með forþjöppu og eftirkælingu. Vélin tengist

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.