Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1989, Page 56

Ægir - 01.01.1989, Page 56
48 ÆGIR 1/89 Fyrirkomulagsteikning af Höfrungi BA 60 í megindráttum. stýrishúsi. Mastur er í afturkanti stýrishúss, og á því bóma. Aftast á þilfari eru toggálgar. Vélabúnadur: Aðalvél er frá Volvo Penta, gerð TMD 102 A, sex strokka fjórgengisvél með forþjöppu, sem skilar 175 KW (238 hö) við 1800 sn/mín. Við vélina er niðurfærslugír frá Tonaco, gerð TM 729 D, með niðurfærslu 3.52:1 og trollventli. Skrúfa er föst, fjög- urra blaða, með 1000 mm þvermáli. Á niðurfærslugír er eitt 60 ha aflúttak fyrir tvöfalda Hamworthy vökvaþrýstidælu fyrir vindubúnað. Þá knýr aðalvél einnig tvo 24 V rafala. Stýrisvél er raf- stýrð og vökvaknúin. Fyrir vélarrúm eru tveir rafknúnir blásarar. Rafkerfi er 24 V jafnstraumur. Upphitun í lúkar, stýrishúsi og vélarrúmi er frá eldavél. Fyrir neysluvatn er rafknúin dæla. Vindubúnaöur: í skipinu er togvinda frá Thyboron Skibssmedie A/S í Danmörku, gerð 14/70, búin tveimur tromlum (200 mmo x 800 mmo x 400 mm), sem taka 400 faðma af 1 Va" vír, togátak á tóma tromlu er 5 tonn. Þá er skipið búið línuvindu frá Hafspil, gerð númer 2, bómuvindu frá Bátalóni, og einnig er gömul kraft- blökk í skipinu. Rafeindatæki o Ratsjá: Seguláttaviti: Sjálfstýring: Loran: Dýptarmælir: Örbylgjustöð: Furuno, Model 1800, 24 sml Lilley & Gillie Scan Steering, Helmsman 450 Furuno, LC 80, með GD 170 litmyndaskjá Furuno, FCV 501, litamælir Sailor, RT144, 55 rása (simplex) Af öðrum búnaði má nefna tvo sex manna Viking gúmmíbjörgunarbáta með sjósetningarbúnaði frá Olsen, þar af annar í skotgálga.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.