Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1989, Side 58

Ægir - 01.01.1989, Side 58
50 ÆGIR 1/89 REYTINGUR Veiðir bæði rækju og humar Tækniframfarir eru gífurlegar í sjávarútvegi um þessar mundir. Ný og æ fullkomnari skip og bátar sigla og veiða á heimshöfunum, búin ótrúlega nákvæmum og flóknum tækjabúnaði og endur- bættum og afkastameiri veiðarfær- um. Enda heimsaflinn aukist um 20 milljón tonn á tíu árum. Mauna Kea heitir skip nokkurt sem gert er út frá Hawaii. Þetta skip er einstakt fyrir það, að það er hannað með það fyrir augum að veiða og vinna um borð bæði rækju og humar. Upphaflega var þetta 50.6 metra langa skip byggt til að sinna minniháttar olíuflutn- ingum, en var nánast endurbyggt til að geta borið rækju og humar- gildrur, svo og að frysta aflann. Nýja gildrur eru komnar á markað og getur Mauna Kea borið 2000 slíkar og er hægt að leggja þær allar og taka upp daglega. Gildrurnar eru úr plasti og eru mun fyrirferðarminni og meðfæri- legri en eldri gerðir, eins og hinir hefðbundnu víragildrur sem hafa verið mikið notaðar hingað til. Þegar gildrurnar eru lagðar, eru notaðar tveggja mílna langar línur og eftir þeim liggja gildrurnar með 120 feta millibili. Reynslan virðist sýna að gildrur þessar veiði að jafnaði þrisvar til fjórum sinnum meira magn en víra-gildrurnar. Rækjuna veiðir Mauna Kea á 200-400 faðma dýpi, en humar- inn á 10-100 föðmum undan ströndum Hawaii. Mauna Kea getur verið allt að 75 til 90 daga í hverri veiðiferð, enda rúmast gíf- urlegt magn af frosinni og pakk- aðri vöru, tilbúinni til að fara á markað um leið og í land er komið vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á skipinu. Það fer minna fyrir nýju gildrunum. mSmlS, Cildra af hinni nýju gerð. Mauna Kea með 2000 gildrur um borð. Hugmyndir Norðmanna um þjóðgarð í sjó í Norinform kemur fram, að uppi eru raddir í Noregi um að loka ákveðnu svæði sjávar sem þjóðgarði. Svæðið sem um er rætt er Hustavika, flóinn úti af Molde og Kristiansund. í flóanum eru hrygningarsvæði ýmissa fiskteg- unda og mikið og sérstætt sjávar- líf. Jafna nienn því við það sem er að finna í Karabíska hafinu, Rauðahafi og við Maldíveeyjar í Indlandshafi. Þarna er m.a. að finna sjávardýr, eins og hafál, steinbít, skötusel, hrognkelsi og humar, auk stærri tegunda svo sem beinhákarl og háhyrninga og ýmsar aðrar hvalategundir. Þá er á svæðinu mikið og fjölbreytt fugla- líf. Vandi getur reynst að hrinda þessu í framkvæmt þar sem tog- veiði er stunduð í flóanum og þarf að leysa þau mál áður en af þessu getur orðið. Skaðabætur til norskra útgerðarmanna Norska ríkisstjórnin ætlar að greiða útgerðarmönnum skaða- bætur vegna taps sem þeir hafa orðið fyrir út frá olíuborpöllum, segir í Fishing News frá 13. janú- ar. Skaðabæturnar eru greiddar fyrir töpuð fiskimið vegna stað- setningar borpallanna, svo og fyrir veiðarfæri sem hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst vegna þeirrar starfsemi sem þar fer fram. Bæturnar eru afturvirkar til ársins 1985, eða frá því að núverandi reglugerð um olívinnslu tók gildi.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.