Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 18

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 18
466 ÆGIR 9/89 aði, þeim mun hærra verð eru við- komandi útgerðir tilbúnar til að greiða fyrir viðbótarkvótann, hvort heldur er í formi hærra leiguverðs á kvóta eða hærra verði á skipum sem keypt eru í þeim tilgangi að auka kvóta viðkomandi útgerðar. Þetta stafar af ástæðum sem flestum eru kunnar, að það getur borgað sig fyrir aðila að kaupa hráefni til að framleiða úr, þó tap verði á fram- leiðslunni. Ef kvótakauperu nauð- synleg til að hægt sé að gera skip út, þá mun útgerðin ráðast í þau kaup meðan það er hagkvæmara en að láta skipið liggja við bryggju. Þannig verður fjármagns- kostnaðurinn til þess að sanna þá þversögn að það getur borgað sig að kaupa kvóta til tímabundins taprekstrar. Úreldingasjóður Stefna núverandi sjávarútvegs- ráðherra er, að flýta aðlögun að hagkvæmari stærð fiskiskipaflot- ans, meðstofnun Úreldingarsjóðs. Stofnun Úreldingarsjóðs sem fjár- magna á með sölu kvóta þeirra skipa, sem úrelt verða, mun að líkindum í megindráttum þýða að hið opinbera tekur að sér hlutverk fasteignasala. Fyrr var rakið að slík stýring ríkisins muni líklega hafa mildandi áhrif á hvernig sam- dráttur flotans kemur niður á sveit- arfélögum, en til þess að svo megi verða, mun það kosta, að sjóður- inn mun ekki ætíð selja hæstbjóð- anda kvótann eða kaupa ódýrustu skipin. Halli verður því á rekstr- inum og líklega verður nauðsyn- legt framlag frá ríkisjóði til við- bótar þeim 400 milljónum sem eru eignir eldri sjóða sem gegna áttu svipuðu hlutverki og renna sem stofnfé til nýja Úreldingar- sjóðsins. Auk þess sem útgerð verður lítillega skattlögð til að bæta stöðu sjóðsins og fást þar sennilega um 90 milljónir króna á ári til viðbótar. Líkleg áhrif slíkra kaupa hins opinbera á kvóta eru að leiguverð kvóta mun lækka hraðar en ella og það virðist Ijóst að starfsemi Úreldingarsjóðs mun hafa áhrif til tímabundinnar hækkunar á verði skipa og þar með á virði kvóta. Hvað hagnast íslendingar mikið af aflakvótakerfi eða annarri hagkvæmri stjórn fiskveiða? Ólíklegt er að kvótakerfið, eða önnur hagkvæm stjórnkerfi veiða, leiði til aflaaukningar að nokkru marki. Afli getur hugsanlega orðið jafnari árfrá ári, ef vel teksttil með uppbyggingu fiskstofnanna, en tekjuaukning þjóðarinnar af upp- töku hagkvæmnistjórn fiskveiða, kemur aðallega til af bættri nýtingu og auknum gæðum afla. Hinsvegar mun talsvert fjármagn losna til ráðstöfunar í uppbygg- ingu annarra atvinnugreina eða til aukinnar neyslu. Sjómönnum mun líklega fækka og laun þeirra hækka að sama skapi. Hluta- skiptakerfið gerir það að verkum að sjómenn njóta ágóða af kvóta- kerfinu í formi hærri launa. Meðan á stærðaraðlögun veiði- flotans stendur, mun það fjármagn sem losnar, renna til að kaupa upp lakari veiðiskipin og úrelda þau. Útgerðarmönnum mun fækka og einhverjir munu fara út með ágóða. En eins og eiginfjárstaða útgerðar er í dag, er óþarfi að öfundast út í þessa aðila. Svo sem fyrr hefur verið nefnt, hefur veðhæfi útgerðarfyrirtækja sennilega aukist, þrátt fyrir fast- gengisstefnuna. Það þýðir að í raun hefur nokkur eiginfjár- myndun átt sþer stað í útgerð, á kvótaárunum og enn frekari hækkun eiginfjár verður þegar kvóta verður úthlutað ótímabund- ið. Mun sú eiginfjármyndun styrkjast þegar frá líður vegna lægri fjármagnskostnaðar og koma þjóðinni til góða í lækkandi skuldabagga útgerðar innanlands og erlendis og þar með í lækkun vaxta. Kvótakerfið mun vissulega hafa áhrif til hækkunar á gengi krón- unnar og þ.a.l. versnandi stöðu annarra útflutningsgreina. Það er fullkomlega eðlilegt og ekkert við því að gera. Sama væri upp á ten- ingnum ef ferðamenn sem kæmu til landsins, væru jafn eyðslusamir og landar okkar eru á ferðum sínum erlendis. Óþarfi er þó að ýkja þessi áhrif, eins og stundum er gert. Áður var sagt að ólíklegt sé að hagkvæmnistjórnun veiðanna leiði til stóraukins afla. Innflutn- ingur fjárfestingavara til útgerðar mun að vísu minnka talsvert, en innflutningur rekstrarvara mun ekki dragast saman að sama skapi- Að líkindum mun samdráttur inn- flutnings rekstrarvara til útgerðar dreifast á mörg ár. Uppbygging fiskstofnanna skiptir mestu máli, með uppbygg- ingu þeirra, skapast skilyrði til meiri stöðugleika í afla. Slíkur stöðugleiki, mun skila sér í stöð- ugra gengi og hafa mikil áhrif til sveiflujöfnunar í íslensku efna- hagslífi. Hvað varðarferðamanna- þjónustu og framleiðslu útflutn- ingsiðnaðar er stöðugleiki gengis mikilvægasta framlag kvótakerfis- ins. Stöðugt gengi er líklegri árangur af kvótakerfi, en af flestum öðrum hagkvæmum aðferðum við stjórn fiskveiða. Sama er hvaða stjórn verður höfð á fiskveiðum, alltaf mun þurfa að smíða eitthvað stjórnun- arapparat til eftirlits. Aðalkostur kvótakerfisins er, að hægt er að komast af með tiltölulega fáliðað eftirlitskerfi. Ef eftir gengur að útgerðarmenn fái með tímanum betri tilfinningu fyrir þeirri eign sem þeir fá til umráða, þá munu þeir smámsaman geta tekið stjórn- unina í eigin hendur. Byggðaþróun Kvótakerfið er í grunnatriðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.