Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1989, Qupperneq 50

Ægir - 01.09.1989, Qupperneq 50
498 ÆGIR 9/89 Mynd 4. Myndin sýnir nýja átaksmæl- inn með hlíf og lás á öðrum enda. ins. Með þessum hætti er því hægt að mæla allt að 20 tonna togátak með einfaldri uppstillingu. Þegar mæla hefur þurft meira en 20 tonna átak þá hefur átakið til mælisins verið helmingað aftur með sérstakri uppstillingu. Þessi aðferð minnkar hins vegar mæli- nákvæmnina. Af þessum sökum réðust starfsmenn Tæknideildar í það að smíða átaksmæli er getur mælt 25 tonna togátak, og með hefðbundinni mæliaðferð má mæla allt upp í 50 tonna togátak skipa. Mælirinn (sjá myndir 3 og 4) er smíðaður úr ryðfríum stálsívaln- ingi. Til endanna er fræsað af sívalningnum og boruð á hann göt fyrir lása en miðkaflinn er renndur niður. Sérstök togviðnám eru límd á miðkaflann (mynd 4) og honum lokað með stálhólk í gúmmíþétt- ingum. í enda sívalningsins er komið fyrir rafeindabúnaði er tengist togviðnámunum. Þegar togmæfing fer fram, lengist sívaln- ingurinn örlítið og þá einnig tog- viðnámin og viðnám þeirra eykst. Þetta skynjar rafeindabúnaðurinn í enda sívalningsins og sendir frá sér púlsa af tíðni sem er í beinu hlutfalli við lengingu öxulsins og þar með einnig í beinu hlutfalli við togkraftinn. Vegmælir Mæling á ganghraða getur verið með ýmsu móti, sem dæmi sigld föst vegalengd með viðmiðun í land, eða með mælingu skv. tækja- búnaði um borð, þ.e. vegmæli eða loran. Hluti búnaðarins er tenging við vegmæli og fæst þannig sjálfvirk skráning á ganghraða. Einnig er mögulegt að fá skráningu með öðrum hætti. Tölvu- og aflestrarbúnaður Notuð er Bondwell Model 18 PC-ferðatalva við mælingarnar og við hana er tengdur prentari af gerðinni Citizen LSP 10. Hugbúnaður Hugbúnaðurinn er skrifaður í Turbo Pascal. Segja má að hann sé gerður úr þrem meginþáttum. í fyrsta lagi er hluti, sem heldur utan um hvaða mælar eru tengdir við kerfið í hverri mælingu (sjá mynd 5), og hvaða reiknifastar gilda fyrir hvern einstakan mæli- Þessar föstu upplýsingar eru síðan geymdar í skrá á diskettu. í öðru lagi er mæliaflestur, en sa hluti hugbúnaðarins les frá mæli- tækjum, skrifar út í skrá á diskettu, reiknar út niðurstöður fyrir ein- staka aflestra og birtir þær á skjá tölvunnar (mynd 6) og einnig a prentara ef vill. Unnt er að skoða mælinguna eftir á með því að lesa upplýsingarnar frá diskettunni i stað mælitækjanna. Að lokum er úrvinnsluhluti, sem notaður er að mælingu lok- inni. Hér eru reiknuð meðaltöl ot úr einstökum mælingum, reikn- aðir út ferlar fyrir meðaltölin, og þeir teiknaðir á skjá og prentaðir a pappír ef óskað er.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.