Ægir - 01.03.1992, Page 8
116
ÆGIR
3/92
Sjávarútvegurinn 1991 • Sjávarútvegurinn 1991
Sjávarútvegurínn 1991
Þorsteinn Gíslason
fiskimálastjóri:
Eins og áður birtist í þessu og
næsta tölublaði Ægis hið árlega
yfirlit sem ýmsir forystumenn sjáv-
arútvegsins taka saman um gang
útgerðar og fiskvinnslu síðastliðið
ár, stöðu greinarinnar og framtíð-
arhorfur.
Eg færi þessum aðilum bestu
þakkir Fiskifélagsins fyrir skýrarog
vel samdar greinar.
Við áramót
Árið 1991 var áttunda kvótaárið
eftir að sú aðferð var alfarið tekin
upp við stjórn fiskveiða og það
fyrsta á tímabilinu sem heildarafl-
inn fór niður fyrir 1.500 þús.
lestir. Árið færði íslensku þjóðinni
þriðjungi minni sjávarafla en hvert
hinna. Aðal ástæðan var hinn lé-
legi loðnuafli.
Samkvæmt áætlun Fiskifélagsins
er heildaraflinn um 1.057 þúsund
lestir og verðmæti aflans upp úr
sjó 50,4 milljarðar króna. Árið
1990 var aflaverðmætið 47,5 mill-
jarðar. Hefur því verðmæti aflans
aukist um 6,1%.
Þá er áætlað að andvirði útflutn-
ingsins verði 75,0 milljarðar á
móti 72,4 milljörðum 1990, sem
er aukning um 3,6%.
Samkvæmt áætlun verður þorsk-
aflinn 308 þús. lestir sem er 25,5
þús. lestum minna en 1990 eða
7,7% samdráttur. Frá árinu 1987
hefur því þorskaflinn dregist
saman um 21%. Þessi samdráttur
sl. fjögur ár hefur því haft afger-
andi áhrif á afkomu þjóðarinnar,
þegar litið er á vægi útflutnings-
verðmæta sem koma frá þorskin-
um og hafa um árabil verið frá
40-45% af heildinni.
Þrátt fyrir bjartsýni með ýsuafla
dróst veiðin saman um 16,5%,
varð um 55 þús. lestir á móti 65,9
þús. 1990.
Ufsaflinn á árinu 1991 var 98
þús. lestir en það er mesti ársafli af
ufsa sem íslendingar hafa náð.
Næst mestur var aflinn 1990 eða
95 þús. lestir. Hefur því aflinn
vaxið um rúm 3%.
Af karfa náðust 102 þúsund lest-
ir á árinu og hefur karfaaflinn
vaxið um 7,6% en 1991 veiddust
94,8 þús. lestir. Hluti af þessum
afla var tekinn á djúpmiðum utan
landhelginnar.
Grálúðuaflinn minnkaði enn
annað árið í röð og hefur nú dreg-
ist saman um 40% frá metárinu
1988, samdráttur í afla frá fyrra ári
er 7%.
Humarafli jókst hinsvegar á
árinu og varð humaraflinn um
2.300 tonn sem er rúmlega 30%
aukning frá fyrra ári. Þess verður
þó að geta að meðalafli síðasta
áratugar var ívið meiri en aflinn í
ár.
Rækjuaflinn óx um 4.000 tonn
og var árið 1991 þriðja gjöfulasta
árið til þessa. í ár var aflinn
u.þ.b. 34 þúsund tonn eða 13%
meiri en árið áður.
Loðnuafli ársins var 266 þús-
und tonn og dróst saman um tæp'
lega 2A frá fyrra ári þegar aflinn
var 692 þúsund tonn. Aflinn nú
er rúmur fjórðungur þess sem
hann var þegar best lét.
Síldaraflinn var 80 þúsund
tonn, en var í fyrra 90 þúsund
tonn. Árið 1989 var síldaraflinn
97 þúsund tonn. Þess ber þó að
geta að veiðitímabilið er lengra
nú en það var 1989. Þannig voru
tæplega 12 þúsund tonn af afia
yfirstandandi árs veidd í janúar
og febrúar, en sömu mánuði 1990
veiddust einungis rúm 2 þúsund
tonn.
Undanfarin ár hefur sjávarút-
vegurinn búið við hagstæð ytr|
skilyrði. Mikill og verðmætur afli
hefur dregist á land, olíuverð
lækkað og verð flestra afurða
farið hækkandi.
Áhrifin hafa endurspeglast úti1
þjóðlífinu. Hin illræmda verð-
bólga náðist niður og tekist hefur
að halda gengi föstu. Við slÁ
skilyrði vex ævinlega bjartsým
og framkvæmdagleði. Árið 1987
voru samþykkt lög á Alþingi um
frjálsan fiskmarkað. Og á sama