Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1992, Side 6

Ægir - 01.08.1992, Side 6
398 ÆGIR 8/92 Arthur Bogasorr. Hreint haf Þær fréttir er bárust okkur fyrir stuttu þess efnis að hafið í kring- um landið okkar væri nær ó- mengað og með því hreinna er gerist á jarðkringlunni eru afar á- nægjulegar. Kvíðvænlegt er þó að á sama tíma standa jafnvel nágrannar okkar í Evrópu frammi fyrir ótrú- legum vandamálum á þessu sviði og ekki séð hvernig úr má bæta. Hreint haf er ein af frumfor- sendum góðra lífskjara á íslandi. Ekki hefur það aðeins líkurnar með sér til að ala fleiri og heil- brigðari fiska heldur eru sölu- markaðir sjávarafurðanna jafn háðir því að hreinleiki hafsins haldist. Hafið er ein stærsta matarkista jarðarinnar og gegnir veigamiklu hlutverki hvað varðar eggjahvítu- þörf mannkyns. Sé kjöt- og fiskneyslan lögð saman er um þriðjungur fæðunnar fiskur. Árlega eru veidd um 80 til 90 milljónir tonna af fiski og skeldýr- um. Það er þó stutt síðan að mað- urinn hóf svo öfluga sókn f þetta gríðarlega matforðabúr og nægir að benda á að magnið hefur nær fimmfaldast á síðastliðnum fjórum áratugum sem sótt er í greipar Ægis. Langstærstur hluti alls þessa aflaertekinn innan lögsögumarka strandríkja, eða um 90 til 95%- Það hefur verið máltæki hér- lendis að lengi taki sjórinn við. Sú gífurlega aukning í veiðum sem nefnd er hér að framan sýnú að þetta máltæki á sér einnig sto í öfugri merkingu og þjóðir heim5 hafa litið svo á að lengi mætti úr sjónum taka. Ósamræmið í umgengn' mannsins við þessa dýrmætu matarkistu er því með ólíkindum- Annars vegar hefur hafió veri notað til losunar úrgangs af öl u tagi og hins vegar mikið magn fæðu sótt í það á sama tíma. Slíkt stenst ekki til langframa- Þjóðir heims standa því framm1 fyrir tveimur megin viðfangsetn um sé það ætlun þeirra að hal 3 hafinu við sem ríkulegum t'æðu gjafa: hætta að nota hafið sem ruslakistu og ná valdi á gríóarlegri sókn í lífríki þess. Hafréttarsamningur Sameinu þjóðanna er án efa merkilega5 £ skjal okkar tíma í viðleitni þj° anna til að nálgast þessi viðfangs efni. ■. Þar er ítarlega rakin ábyr§ ' réttindi og skylda þjóðanna vart hafinu, þeim dýrastofnum e það byggja ásamt hafsbotninu^ og þeim auðlindum er undir i01 um kunna að leynast. ^ Þrátt fyrir að enn vanti nok u^ á að allar þjóðir heims hafi stafi sína við Hafréttarsamningin er almennt litið á hann sem a'

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.