Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1992, Page 8

Ægir - 01.08.1992, Page 8
400 ÆGIR 8/92 Fiskistofa hefur starfsemi í 5. tbl. Ægis 1992 voru birt lög um nýja stofnun sem fara á meö hluta af stjórnsýslu sjávarútvegs- ins. Þessi stofnun hlaut heitið Fiskistofa og hóf hún starfsemi 1. september. í þessarri grein er stofnun Fiskistofu lýst og hvað henni erætlað að starfa. Aðdragandi að stofnun Fiskistofu I ræðu Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra á Fiskiþingi 1986 kom fram það álit hans að breytingar sem gerðar hefðu verið á umhverfi sjávarútvegsins, þegar sjóðakerfi sjávarútvegsins var lagt niður, leiddu til breytinga á starf- semi Fiskifélagsins. Lagði sjávarútvegsráðherra til aö skipuö yrði nefnd til að gera tillögur um breytingar á framtíðarskipan fé- lagsins. Á Fiskiþingi 1988 endur- tók ráðherra tilmæli til Fiskiþings um skipun nefndar sem stæði að tillögum um nýtt og breytt starfs- svið Fiskifélagsins. 44. Fiskiþing árið 1985 skipaði milliþinganefnd sem fjalla átti um breytingar á Fiskifélaginu sem lagaði starfsemi félagsins að nýj- um aðstæðum. í kjölfar ræðu sjávarútvegsráðherra á 45. Fiski- þingi árið 1986 ályktaði þingið að starfi nefndarinnar skyldi haldið áfram og haft yrði samráð við sjávarútvegsráðuneyti um nauð- synlegar breytingar. Milliþinga- nefnd sem 44. Fiskiþing skipaði skilaði ekki af sér neinum þeim tillögum sem leiddu til meiriháttar uppstokkunar í starfsemi Fiskifé- Fyrsti Fiskistofustjórinn, Þórður Ásgeirsson, á skrifstofu sinni. Ljósm.: J.S. lagsins. Ný milliþinganefnd sem fjalla átti um breytingar á skipu' lagi og starfsemi Fiskifélagsins var sett á laggirnar af 48. FiskiþinS' árið 1989 og nú með aðild sjávar- útvegsráðuneytis. Árið 1989 voru aðrir tímar en a árunum 1985-1987 aö því er varðaði kröfur um breytingar a stjórnsýslu sjávarútvegsins. Fyrr[ hugmyndir um breytingar fólust > að laga starfsemi Fiskifélagsins a nýju umhverfi sjávarútvegsinS' þ.e.a.s. að laga Fiskifélagið a nýjum lagaramma fiskveiðistjorn- arinnar og aukinni markaðsvirkm sjávarútvegsins, með minniháttaf skipulagsbreytingum á félaginU og verkþáttum þess. Nú var hins vegar komin til vaxandi gagnrýnl á sjávarútvegsráðuneyti vegna framkvæmdar á stjórn fiskveiða- Ekki þótti eðlilegt að saman fæh 3 einni hendi rannsókn, ákæra dómur vegna brota á fiskveióilög gjöfinni. I lögum um stjórn íis veiða sem sett voru 5. maí 1“ ' var t.a.m. ákvæði til bráðabirg 3 nr. VIII þar sem sjávarútvegsra ^ herra var fyrirlagt að leggja 'Vr‘ Alþingi að hausti frumvarp a^ nýrri löggjöf um upptöku ólög sjávarafla, þar sem skilið værl milli eftirlits og úrskuröarvalds- Auk fyrrnefndrar gagnrÝni _ sjávarútvegsráðuneyti var ra neytið að mati stjórnenda Þej^ orðið svo undirlagt við dag eS framkvæmd vaxandi stýdnS fiskveiðanna að fiskveiðistjórn^ lagði undir sig pieginþáttinn _ starfsemi ráðuneytisins, langt

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.