Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1992, Side 10

Ægir - 01.08.1992, Side 10
402 ÆGIR 8/92 Lokahönd lögð að breytingum á húsnæði Fiskistofu í Fiskiféiagshúsinu Höfn við Ingólfsstræti. Ljósm.: J.S. Lokaáfangi að stofnun Fiskistofu Frá lokum 50. Fiskiþings til vors 1992 fóru fram viðræður milli sjávarútvegsráðuneytis og Fiskifé- lags um breytingar á stjórnsýslu sjávarútvegsins. Þann 2. apríl sl. var loks lagt fyrir Alþingi frum- varp til laga um stofnun Fiski- stofu. I frumvarpinu kom fram að setja ætti á laggirnar stofnun und- ir nafninu Fiskistofa sem fara skyldi með framkvæmd laga um stjórn fiskveiða og eftirlit með fiskveiðunum. Fiskistofa mætti að höfðu samráði við Hagstofu fela Fiskifélagi íslands söfnun upplýs- inga á sviði sjávarútvegsmála, úr- vinnslu gagnanna og útgáfu hag- skýrslna. Frumvarpið var sam- þykkt sem lög frá Alþingi 27. maí 1992 með þeirri breytingu að í stað þess að Fiskistofa „mætti" fela Fiskifélaginu verkefni, þá var lagasetningin að Fiskistofa „skyldi" fela Fiskifélaginu þessi verkefni. Að fenginni síðasttöldu breytingunni lagði stjórn Fiskifé- lagsins blessun sína yfir stofnun Fiskistofu. í Ægi hefur á undanförnum árum margoft verið varað við að of mikil stýring hins opinbera á starfsemj sjávarútvegsins verði til að skaða atvinnugreinina. Nú er grundvöllur fyrir slíkri ofstýringu fyrir hendi í formi Fiskistofu, sem að vísu heyrir undir ráðherra en hefur vafalaust eins og aðrar op- inberar stofnanir eigin hvata til vaxtar. Þessvegna er mjög mikil- vægt að sjávarútvegurinn veiti Fiskistofu aðstoð og aðhald á þeim tíma sem hún stígur fyrstu sporin. harf enginn sem starfar í sjávarútvegi að fara í grafgötur með það að hlutverk og valdsvið Fiskistofu gerir að verkum að starfsemi hennar mun hafa áhrif á daglegan rekstur hvers einasta sjávarútvegsfyrirtækis í landinu. Ægir óskar starfsfólki Fiskistofu alls góðs í þeirra starfi og að starf- ið verði íslenskum sjávarútvegi til heilla. Fiskistofa Eftirfarandi kafli er greinargerð frá Fiskistofu um umfang stofnun- arinnar og helstu þætti starfsem- innar. Hinn 1. september urðu kafla- skipti í stjórnun fiskveiða á íslandi með því að hún var sett í hendur nýrrar stofnunar - Fiskistofu- Fiskistofa starfar skv. lögum nr. 36, 27. maí 1992 og er stjórn- sýslustofnun sem heyrir undir sjávarútvegsráðherra. Fyrstur til að gegna embætti fiskistofustjóra er Þórður Ásgeirsson, en hann var skrifstofustjóri sjávarútvegsráðu- neytisins árin 1971-1981. Stofn- un Fiskistofu hefur óneitanlega töluverð áhrif á starfsemi Fiskifé- lags íslands, enda flytjast til Fiski- stofu verkefni sem hafa verið i höndum þess og auk þess hefur orðið að ráði að Fiskistofa hefur tekið á leigu tæplega helming húsnæðis Fiskifélagsins að Höfn við Ingólfsstræti og er því undir sama þaki og Fiskifélagið. Þá gera lögin um Fiskistofu ráð fyrir þvl að stofnunin feli Fiskifélaginu söfnun tiltekinna upplýsinga, ur- vinnslu þeirra og útgáfu hag- skýrslna á sviði sjávarútvegsmála- Helstu verkefni hinnar nýju Fiskistofu eru og verða annars þessi: A. Dagleg stjórn og eftirlit með öllum fiskveiðum. í þessu felst ut- gáfa leyfa til veiða í atvinnuskyn' Magnea Jónsdóttir á skýrsludeild. Líklega munu velflestir fiskverkendur vera málkunnugir þeim Magneu og Þórarni eftir áratuga starf þeirra hjá FiskifélaginJ- Ljósm.: J. S.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.