Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1992, Side 16

Ægir - 01.08.1992, Side 16
408 ÆGIR 8/92 klakárið, tæplega marktæk ári eftir klak, en marktæk fyrir meðaltal tveggja og þriggja ára eftir klak (7. mynd og tafla 5). Af niðurstöðum þeim, sem hér að framan eru birt- ar má Ijóst vera að hinir ýmsu fiskstofnar fylgjast að í stofnstærð. Nær það til fiskstofna sem alfarið eru í ferskvatni, stofna sem eru á seiðastigi í ferskvatni og loks stofna sem eru f sjó allan sinn aldur. Hér fær meira en tilviljun ráðið. Líklegt er að um sé að ræða einhverja þá umhverfisþætti, sem ná bæði til lands og sjávar, og áhrif hafa á grunnframleiðsluna. Þó svo að ekki sé hægt með góðu móti að rekja hvernig slíkt gerist, bendir þó samhengi nýliðunar þorsks og hitastigs á fyrstu æviárum hvers árgangs, til þess að tengsl séu vió magn hlýsjávar fyrir Norðurlandi. Brotthvarf norsk-íslensku síldarinnar er rakið að stærstum hluta til breytinga á skilyrðum í hafi fyrir Norðurlandi (Jakob Jakobsson 1992) svo dæmi sé 5. mynd Þyngd hvers árgangs af loðnu í veiði. Ártalið miðast við þegar árgangurinn var eins árs (1 +). Þyngd (þú3. tonna) 1200 1000 800 Loöna 600 400 200 0 llllllllllll Ar 6. mynd Þyngd 4 og 5 ára þorsks af hverjum árgangi í veiði. Ártalið miðast við þegar árgangurinn var þriggja ára (3+). Þyngd (þú3. tcnna) Ár tekið. Flest bendir því til að hér valdi meiri háttar breytingar á hafstraumum og veðurfari. UmhverfiS' þættir eru því hinn ytri rammi sem ákvarðar á hverj- um tíma mestu stærð fiskistofnanna, sem er mjög breytileg milli ára. En innan rammans eru svo líklega margir þættir sem ráða því hvernig best nýting fest úr fiskstofni. Annað sem þessi gögn sýna er það að seiðamagn er ekki eini þátturinn sem er afgerandi fyrir það hvaö hver árgangur úr fiskistofni gefur af sér. I raun er nokkur tilhneiging til þess að litlir árgangar laxaseiða í þremur ám í Vopnafirði gefi góða veiði og stærri árgangar litla veiði síðarmeir. Það skýrist væntanlega at’ því, að sömu þættir hafa áhrif á styrkleika seiðaar- gánga í ánni og á þann fisk sem út í sjó er kominn- Ef lélegir seiðaárgangar ganga til sjávar þegar ástan sjávar hefur breyst til batnaðar gefa þeir góða veiðn Hið öfuga gerist með góðu árgangana. Þetta er háð því að nokkur slæm og nokkur góð ár fylgist að, sem oft vill verða. Fylgni hitastigs í Grímsey (sem er þá jafnfram1 mælikvarði á hitastig sjávar) við nýliðun þorsks, einn til þremur árum eftir klak, bendir einnig til þess a það sé ekki stærð hrygningarstofns né klakárið sem hafi skipt höfuðmáli á umræddu tímabili, heldur hvernig þeim seiðum reiðir af fyrstu árin. Einnig er athyglivert að sterkir árgangar komu aldrei á þessn árabili þegar hitastig var lágt ári eftir klak (7. mynC (b)). Á hinn bóginn geta komið lélegir árgangar þ° svo að hitastig sé hátt þegar árgangur er eins árs. Pa ráðast örlög hans síðar. Þetta er sambærilegt við Þa° sem Loeng (1989) hefur bent á varðandi árgang3 styrkleika þorsks og hitastig á hrygningarslóð 1 Barentshafi. Við tölfræðilegan samanburð á sveiflum í Á'rr nefndum fiskistofnum við sveiflur í átu, seltu og h|ta stigi sjávar frá sniðmælingum Hafrannsóknastofnun ar fannst ekki marktæk fylgni. Þó má geta þess a Jónas Þór Þorvaldsson (1991) fann, með margÞatta aðhvarfsgreiningu, marktæka fylgni á laxveiði í Laxa í Aðaldal við sjávarhita og átumagn á Siglunessnið'- ^ Mælingar þær sem gerðar eru á uppblöndun naer( ingarefna, þörungaframleiðslu og átumagni vir ‘ ekki nema nógu skýrt þær breytingar sem verða frumframleiðslu í hafinu. Hitamælingar eru enn °e ^ mælikvarðinn. Leggja þyrfti áherslu á það að m ingar næðu yfir lengra tímabil á vorin þar sem P ungablómar eru fljótir að blossa upp og binda n ingarefnin. ks Það að tengsl skuli finnast milli loðnu og Þ01 við laxastofna N- og NA-lands, bendir til að UP^ blöndunarsvæðið frá Vestfjarðarkjálka að straum ^ skilum í austri ráði mestu um afkomu þessara 1

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.